Innlent

Vita ekki að þeim var flett upp

Snærós Sindradóttir skrifar
Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari.
Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari.
Þær 45 konur sem fyrrverandi lögreglumaður er ákærður fyrir að hafa flett upp í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, hafa ekki verið látnar vita af tengslum sínum við málið.

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins stendur ekki til að greina þeim frá því að skýrslur um þær hafi verið skoðaðar af lögreglumanninum.

„Það er ekki verið að ákæra hann fyrir að hafa dreift upplýsingum um þessar konur. Rannsóknin leiddi ekkert í ljós sem bendir til þess að hann hafi sérstaklega verið að leita að þolendum kynferðisbrota,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari.

Mál gegn lögreglumanninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Manninum er gefið að sök að hafa flett upp 45 konum án þess að það tengdist starfi hans innan lögreglunnar með neinum hætti.

Honum er jafnframt gefið að sök að hafa deilt upplýsingum um þrettán ára pilt sem hann hafði afskipti af í vinnu sinni. Lögreglumaðurinn neitar sök. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×