Aðeins öðru vísi en sveitaböllin Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. ágúst 2014 10:30 Friðrik Karlsson leikur á gítar með Kate Bush á 22 tónleikum í London. Vísir/GVA „Það er alltaf smá frumsýningarspenna en þetta var ótrúlega gaman og gekk rosalega vel. Þetta er það flottasta sem að ég hef komið nálægt og það fór ekkert úrskeiðis,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Karlsson en hann leikur á gítar á tónleikaröð Kate Bush í London. Fyrstu tónleikarnir af 22 fóru fram á þriðjudagskvöldið og hafa þeir fengið prýðisdóma í erlendum fjölmiðlum. „Ég hef aldrei æft svona mikið fyrir neitt enda er þetta rosalega stórt í sniðum, ætli það komi ekki um 60 manns að þessu sjói. Þetta er aðeins öðru vísi en sveitaböllin á Íslandi,“ segir Friðrik léttur í lundu. Á fyrstu tónleikunum var fjöldi þekktra einstaklinga í salnum og ber þar helst að nefna okkar íslensku Björk, Lily Allen og þá er einnig talið að Madonna, David Bowie og Elton John hafi verið á tónleikunum. „Ég sá að á þriðja bekk fyrir framan mig sat Dave Gilmour úr Pink Floyd, það var skemmtilegt,“ bætir Friðrik við.Kate Bush í góðum gír á tónleikunum.Vísir/APHann segir það frábært að vinna með Bush. „Hún valdi lagalistann, útsetur allt og er algjör heildarhönnuður á sjóinu. Hún er ótrúlega skapandi einstaklingur og mikill listamaður.“ Mikil aðsókn er að tónleikunum, 110.000 miðar seldust á einungis fimmtán mínútum en þetta er í fyrsta sinn í 35 ár sem Bush kemur fram. Í hljómsveitinni eru menn á heimsmælikvarða, en á meðal þeirra eru trommuleikarinn Omar Hakim, sem trommaði meðal annars vinsælasta lag síðasta árs, Get Lucky með Daft Punk, og David Rhodes sem hefur í fjölda ára verið gítarleikari Peters Gabriel, ásamt fleiri reynsluboltum. Í fjölmiðlum erlendis er sagt að Bush hafi ekki leikið lög af fyrstu fjórum plötum sínum og þar að leiðandi ekki leikið nokkra af sínum helstu slögurum. „Þetta eru þrískiptir tónleikar með ákveðið konsept og hún valdi lög sem voru í samræmi við konseptið.“ Tónlist Tengdar fréttir Spilar með Kate Bush Gítarleikarinn Friðrik Karlsson, sem er nýfluttur heim, kemur fram á 22 tónleikum með Kate Bush í London. 110.000 miðar seldust á tónleikana á 15 mínútum. 12. apríl 2014 10:30 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það er alltaf smá frumsýningarspenna en þetta var ótrúlega gaman og gekk rosalega vel. Þetta er það flottasta sem að ég hef komið nálægt og það fór ekkert úrskeiðis,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Karlsson en hann leikur á gítar á tónleikaröð Kate Bush í London. Fyrstu tónleikarnir af 22 fóru fram á þriðjudagskvöldið og hafa þeir fengið prýðisdóma í erlendum fjölmiðlum. „Ég hef aldrei æft svona mikið fyrir neitt enda er þetta rosalega stórt í sniðum, ætli það komi ekki um 60 manns að þessu sjói. Þetta er aðeins öðru vísi en sveitaböllin á Íslandi,“ segir Friðrik léttur í lundu. Á fyrstu tónleikunum var fjöldi þekktra einstaklinga í salnum og ber þar helst að nefna okkar íslensku Björk, Lily Allen og þá er einnig talið að Madonna, David Bowie og Elton John hafi verið á tónleikunum. „Ég sá að á þriðja bekk fyrir framan mig sat Dave Gilmour úr Pink Floyd, það var skemmtilegt,“ bætir Friðrik við.Kate Bush í góðum gír á tónleikunum.Vísir/APHann segir það frábært að vinna með Bush. „Hún valdi lagalistann, útsetur allt og er algjör heildarhönnuður á sjóinu. Hún er ótrúlega skapandi einstaklingur og mikill listamaður.“ Mikil aðsókn er að tónleikunum, 110.000 miðar seldust á einungis fimmtán mínútum en þetta er í fyrsta sinn í 35 ár sem Bush kemur fram. Í hljómsveitinni eru menn á heimsmælikvarða, en á meðal þeirra eru trommuleikarinn Omar Hakim, sem trommaði meðal annars vinsælasta lag síðasta árs, Get Lucky með Daft Punk, og David Rhodes sem hefur í fjölda ára verið gítarleikari Peters Gabriel, ásamt fleiri reynsluboltum. Í fjölmiðlum erlendis er sagt að Bush hafi ekki leikið lög af fyrstu fjórum plötum sínum og þar að leiðandi ekki leikið nokkra af sínum helstu slögurum. „Þetta eru þrískiptir tónleikar með ákveðið konsept og hún valdi lög sem voru í samræmi við konseptið.“
Tónlist Tengdar fréttir Spilar með Kate Bush Gítarleikarinn Friðrik Karlsson, sem er nýfluttur heim, kemur fram á 22 tónleikum með Kate Bush í London. 110.000 miðar seldust á tónleikana á 15 mínútum. 12. apríl 2014 10:30 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Spilar með Kate Bush Gítarleikarinn Friðrik Karlsson, sem er nýfluttur heim, kemur fram á 22 tónleikum með Kate Bush í London. 110.000 miðar seldust á tónleikana á 15 mínútum. 12. apríl 2014 10:30