Prýðir forsíðu portúgalska Elle Álfrún Pálsdóttir skrifar 16. ágúst 2014 09:00 Svala lind hefur starfað sem fyrirsæta síðan hún var 17 ára gömul og gerir það gott í hinum harða fyrirsætuheimi. Hún er búsett í Lissabon og líkar mjög vel. „Tískumarkaðurinn hér er ekki stór og hef ég líklega þess vegna náð að mynda góð sambönd við kúnna, stílista og ljósmyndara,“ segir fyrirsætan Svala Lind sem er að gera það gott í hinum stóra heimi þar sem hún starfar sem fyrirsæta. Svala Lind er búsett í Lissabon í Portúgal en hún hóf fyrirsætuferilinn 17 ára gömul hjá Eskimo Models og fór í fyrsta sinn til Spánar að vinna. Hún er að gera það gott í hinum harða fyrirsætaheimi en hún prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs portúgalska Elle, en frægar fyrirsætur á borð við Cara Delavingne, Gisele Bundchen og Kate Moss hafa áður prýtt forsíðu þessa vinsæla glanstímarits. „Ég byrjaði að vinna sem fyrirsæta í fullu starfi árið 2011 og þá í London. Þáverandi skrifstofan mín þar sendi mig til Lissabon sumarið 2012 en ég féll algjörlega fyrir borginni og lít á hana sem mitt annað heimili í dag. L'Agence skrifstofan mín þar hefur líka reynst mér mjög vel og kynnt mig fyrir nýjum mörkuðum eins og í Tókýó, Istanbúl, Aþenu og nú er ég að vinna í Tel Avív,“ segir Svala Lind, sem er önnum kafin þessa dagana. Svala segist vera mjög heppin og þá sérstaklega er hún hrifin af heimshornaflakkinu sem fylgir starfinu. Flott forsíða Svala Lind á forsíðu nýjasta tölublaðs portúgalska Elle.„Ég hef verið svo heppin að fá að ferðast víða og kynnast ólíkum menningarheimum en það finnst mér einmitt skemmtilegast við starfið. Það er líka gaman að vinna með hópi af hugmyndaríku fólki sem hefur ástríðu fyrir því sem það er að gera.“ Þótt hún sé búsett erlendis er Svala dugleg að koma heim, hlaða batteríin og heimsækja fjölskyldu og vini. Hún getur vel hugsað sér að starfa við eitthvað annað en fyrirsætustörf í framtíðinni en núna einbeitir hún sér að vinnunni á meðan vel gengur. „Stór þáttur í þessu starfi er auðvitað að huga að heilsunni en ég hef lært mikið um næringu og líkamsrækt og gæti vel hugsað mér að vinna við eitthvað tengt því. En svo lengi sem það gengur vel ætla ég að halda áfram módelstörfunum. Ég bý svo vel að eiga góða fjölskyldu og vini sem styðja við bakið á mér og það er alltaf jafn gaman að koma heim til Íslands.“ Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Tískumarkaðurinn hér er ekki stór og hef ég líklega þess vegna náð að mynda góð sambönd við kúnna, stílista og ljósmyndara,“ segir fyrirsætan Svala Lind sem er að gera það gott í hinum stóra heimi þar sem hún starfar sem fyrirsæta. Svala Lind er búsett í Lissabon í Portúgal en hún hóf fyrirsætuferilinn 17 ára gömul hjá Eskimo Models og fór í fyrsta sinn til Spánar að vinna. Hún er að gera það gott í hinum harða fyrirsætaheimi en hún prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs portúgalska Elle, en frægar fyrirsætur á borð við Cara Delavingne, Gisele Bundchen og Kate Moss hafa áður prýtt forsíðu þessa vinsæla glanstímarits. „Ég byrjaði að vinna sem fyrirsæta í fullu starfi árið 2011 og þá í London. Þáverandi skrifstofan mín þar sendi mig til Lissabon sumarið 2012 en ég féll algjörlega fyrir borginni og lít á hana sem mitt annað heimili í dag. L'Agence skrifstofan mín þar hefur líka reynst mér mjög vel og kynnt mig fyrir nýjum mörkuðum eins og í Tókýó, Istanbúl, Aþenu og nú er ég að vinna í Tel Avív,“ segir Svala Lind, sem er önnum kafin þessa dagana. Svala segist vera mjög heppin og þá sérstaklega er hún hrifin af heimshornaflakkinu sem fylgir starfinu. Flott forsíða Svala Lind á forsíðu nýjasta tölublaðs portúgalska Elle.„Ég hef verið svo heppin að fá að ferðast víða og kynnast ólíkum menningarheimum en það finnst mér einmitt skemmtilegast við starfið. Það er líka gaman að vinna með hópi af hugmyndaríku fólki sem hefur ástríðu fyrir því sem það er að gera.“ Þótt hún sé búsett erlendis er Svala dugleg að koma heim, hlaða batteríin og heimsækja fjölskyldu og vini. Hún getur vel hugsað sér að starfa við eitthvað annað en fyrirsætustörf í framtíðinni en núna einbeitir hún sér að vinnunni á meðan vel gengur. „Stór þáttur í þessu starfi er auðvitað að huga að heilsunni en ég hef lært mikið um næringu og líkamsrækt og gæti vel hugsað mér að vinna við eitthvað tengt því. En svo lengi sem það gengur vel ætla ég að halda áfram módelstörfunum. Ég bý svo vel að eiga góða fjölskyldu og vini sem styðja við bakið á mér og það er alltaf jafn gaman að koma heim til Íslands.“
Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“