Lífið

Páll Óskar kom á óvart

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Páll Óskar var leynigestur á lokaballinu.
Páll Óskar var leynigestur á lokaballinu. Mynd/Einkasafn
Mikið var um að vera í Reykjadal á sunnudaginn þegar lokaball sumarbúðanna fór þar fram. Fjöldi fólks kom þar og skemmti sér en hljómsveitin Hvar er Mjallhvít? lék fyrir dansi.

Það var enginn annar en Páll Óskar Hjálmtýsson sem endaði ballið með einstakri frammistöðu en hann mætti sem leynigestur við mikinn fögnuð áhorfenda. Eftir að Palli hafði klárað sín lög bauð hann gestum að hitta sig fyrir utan í miklu blíðskaparveðri þar sem fólk gat fengið mynd af sér með honum og spjallað við hann.

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur frá árinu 1963 staðið að rekstri sumar- og helgardvalar fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal. Í upphafi var þjónusta við hreyfihömluð börn megið markmið starfseminnar, en í dag er Reykjadalur opinn öllum þeim börnum sem ekki geta notið þess að sækja aðrar sumarbúðir. Í Reykjadal dvelja árlega um 250 börn og ungmenni á aldrinum 8-21 árs og á starfsemin sér enga hliðstæðu hér á landi.

Fólk kunni svo sannarlega að meta Palla.
Gestir fengu að hitta Palla fyrir utan og gátu fengið mynd af sér með honum.
Löng röð myndaðist, enda vilja allir fá mynd af sér með Palla.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.