Óeirðir í kjölfar lögregluofbeldis Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. ágúst 2014 09:19 Barið á Rodney King árið 1991. Nokkuð algengt er að óeirðir brjótist út í Bandaríkjunum í kjölfar lögregluofbeldis, einkum þegar hvítir lögreglumenn verða hörundsdökku fólki að bana. Nú síðast er allt á suðupunkti í bænum Ferguson þar sem átján ára drengur var skotinn til bana af lögreglu. Meirihluti lögreglumanna í bænum er hvítur en Brown var svartur. Nokkur helstu dæmi síðustu áratuga eru hér tilgreind:1992 Óeirðir brutust út í Los Angeles eftir að fjórir lögreglumenn voru sýknaðir í máli blökkumannsins Rodneys King, þrátt fyrir að myndband næðist af þeim þar sem þeir sáust berja King til óbóta árið áður. Óeirðirnar kostuðu 53 manns lífið, en meira en tvö þúsund hlutu misalvarleg meiðsli. Tveir lögreglumannanna voru svo sakfelldir og dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alríkisdómstóli árið eftir, en hinir tveir sýknaðir. King lést árið 2012, 47 ára.2001 Mótmæli í Cincinnati.1996 Lögreglumaðurinn Jim Knight skaut átján ára blökkupilt, Tyron Lewis, í St. Petersburg eftir að hafa stöðvað hann fyrir of hraðan akstur. Óeirðir brutust út í borginni og stóðu í tvo daga. Lögreglumaðurinn var sýknaður nokkrum vikum síðar og hófust þá óeirðir á ný.2001 Óeirðir brutust út í Cincinnati og stóðu í nokkra daga eftir að lögreglumaður, Stephen Roach að nafni, skaut ungan blökkumann, Timothy Thomas. Roach var í hópi lögreglumanna sem voru að elta Thomas á hlaupum. Roach var seinna sýknaður af öllum ákærum. 2003 Óeirðir brutust út í Benton Harbor í Michigan eftir að vélhjólalögreglumaður hafði elt svartan mann, Terrance Shurn, sem á endanum ók mótorhjóli sínu á hús og lét þar lífið. 2009 Friðsamleg mótmæli í Oakland snerust upp í óeirðir eftir að lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan mann, Oscar Grant, í bakið á lestarstöð. Lögreglumaðurinn, Johannes Mehserle, fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir manndráp af gáleysi. Tengdar fréttir Lögregla í St. Louis skaut ungan mann til bana Maðurinn var vopnaður hníf og hafði stolið tveimur orkudrykkjum. Mótmæli standa enn yfir í nágrannabænum Ferguson vegna svipaðs máls. 19. ágúst 2014 23:30 Ku Klux Klan á leið til Ferguson Liðsmenn samtakanna hyggjast „verja verslanir í eigu hvítra“ í þeim mótmælum sem nú hafa staðið yfir síðustu daga. 19. ágúst 2014 11:10 Reiðin kraumar enn í Ferguson Lögreglumenn í bænum Ferguson í Missouri beittu táragasi enn á ný gegn mótmælendum í bænum í nótt en þar hefur allt verið á suðupunkti frá því óvopnaður unglingspiltur var skotinn til bana af lögreglumanni. 19. ágúst 2014 08:09 Tugir handteknir en mótmælin rólegri en áður Von er á Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til Ferguson í Missouri síðar í dag 20. ágúst 2014 10:46 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Nokkuð algengt er að óeirðir brjótist út í Bandaríkjunum í kjölfar lögregluofbeldis, einkum þegar hvítir lögreglumenn verða hörundsdökku fólki að bana. Nú síðast er allt á suðupunkti í bænum Ferguson þar sem átján ára drengur var skotinn til bana af lögreglu. Meirihluti lögreglumanna í bænum er hvítur en Brown var svartur. Nokkur helstu dæmi síðustu áratuga eru hér tilgreind:1992 Óeirðir brutust út í Los Angeles eftir að fjórir lögreglumenn voru sýknaðir í máli blökkumannsins Rodneys King, þrátt fyrir að myndband næðist af þeim þar sem þeir sáust berja King til óbóta árið áður. Óeirðirnar kostuðu 53 manns lífið, en meira en tvö þúsund hlutu misalvarleg meiðsli. Tveir lögreglumannanna voru svo sakfelldir og dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alríkisdómstóli árið eftir, en hinir tveir sýknaðir. King lést árið 2012, 47 ára.2001 Mótmæli í Cincinnati.1996 Lögreglumaðurinn Jim Knight skaut átján ára blökkupilt, Tyron Lewis, í St. Petersburg eftir að hafa stöðvað hann fyrir of hraðan akstur. Óeirðir brutust út í borginni og stóðu í tvo daga. Lögreglumaðurinn var sýknaður nokkrum vikum síðar og hófust þá óeirðir á ný.2001 Óeirðir brutust út í Cincinnati og stóðu í nokkra daga eftir að lögreglumaður, Stephen Roach að nafni, skaut ungan blökkumann, Timothy Thomas. Roach var í hópi lögreglumanna sem voru að elta Thomas á hlaupum. Roach var seinna sýknaður af öllum ákærum. 2003 Óeirðir brutust út í Benton Harbor í Michigan eftir að vélhjólalögreglumaður hafði elt svartan mann, Terrance Shurn, sem á endanum ók mótorhjóli sínu á hús og lét þar lífið. 2009 Friðsamleg mótmæli í Oakland snerust upp í óeirðir eftir að lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan mann, Oscar Grant, í bakið á lestarstöð. Lögreglumaðurinn, Johannes Mehserle, fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir manndráp af gáleysi.
Tengdar fréttir Lögregla í St. Louis skaut ungan mann til bana Maðurinn var vopnaður hníf og hafði stolið tveimur orkudrykkjum. Mótmæli standa enn yfir í nágrannabænum Ferguson vegna svipaðs máls. 19. ágúst 2014 23:30 Ku Klux Klan á leið til Ferguson Liðsmenn samtakanna hyggjast „verja verslanir í eigu hvítra“ í þeim mótmælum sem nú hafa staðið yfir síðustu daga. 19. ágúst 2014 11:10 Reiðin kraumar enn í Ferguson Lögreglumenn í bænum Ferguson í Missouri beittu táragasi enn á ný gegn mótmælendum í bænum í nótt en þar hefur allt verið á suðupunkti frá því óvopnaður unglingspiltur var skotinn til bana af lögreglumanni. 19. ágúst 2014 08:09 Tugir handteknir en mótmælin rólegri en áður Von er á Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til Ferguson í Missouri síðar í dag 20. ágúst 2014 10:46 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Lögregla í St. Louis skaut ungan mann til bana Maðurinn var vopnaður hníf og hafði stolið tveimur orkudrykkjum. Mótmæli standa enn yfir í nágrannabænum Ferguson vegna svipaðs máls. 19. ágúst 2014 23:30
Ku Klux Klan á leið til Ferguson Liðsmenn samtakanna hyggjast „verja verslanir í eigu hvítra“ í þeim mótmælum sem nú hafa staðið yfir síðustu daga. 19. ágúst 2014 11:10
Reiðin kraumar enn í Ferguson Lögreglumenn í bænum Ferguson í Missouri beittu táragasi enn á ný gegn mótmælendum í bænum í nótt en þar hefur allt verið á suðupunkti frá því óvopnaður unglingspiltur var skotinn til bana af lögreglumanni. 19. ágúst 2014 08:09
Tugir handteknir en mótmælin rólegri en áður Von er á Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til Ferguson í Missouri síðar í dag 20. ágúst 2014 10:46