Agnes söngkona Þoku: Semur texta út frá persónulegri reynslu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 17:00 Agnes Björgvinsdóttir, söngkona Þoku, leggur mikið upp úr því að textarnir séu einlægir og hreinskilnir. "Þannig músík hrífur mig mest.“ Fréttablaðið/Arnþór „Það eru tveir heimar sem mætast í tónlistinni okkar, djass og klassík, sem skarast og úr verður einhvers konar dramatískur ljóðrænn bræðingur,“ segir Agnes Björgvinsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Þoku sem vinnur nú að sinni fyrstu plötu. Hljómsveitin varð í öðru sæti í Músíktilraunum árið 2012 og var Agnes þar að auki valin söngvari keppninnar. „Við höfum lokið við allar upptökur og erum að safna fyrir eftirvinnslunni á Karolina Fund,“ útskýrir hún. Auk Agnesar eru í hljómsveitinni Reynir Hauksson gítarleikari og Atli Már Björnsson hljómborðsleikari. Þau semja texta og lög saman og því mætast ólíkir pólar í tónlistinni. „Þegar það eru svona fáir þá skipta skoðanir hvers og eins svo miklu máli. Þannig að ef einhver einn er ósáttur við eitthvað þá er það skoðað.“ „Við leggjum upp úr því að vera einlæg og hreinskilin. Það er það sem hrífur mig mest við músík,“ segir Agnes. „Við fjöllum um það sem er hverjum og einum efst í huga.“ Agnes samdi texta við lagið Fylgdu mér lengra haustið 2013 um baráttu móður sinnar við ólæknandi krabbamein. „Við vorum að plana fimmtugsafmælið hennar þarna um haustið og fengum slæmar fréttir sem höfðu gríðarleg áhrif á mig. Maður lítur öðruvísi á þetta þegar einhver nákominn manni er að berjast við eitthvað svona og maður er alveg hjálparlaus og svo koma þessi tímamót, hún að vera fimmtug, maður þakkar bara fyrir hvert ár og hvern dag.“ Lagið flutti Agnes svo í fimmtugsafmæli móður sinnar þá þegar um haustið. „Þetta var náttúrulega hádramatískt,“ segir hún og hlær. „Allir skældu, hún fór náttúrulega að skæla og ég þurfti að passa mig að horfa ekki á hana því að þá hefði ég eflaust farið að skæla líka. Ég er svo dramatísk. Þetta þarf samt ekkert að vera óður til veikrar móður, það getur hver sem er túlkað þetta á sinn hátt.“ Agnesi finnst það skila sér í flutningi þegar ort er um persónulega reynslu. „Mér finnst gaman að flytja verk og vera að segja eitthvað með því. Þú kemur á sviðið og þú skilur sálina eftir á því fyrir alla að sjá. Þó að áhorfendur þekki mig ekki þá er ég að sýna á mér hlið sem ég sýni ekkert alla daga.“ Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Það eru tveir heimar sem mætast í tónlistinni okkar, djass og klassík, sem skarast og úr verður einhvers konar dramatískur ljóðrænn bræðingur,“ segir Agnes Björgvinsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Þoku sem vinnur nú að sinni fyrstu plötu. Hljómsveitin varð í öðru sæti í Músíktilraunum árið 2012 og var Agnes þar að auki valin söngvari keppninnar. „Við höfum lokið við allar upptökur og erum að safna fyrir eftirvinnslunni á Karolina Fund,“ útskýrir hún. Auk Agnesar eru í hljómsveitinni Reynir Hauksson gítarleikari og Atli Már Björnsson hljómborðsleikari. Þau semja texta og lög saman og því mætast ólíkir pólar í tónlistinni. „Þegar það eru svona fáir þá skipta skoðanir hvers og eins svo miklu máli. Þannig að ef einhver einn er ósáttur við eitthvað þá er það skoðað.“ „Við leggjum upp úr því að vera einlæg og hreinskilin. Það er það sem hrífur mig mest við músík,“ segir Agnes. „Við fjöllum um það sem er hverjum og einum efst í huga.“ Agnes samdi texta við lagið Fylgdu mér lengra haustið 2013 um baráttu móður sinnar við ólæknandi krabbamein. „Við vorum að plana fimmtugsafmælið hennar þarna um haustið og fengum slæmar fréttir sem höfðu gríðarleg áhrif á mig. Maður lítur öðruvísi á þetta þegar einhver nákominn manni er að berjast við eitthvað svona og maður er alveg hjálparlaus og svo koma þessi tímamót, hún að vera fimmtug, maður þakkar bara fyrir hvert ár og hvern dag.“ Lagið flutti Agnes svo í fimmtugsafmæli móður sinnar þá þegar um haustið. „Þetta var náttúrulega hádramatískt,“ segir hún og hlær. „Allir skældu, hún fór náttúrulega að skæla og ég þurfti að passa mig að horfa ekki á hana því að þá hefði ég eflaust farið að skæla líka. Ég er svo dramatísk. Þetta þarf samt ekkert að vera óður til veikrar móður, það getur hver sem er túlkað þetta á sinn hátt.“ Agnesi finnst það skila sér í flutningi þegar ort er um persónulega reynslu. „Mér finnst gaman að flytja verk og vera að segja eitthvað með því. Þú kemur á sviðið og þú skilur sálina eftir á því fyrir alla að sjá. Þó að áhorfendur þekki mig ekki þá er ég að sýna á mér hlið sem ég sýni ekkert alla daga.“
Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“