Lífið

Sætavísir Cox

Ed Sheeran hefur góð áhrif á ástarlíf Courtney Cox.
Ed Sheeran hefur góð áhrif á ástarlíf Courtney Cox. Vísir/Getty
Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran fær það mikilvæga hlutverk að vera sætavísir í brúðkaupi Courtney Cox og Johnnys McDaid síðar á þessu ári.

Sheeran sá um að kynna parið fyrir ári og leikur því lykilhlutverk í því að skötuhjúin eru að ganga upp að altarinu.

McDaid er góður vinur Sheerans sem er einnig vinur Cox og gæti því vel farið svo að hann verði svaramaður þeirra líka. Leikkonan var áður gift David Arquette en þau skildu í fyrra. Nánir vinir Cox segja hana aldrei hafa verið hamingjusamari og það skiptir hana miklu máli að hafa allt fólkið sitt í brúðkaupinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.