Líklega besta vínbúð í heimi Pawel Bartozek skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Auglýsing frá ÁTVR: Ung kona missir ökuskírteinið ofan í blandara þegar hún er að búa til boozt. Atburðarásin er summeruð upp með ummælunum: „Vissir þú að 4,2% allra skilríkja eyðileggjast í blandara?“ Stærðfræðingurinn verður forvitinn. Hvað eiga þessar fullyrðingar eiginlega að merkja? Hver er hlutinn og heildin í þessum prósentureikningi? Er þetta fjöldi skilríkja sem endað hafa í blandara deilt með öllum skilríkjum sem búin hafa verið til? Ég á erfitt með að trúa því að ÁTVR hafi tekið stikkprufu af 500 viðskiptavinum sínum og að 21 þeirra hafi misst nýjustu skilríkin sín ofan í blandara. Eða að 14% viðmælenda hafi eyðilagt skilríkin sín í þvottavél. Er vísað til afsakana sem ungt fólk gefur? Varla í alvörunni. Í minni æsku var „gleymdi þeim heima“ nánast eina afsökunin sem einhver gaf.Grínigrín Ég þykist raunar vita að þetta sé grín. Tölurnar eru upplognar og þýða ekki neitt. Ég sendi vinum mínum í ÁTVR fyrirspurn um hvort þetta væru alvörutölur eða grín en ég hef ekki fengið svar. Kannski má saka mig um Evrópumet í pedantisma en ég er ekki viss um hvort mér finnst það alveg fullkomlega í lagi að opinber stofnun skáldi upp tölfræði í auglýsingum. Til gamans. Í lögum segir: „Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti eða beita öðrum slíkum viðskiptaaðferðum sem sama marki eru brenndar, enda séu upplýsingar þessar og viðskiptaaðferðir fallnar til að hafa áhrif á eftirspurn eða framboð vara, fasteigna, þjónustu eða annars þess sem haft er á boðstólum í atvinnustarfsemi sem lög þessi taka til.“ Ef einhver myndi kæra þessar auglýsingar til lögreglu þá myndi málsvörn ÁTVR væntanlega vera sú að lygarnar væru ekki sérstaklega fallnar til þess að fá fólk til að kaupa meira áfengi. Menn væru því bara að ljúga til að vera fyndnir en ekki að ljúga í neinum markaðslegum tilgangi. Þétt vörn.Til hvers að auglýsa? Stofnun ætti ekki að þurfa að auglýsa það sérstaklega að hún ætli sér að fara að lögum. Henni ætti að duga einfaldlega að gera það. En auglýsingarnar þjóna ekki bara þeim tilgangi að láta fólk undir tvítugu vita að það geti ekki keypt áfengi löglega. Þau lög þekkja allir sem lögin snerta. Tilgangurinn með herferðinni er ekki síst að sannfæra alla aðra um að ÁTVR sé einmitt þannig fyrirtæki, fyrirtæki sem selur ekki áfengi til fólks undir áfengiskaupaaldri. Þar með planta menn þeirri dulbúnu gagnályktun að ef aðrir fengju að selja áfengi þá myndu þeir gera það. Það kæmi ekki á óvart ef við fengjum að sjá fleiri svona auglýsingar með haustinu, auglýsingar þar sem vingjarnleg móðurleg afgreiðslukona neitar Sollu stirðu um Breezer og bendir henni á að koma aftur eftir afmælisdaginn. Gleymum svo ekki öðru. Auglýsingar eiga að planta hugmyndum í huga fólks. Fólk sér kók í auglýsingu og fólk langar í kók. Að sama skapi má velta því fyrir sér hvort auglýsingar ríkiseinokunarverslunar með áfengi hafi ekki bara nákvæmlega sömu áhrif. Fólk sér jákvæða, fyndna auglýsingu frá einhverju fyrirbæri sem heitir „Vínbúð“ og fólk fer að langa að versla við það fyrirbæri.Ágætt fordæmi Einn er þó kostur við þessar auglýsingar ÁTVR. Þegar áfengissala verður gefin frjáls munu nýjar vínbúðir geta auglýst starfsemi sína undir þeim formerkjum að þar vinni hresst fólk sem fari að lögum. Svo lengi sem menn nefna ekki einstakar áfengistegundir ætti slíkt að vera í lagi. Lagalegt fordæmi er komið. Kannski ætti maður ekki að vera svona stífur. Kannski má sjá húmorinn í því að opinber stofnun skuli búa til platprósentur til að fegra óbeint ímynd sína. Kannski sjá allir að þetta er grín. En stífa karlinn langar samt að segja: „Látið prósenturnar vera. Þær hafa þolað nóg. Og ef einhver biður ykkur um heimildir, komið þá með heimildir. Ekki afsakanir.