Aðdáendur létu framleiðandann heyra það Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 15:00 Skjaldbökurnar gefast aldrei upp. Kvikmyndin Teenage Mutant Ninja Turtles er fyrsta myndin um skjaldbökubræðurna fjóra í þrívídd. Hún gerist einhvern tíma í framtíðinni þegar ótti og myrkur hvílir yfir New York. Geimveran Shredder ber ábyrgð á því og ætlar að verða einvaldur á jörðinni en reiknar ekki með að ninjabræðurnir láti til skarar skríða, undir leiðsögn lærimeistara síns, rottunnar Splinters. Nánast sérhvert mannsbarn kannast við skjaldbökubræðurna fjóra sem vöktu athygli heimsins seint á níunda áratug síðustu aldar og upplifðu sitt blómaskeið snemma á þeim tíunda. Skjaldbökubræðurnir sáust fyrst árið 1984 og því kemur kvikmyndin Teenage Mutant Ninja Turtles út á þrjátíu ára afmæli þeirra. Í aðdraganda myndarinnar létu aðdáendur í sér heyra þegar framleiðandinn Michael Bay vildi að skjaldbökurnar væru af geimverukyni. Þá vildi hann einnig hafa titil myndarinnar Ninja Turtles og sleppa Teenage Mutant. Aðdáendur bræðranna urðu æfir og tók Michael þetta til baka. Myndin hefur gert það gott í miðasölu vestan hafs og toppaði lista yfir mest sóttu myndirnar um frumsýningarhelgina með 65,5 milljónir dollara, rúma 7,6 milljarða króna. Fór þetta fram út björtustu vonum því spekúlantar höfðu spáð miðasölutekjum upp á 40 til 45 milljónir dollara. Myndin hélt toppsætinu aðra vikuna sem hún var í sýningu en í þeirri þriðju laut hún í lægra haldi fyrir Guardians of the Galaxy. Í aðalhlutverkum eru Megan Fox, Will Arnett, William Fichtner, Alan Ritchson, Johnny Knoxville, Whoopi Goldberg og Tony Shalhoub.Skjaldbökurnar í hnotskurnLeonardo (Leo) – Útsjónarsamur og hugrakkur leiðtogi sem er með bláa grímu og tvö löng, beitt sverð. Hann ber mesta ábyrgð þeirra bræðra sem leiðir oft til rimmu á milli hans og Raphaels. Leonardo er skjaldbakan sem finnur lausnirnar og hugsar vel um bræður sína þrjá. Leonardo heitir í höfuðið á uppfinningamanninum, listamanninum og myndhöggvaranum Leonardo da Vinci.Michelangelo (Mike eða Mikey) – Afslappaður og frjálslegur grínari sem er með appelsínugula grímu og nunchakus-vopn. Hann er barnalegastur af skjaldbökunum og er mjög ævintýragjarn. Hann elskar líka pitsu. Honum má lýsa sem brimbrettatýpu. Hann heitir í höfuðið á ítalska listmálaranum, arkitektinum og myndhöggvaranum Michelangelo en nafn hans var upprunalega vitlaust skrifað.Raphael (Raph) – Raphael er slæmi strákurinn í hópnum og er með rauða grímu og gengur um með svokölluð sai-sverð. Hann er mjög sterkur og árásargjarn og hikar ekki við að veita fyrsta höggið. Hann er kaldhæðinn og oft meinfyndinn. Hann er afar hliðhollur bræðrum sínum og lærimeistara. Hann heitir í höfuðið á ítalska listamanninum og arkitektinum Raphael.Donatello (Don eða Donnie) – Donatello er vísindamaður, uppfinningamaður, verkfræðingur og tæknisnillingur. Hann er með fjólubláa grímu og gengur með vopn sem kallast „bo staff“. Hann er ekki hrifinn af ofbeldi og vill frekar nota gáfur sínar til að leysa vandamál. Hann hikar þó aldrei við að verja bræður sína. Hann heitir í höfuðið á ítalska listamanninum og myndhöggvaranum Donatello. Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin Teenage Mutant Ninja Turtles er fyrsta myndin um skjaldbökubræðurna fjóra í þrívídd. Hún gerist einhvern tíma í framtíðinni þegar ótti og myrkur hvílir yfir New York. Geimveran Shredder ber ábyrgð á því og ætlar að verða einvaldur á jörðinni en reiknar ekki með að ninjabræðurnir láti til skarar skríða, undir leiðsögn lærimeistara síns, rottunnar Splinters. Nánast sérhvert mannsbarn kannast við skjaldbökubræðurna fjóra sem vöktu athygli heimsins seint á níunda áratug síðustu aldar og upplifðu sitt blómaskeið snemma á þeim tíunda. Skjaldbökubræðurnir sáust fyrst árið 1984 og því kemur kvikmyndin Teenage Mutant Ninja Turtles út á þrjátíu ára afmæli þeirra. Í aðdraganda myndarinnar létu aðdáendur í sér heyra þegar framleiðandinn Michael Bay vildi að skjaldbökurnar væru af geimverukyni. Þá vildi hann einnig hafa titil myndarinnar Ninja Turtles og sleppa Teenage Mutant. Aðdáendur bræðranna urðu æfir og tók Michael þetta til baka. Myndin hefur gert það gott í miðasölu vestan hafs og toppaði lista yfir mest sóttu myndirnar um frumsýningarhelgina með 65,5 milljónir dollara, rúma 7,6 milljarða króna. Fór þetta fram út björtustu vonum því spekúlantar höfðu spáð miðasölutekjum upp á 40 til 45 milljónir dollara. Myndin hélt toppsætinu aðra vikuna sem hún var í sýningu en í þeirri þriðju laut hún í lægra haldi fyrir Guardians of the Galaxy. Í aðalhlutverkum eru Megan Fox, Will Arnett, William Fichtner, Alan Ritchson, Johnny Knoxville, Whoopi Goldberg og Tony Shalhoub.Skjaldbökurnar í hnotskurnLeonardo (Leo) – Útsjónarsamur og hugrakkur leiðtogi sem er með bláa grímu og tvö löng, beitt sverð. Hann ber mesta ábyrgð þeirra bræðra sem leiðir oft til rimmu á milli hans og Raphaels. Leonardo er skjaldbakan sem finnur lausnirnar og hugsar vel um bræður sína þrjá. Leonardo heitir í höfuðið á uppfinningamanninum, listamanninum og myndhöggvaranum Leonardo da Vinci.Michelangelo (Mike eða Mikey) – Afslappaður og frjálslegur grínari sem er með appelsínugula grímu og nunchakus-vopn. Hann er barnalegastur af skjaldbökunum og er mjög ævintýragjarn. Hann elskar líka pitsu. Honum má lýsa sem brimbrettatýpu. Hann heitir í höfuðið á ítalska listmálaranum, arkitektinum og myndhöggvaranum Michelangelo en nafn hans var upprunalega vitlaust skrifað.Raphael (Raph) – Raphael er slæmi strákurinn í hópnum og er með rauða grímu og gengur um með svokölluð sai-sverð. Hann er mjög sterkur og árásargjarn og hikar ekki við að veita fyrsta höggið. Hann er kaldhæðinn og oft meinfyndinn. Hann er afar hliðhollur bræðrum sínum og lærimeistara. Hann heitir í höfuðið á ítalska listamanninum og arkitektinum Raphael.Donatello (Don eða Donnie) – Donatello er vísindamaður, uppfinningamaður, verkfræðingur og tæknisnillingur. Hann er með fjólubláa grímu og gengur með vopn sem kallast „bo staff“. Hann er ekki hrifinn af ofbeldi og vill frekar nota gáfur sínar til að leysa vandamál. Hann hikar þó aldrei við að verja bræður sína. Hann heitir í höfuðið á ítalska listamanninum og myndhöggvaranum Donatello.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira