Lífið

Kid Rock að verða afi

Kid Rock á vafalaust eftir að taka afahlutverkið alvarlega.
Kid Rock á vafalaust eftir að taka afahlutverkið alvarlega. Vísir/Getty
Söngvarinn Kid Rock er að verða afi. Það er sonur Rock, Bobby Ritchie Jr., sem á von á barni með kærustu sinni.

US Weekly greinir frá þessu en rokkarinn síðhærði hefur ekki enn gefið út neina yfirlýsingu varðandi tíðindin. Móðir Bobbys er Kelley South Russell en Kid Rock hefur verið með forræði yfir drengnum síðan hann var sjö ára og alið hann upp sem einstæður faðir.

Kid Rock var einu sinni kvæntur Pamelu Anderson en hefur ávallt haldið einkalífi sínu fjarri kastljósi fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.