Hafa ekki sungið saman í hartnær fjörutíu ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2014 13:30 Systurnar Janis Carol og Linda Walker syngja á Litlu jazzhátíðinni í Hafnarfirði á föstudaginn. Fréttablaðið/Valli „Við ætlum að flytja alls konar góða standarda úr djasssögunni og segja sögur við hæfi. Það eru að verða 40 ár síðan við sungum saman síðast. Það var í sjónvarpinu 1975, segir Janis Carol söngkona, en hún og systir hennar, Linda Walker, halda tónleika saman í Bæjarbíói í Hafnarfirði á föstudaginn. „Við ólumst upp í Hafnarfirði og því er Bæjarbíó tilvalinn staður fyrir okkur, enda köllum við okkur Fjarðarsystur,“ útskýrir hún. „Með okkur spila frábærir hljóðfæraleikarar, Kjartan Valdemarsson á píanó, Andres Thor á gítar, Gunnar Hrafnsson á bassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Þar að auki hef ég beðið litla dótturdóttur mína, Hafdísi Jönu, að syngja með okkur, hún kom fram í Ísland Got Talent síðastliðið vor. Þetta verður notaleg kvöldstund í þægilegu umhverfi.“ Systurnar Janis og Linda ólust upp á Íslandi að miklu leyti og voru báðar vinsælar söngkonur hér á sjöunda og áttunda áratugnum, bæði á sviði poppsins og dixílandtónlistar. „Við komum fram með köppum eins og Guðmundi Steingríms, Árna Ísleifs, Gunnari Ormslev, Reyni Jónasar og Guðmundi Ingólfs,“ rifjar Janis upp. Hún kveðst líka hafa tekið þátt í söngleikjunum Hárinu í Glaumbæ og Súperstar í Austurbæ. Þeim síðarnefnda með Pálma Gunnars, Herberti og fleiri stjörnum. Leið systranna lá héðan til Englands. Þar tók Janis þátt í söngleikjum á West End, svo sem Evítu og Jesus Crist Superstar, auk þess sem hún söng aðalhlutverkið í Cats. Í mörg ár bjó hún í Bandaríkjunum en nú eru þær báðar að flytja hingað heim. „Ég er að festa kaup á íbúð en Linda ætlar að taka þann pakka á næsta ári. Ég er búin að koma fram á tvennum tónleikum á Rosenberg og Linda hefur sungið á blúshátíðum,“ segir Janis. „Við sungum ekkert í tuttugu ár en erum byrjaðar aftur og í þetta skipti saman." Úr Helgarpóstinum 20.10. 1983 Íslenska söngkonan JanisCarol er að verða ein helsla stjarnan á söngleikjahimninum í London, þar sem hún hefur búið undanfarin ár. Janis, sem ytra heitir Carol Nielsson, hefur nú tekið við aðalhlutverkinu í nýjasta söngleik Andrews Lloyd Webber (Jesus Christ Superstar, Evita, Cats) sem sýnt er í Palace Theatre í West End. Aðalhlutverkið í sýningunni, sem heitir Song and Dance, var í höndum poppsöngkonunnar frægu Lulu en þegar hún hætti var Janis boðið hlutverkið sem hún hafði reyndar æft sem varamaður á sínum tíma. Þetta hlutverk er afar erfitt. Janis er á sviðinu í klukkutíma samfellt, syngur 23 númer og dansar auk þess í síðari hluta sýningarinnar. Þetta er vafalítið einhver mesti árangur íslensks listamanns á þessu sviðið erlendis. Ísland Got Talent Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Fleiri fréttir Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Sjá meira
„Við ætlum að flytja alls konar góða standarda úr djasssögunni og segja sögur við hæfi. Það eru að verða 40 ár síðan við sungum saman síðast. Það var í sjónvarpinu 1975, segir Janis Carol söngkona, en hún og systir hennar, Linda Walker, halda tónleika saman í Bæjarbíói í Hafnarfirði á föstudaginn. „Við ólumst upp í Hafnarfirði og því er Bæjarbíó tilvalinn staður fyrir okkur, enda köllum við okkur Fjarðarsystur,“ útskýrir hún. „Með okkur spila frábærir hljóðfæraleikarar, Kjartan Valdemarsson á píanó, Andres Thor á gítar, Gunnar Hrafnsson á bassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Þar að auki hef ég beðið litla dótturdóttur mína, Hafdísi Jönu, að syngja með okkur, hún kom fram í Ísland Got Talent síðastliðið vor. Þetta verður notaleg kvöldstund í þægilegu umhverfi.“ Systurnar Janis og Linda ólust upp á Íslandi að miklu leyti og voru báðar vinsælar söngkonur hér á sjöunda og áttunda áratugnum, bæði á sviði poppsins og dixílandtónlistar. „Við komum fram með köppum eins og Guðmundi Steingríms, Árna Ísleifs, Gunnari Ormslev, Reyni Jónasar og Guðmundi Ingólfs,“ rifjar Janis upp. Hún kveðst líka hafa tekið þátt í söngleikjunum Hárinu í Glaumbæ og Súperstar í Austurbæ. Þeim síðarnefnda með Pálma Gunnars, Herberti og fleiri stjörnum. Leið systranna lá héðan til Englands. Þar tók Janis þátt í söngleikjum á West End, svo sem Evítu og Jesus Crist Superstar, auk þess sem hún söng aðalhlutverkið í Cats. Í mörg ár bjó hún í Bandaríkjunum en nú eru þær báðar að flytja hingað heim. „Ég er að festa kaup á íbúð en Linda ætlar að taka þann pakka á næsta ári. Ég er búin að koma fram á tvennum tónleikum á Rosenberg og Linda hefur sungið á blúshátíðum,“ segir Janis. „Við sungum ekkert í tuttugu ár en erum byrjaðar aftur og í þetta skipti saman." Úr Helgarpóstinum 20.10. 1983 Íslenska söngkonan JanisCarol er að verða ein helsla stjarnan á söngleikjahimninum í London, þar sem hún hefur búið undanfarin ár. Janis, sem ytra heitir Carol Nielsson, hefur nú tekið við aðalhlutverkinu í nýjasta söngleik Andrews Lloyd Webber (Jesus Christ Superstar, Evita, Cats) sem sýnt er í Palace Theatre í West End. Aðalhlutverkið í sýningunni, sem heitir Song and Dance, var í höndum poppsöngkonunnar frægu Lulu en þegar hún hætti var Janis boðið hlutverkið sem hún hafði reyndar æft sem varamaður á sínum tíma. Þetta hlutverk er afar erfitt. Janis er á sviðinu í klukkutíma samfellt, syngur 23 númer og dansar auk þess í síðari hluta sýningarinnar. Þetta er vafalítið einhver mesti árangur íslensks listamanns á þessu sviðið erlendis.
Ísland Got Talent Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Fleiri fréttir Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“