Lífið

Afbragðsafmæli Selmu og Bjarkar

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Selma Björnsdóttir og Björk Eiðsdóttir stóðu fyrir flottri afmælisveislu.
Selma Björnsdóttir og Björk Eiðsdóttir stóðu fyrir flottri afmælisveislu. Mynd/Vilhelm/Anton Brink
Mikil gleði var í sameiginlegri fertugsafmælisveislu Selmu Björnsdóttur og Bjarkar Eiðsdóttur sem haldin var á laugardagskvöld. Veislustjórar voru þeir Gísli Örn Garðarsson leikari og Karl Sigurðsson Baggalútur.

Margt var um manninn og mátti sjá þjóðþekkta einstaklinga skemmta sér vel, eins og Tobbu Marinósdóttur, Ernu Hrönn Ólafsdóttur og Unni Birnu Björnsdóttur. Nína Dögg Filippusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Björn Thors og Ingvar E. Sigurðsson mættu líka.

Þá töfruðu þeir Vignir Snær Vigfússon, Benedikt Brynleifsson, Pálmi Sigurhjartarson og Róbert Þórhallsson fram fagra tóna.

Allt ætlaði um koll að keyra þegar að Egill Ólafsson steig á svið og söng lagið Energí og trú. Þá endaði rapparinn Erpur Eyvindarson dagskrána með glæsibrag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.