Lífið

Táningar finna fyrir pressu að stunda endaþarmsmök

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Nánast enginn sem tók þátt í rannsókninni hafði unun af endaþarmsmökum.
Nánast enginn sem tók þátt í rannsókninni hafði unun af endaþarmsmökum. Vísir/Getty
Ný rannsókn frá London School of Hygiene & Tropical Medicine, sýnir að flest ungt fólk finnur fyrir pressu að stunda endaþarmskynlíf en finnst það í raun ekki gott.

130 breskir táningar tóku þátt í rannsókninni og sögðust jafnt stelpur sem strákar finna fyrir miklum þrýstingi frá öðrum táningum að prófa endaþarmsmök. Stúlkurnar sögðu að þeim fyndist litið niður á þær eftir að þær prófuðu það og strákarnir sögðu að endaþarmsmök væru orðin að stöðutákni í nútímasamfélagi.

Nánast allir sem tóku þátt í rannsókninni sögðu að þeim fyndist ekki gaman eða notalegt að stunda endaþarmsmök og margir drengjanna sögðu að það hafi ekki verið eins gott og þeir héldu að það yrði.

Eitt eiga táningarnir sameiginlegt en þeir nota nánast aldrei getnaðarvörn þegar þeir stunda endaþarmsmök og margir sögðust ekki halda að þeir gætu smitast af kynsjúkdómi með því að stunda þau.

Það sem er ef til vill mest sláandi í niðurstöðum rannsóknarinnar er að táningstúlkum finnst þær ekki jafningjar táningsdrengja þegar kemur að því að ákveða hvort eigi að stunda endaþarmsmök. Þær segja að drengirnir taki lokaákvörðun um hvort eigi að stunda þessa tegund kynlífs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.