Lífið

Í það heilaga í skotapilsum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Stjörnuparið Guðbergur Garðarsson og Inácio Pacas da Silva Filho, betur þekktir sem Beggi og Pacas, gengu í það heilaga um síðustu helgi.

Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, gaf þá saman við fallega athöfn en aðeins nánustu ættingjar og vinir voru viðstaddir. Hjörtur bar regnbogalitan blómsveig um hálsinn en brúðhjónin klæddust skotapilsum. Þá setti Pacas punktinn yfir i-ið með vígalegum pípuhatti.

Beggi og Pacas hafa verið saman um árabil en Íslendingar kynntust þeim vel árið 2008 í sjónvarpsþáttunum Hæðin þar sem þeir fóru með sigur af hólmi.

Þá eru þeir annálaðir smekkmenn og matgæðingar og hafa til að mynda tekið að sér að kokka dýrindis kræsingar fyrir veislur af ýmsu tagi síðustu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.