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Auglýsing frá ÁTVR: Ung kona missir ökuskírteinið ofan í blandara þegar hún er að búa til boozt. Atburðarásin er summeruð upp með ummælunum: „Vissir þú að 4,2% allra skilríkja eyðileggjast í blandara?“ Stærðfræðingurinn verður forvitinn. Hvað eiga þessar fullyrðingar eiginlega að merkja? Hver er hlutinn og heildin í þessum prósentureikningi? Er þetta fjöldi skilríkja sem endað hafa í blandara deilt með öllum skilríkjum sem búin hafa verið til? Ég á erfitt með að trúa því að ÁTVR hafi tekið stikkprufu af 500 viðskiptavinum sínum og að 21 þeirra hafi misst nýjustu skilríkin sín ofan í blandara. Eða að 14% viðmælenda hafi eyðilagt skilríkin sín í þvottavél. Er vísað til afsakana sem ungt fólk gefur? Varla í alvörunni. Í minni æsku var „gleymdi þeim heima“ nánast eina afsökunin sem einhver gaf.Grínigrín Ég þykist raunar vita að þetta sé grín. Tölurnar eru upplognar og þýða ekki neitt. Ég sendi vinum mínum í ÁTVR fyrirspurn um hvort þetta væru alvörutölur eða grín en ég hef ekki fengið svar. Kannski má saka mig um Evrópumet í pedantisma en ég er ekki viss um hvort mér finnst það alveg fullkomlega í lagi að opinber stofnun skáldi upp tölfræði í auglýsingum. Til gamans. Í lögum segir: „Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti eða beita öðrum slíkum viðskiptaaðferðum sem sama marki eru brenndar, enda séu upplýsingar þessar og viðskiptaaðferðir fallnar til að hafa áhrif á eftirspurn eða framboð vara, fasteigna, þjónustu eða annars þess sem haft er á boðstólum í atvinnustarfsemi sem lög þessi taka til.“ Ef einhver myndi kæra þessar auglýsingar til lögreglu þá myndi málsvörn ÁTVR væntanlega vera sú að lygarnar væru ekki sérstaklega fallnar til þess að fá fólk til að kaupa meira áfengi. Menn væru því bara að ljúga til að vera fyndnir en ekki að ljúga í neinum markaðslegum tilgangi. Þétt vörn.Til hvers að auglýsa? Stofnun ætti ekki að þurfa að auglýsa það sérstaklega að hún ætli sér að fara að lögum. Henni ætti að duga einfaldlega að gera það. En auglýsingarnar þjóna ekki bara þeim tilgangi að láta fólk undir tvítugu vita að það geti ekki keypt áfengi löglega. Þau lög þekkja allir sem lögin snerta. Tilgangurinn með herferðinni er ekki síst að sannfæra alla aðra um að ÁTVR sé einmitt þannig fyrirtæki, fyrirtæki sem selur ekki áfengi til fólks undir áfengiskaupaaldri. Þar með planta menn þeirri dulbúnu gagnályktun að ef aðrir fengju að selja áfengi þá myndu þeir gera það. Það kæmi ekki á óvart ef við fengjum að sjá fleiri svona auglýsingar með haustinu, auglýsingar þar sem vingjarnleg móðurleg afgreiðslukona neitar Sollu stirðu um Breezer og bendir henni á að koma aftur eftir afmælisdaginn. Gleymum svo ekki öðru. Auglýsingar eiga að planta hugmyndum í huga fólks. Fólk sér kók í auglýsingu og fólk langar í kók. Að sama skapi má velta því fyrir sér hvort auglýsingar ríkiseinokunarverslunar með áfengi hafi ekki bara nákvæmlega sömu áhrif. Fólk sér jákvæða, fyndna auglýsingu frá einhverju fyrirbæri sem heitir „Vínbúð“ og fólk fer að langa að versla við það fyrirbæri.Ágætt fordæmi Einn er þó kostur við þessar auglýsingar ÁTVR. Þegar áfengissala verður gefin frjáls munu nýjar vínbúðir geta auglýst starfsemi sína undir þeim formerkjum að þar vinni hresst fólk sem fari að lögum. Svo lengi sem menn nefna ekki einstakar áfengistegundir ætti slíkt að vera í lagi. Lagalegt fordæmi er komið. Kannski ætti maður ekki að vera svona stífur. Kannski má sjá húmorinn í því að opinber stofnun skuli búa til platprósentur til að fegra óbeint ímynd sína. Kannski sjá allir að þetta er grín. En stífa karlinn langar samt að segja: „Látið prósenturnar vera. Þær hafa þolað nóg. Og ef einhver biður ykkur um heimildir, komið þá með heimildir. Ekki afsakanir.“
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar