Byrjuðu í bílskúr á Selfossi Álfrún Pálsdóttir skrifar 30. ágúst 2014 11:00 Albert Þór og Lóa Dagbjört ásamt börnum. Fréttablaðið/Valli Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir hafa á fáum árum byggt upp eina farsælustu fatakeðju landsins. Hugmyndina fengu þau í bílskúr á Selfossi, grunlaus um móttökurnar, sem voru framar björtustu vonum. „Svona er hann, alltaf í símanum,“ segir Lóa Dagbjört með bros á vör og nikkar í átt til sambýlismanns síns, Alberts Þórs , er þau taka á móti blaðamanni á skrifstofu Lindex í Smáralindinni. Skrifstofan er reyndar í heimilislegri kantinum, með stóru leik- og sjónvarpsherbergi, setustofu og rúmgóðu eldhúsi. Þau viðurkenna að skrifstofan er þeirra annað heimili. Það eru rúm fjögur ár síðan þau Albert og Lóa fengu hugmyndina að því að opna útibú frá sænsku verslanakeðjunni Lindex á Íslandi. Keðjan er einn helsti samkeppnisaðili Hennes og Mauritz og vel þekkt í Skandinavíu en hún fagnar 60 ára afmæli á árinu. Ævintýrið byrjaði við eldhúsborðið heima en nú reka þau þrjár verslanir, tvær á höfuðborgarsvæðinu og svo eru þau nýkomin að norðan þar sem Akureyringar tók vel á móti þriðju búðinni. Albert og Lóa hafa verið saman í 16 ár og eiga þrjú börn, þau Daníel Victor, Magnús Val og Önnu Sóleyju. Fjölskyldan er samheldin, en með dyggri aðstoð frá móður Lóu, Önnu og föður Alberts, Magnúsi, sameina þau fjölskyldulífið og erilsama vinnudaga. Albert er frá Reykjavík en bjó nokkur ár með fjölskyldu sinni í Bandaríkjunum. „Þegar ég kom heim 12 ára fannst mér ég vera mjög amerískur og margir höfðu orð á því. Ég var smá öðru vísi,“ segir Albert sem stundaði nám í Verslunarskólanum og síðar lá leiðin í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann byrjaði ungur að vinna hjá Vífilfelli og tók þar við sinni fyrstu stjórnunarstöðu 18 ára gamall. Hann segist alltaf hafa haft gaman af því að vinna. „Þegar vinir mínir voru að fara út að skemmta sér komst ég sjaldan með, ég var alltaf að vinna. Sem var bara fínt enda fannst mér það gaman.“ Síðar stofnaði Albert byggingarfyrirtæki með föður sínum en þar fékk hann smjörþefinn af viðskiptaheiminum. Þá gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Atlantsolíu um hríð en ákvað svo skyndilega að venda kvæði sínu í kross og fara í framhaldsnám í viðskiptafræði í Svíþjóð. „Margir voru undrandi á þessari ákvörðun okkar að rífa fjölskylduna upp enda höfðum við það mjög gott hér. Okkar langaði hins vegar bæði að prófa að búa í útlöndum og ég sá það í hillingum að sitja undir tré með bók og slaka aðeins á.“ Hlutirnir æxluðust samt ekki alveg eins og búið var að plana, enda segja þau það vera rauðan þráð í lífi sínu, ævintýrin virðast öðlast sitt eigið líf. „Í fyrsta tímanum leit kennarinn yfir hópinn og sagði að hann væri mjög ánægður með breiddina í bekknum. Allir ættu heima í þessu námi nema einn nemandi, og benti á mig. Svo hélt hann áfram með tímann og ég sat eftir steinhissa og eiginlega pínu móðgaður. Eftir tímann kallaði hann á mig og ég spurði strax hvort hann gerði sér grein fyrir því að ég og fjölskyldan hefðum fórnað miklu til að vera hérna. Kennarinn fór að skellihlæja og sagði mig misskilja sig. Hann sagði að ég væri með of mikla reynslu til að vera nemandi og bauð mér kennarastöðu við háskólann,“ segir Albert hlæjandi og Lóa tekur undir. „Þetta er mjög lýsandi fyrir Albert, hann tekur allt alla leið. Alger fullkomnunarsinni og ég er meira svona slumpari. Við eigum vel saman.“Börnin eru verslunarfólk í húð og hárMynd/Úr einkasafniSjálf er Lóa sveitastelpa í húð og hár, ólst upp í Flóanum þar sem hún lærði að taka til hendinni. „Mamma og pabbi erum bæði mjög dugleg og ég man ekki eftir þeim öðru vísi en að vera að vinna. Ég var mjög ung farin að hjálpa til við húsverkin og mér fannst ég alltaf mjög mikilvæg. Þannig er ég í dag, mér finnst gaman að hafa einhver verkefni, eitthvað fyrir stafni. Á erfitt með að sitja auðum höndum og við eigum það sameiginlegt, hjónin,“ segir Lóa. Er það ekki lykillinn að velgengninni? „Jú, ætli það ekki. Við erum stöðugt að hugsa um hvað við getum gert næst.“ Hugmyndin að Lindex fæddist við eldhúsborðið í Halmstad. Lóa uppgötvaði nýjan heim þegar hún flutti til Svíþjóðar með eldri strákana tvo, í fæðingarorlofi með þann yngri. „Allt þetta vöruúrval, sérstaklega af barnafötum og á viðráðanlegu verði. Þegar ég var kynnt fyrir Lindex var ég strax alveg yfir mig hrifin og hugsaði með mér að þetta yrði ég að kynna fyrir mömmunum heima,“ segir Lóa sem stofnaði í kjölfarið barnafataverslun á Facebook undir nafninu Emil og Lína. Umgjörðin var eins lítil og hugsað getur enda hún eini starfsmaðurinn, lagerinn lítill og myndirnar af fötunum teknar inni í stofu. Viðtökurnar létu ekki sér standa. „Einn daginn þegar ég kom heim úr vinnunni blasti við mér eldhúsborð þakið innkaupapokum og pökkum, á horninu sat Lóa með fartölvuna að pikka inn pantanir á meðan hún gaf brjóst og þegar ég kom ýtti hún tölvunni frá sér og sagði: „Nei, nú vil ég ekki taka við fleiri pöntunum, þetta er of mikið.“ Þá hugsaði ég, nú verð ég að bretta upp ermar og hjálpa til,“ rifjar Albert upp. „Ég var í fæðingarorlofi og ætlaði að njóta lífsins í Svíþjóð með strákunum. Baka pönnukökur og hafa alltaf heimalagaðan mat. Ég var búin að vera í námi á Íslandi og að vinna hjá Innovit og hraðinn var mikill. Þess vegna ætluðum við að vera mjög slök í Svíþjóð og njóta okkar sem fjölskylda. Svo uppgötvuðum við þar að við erum ekki þessari týpur. Við erum alltaf á fullu og njótum okkar best þannig.“ Eftirspurnin eftir barnafatnaðinum frá litlu versluninni á Facebook var mikil og þegar þau komu heim um sumarið í frí ákvað Lóa að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heimakynningar. „Ég sendi smá lager heim og við keyrðum hringinn í kringum landið í kynningar. Það var brjálað að gera og þetta var hörkuvinna. Við fylltum skottið af fötum og slám úr Ikea sem maður þurfti að skrúfa saman,“ rifjar Lóa upp hálfhlæjandi. Þau komu síðan upp lítilli verslun í bílskúr á Selfossi og þar ákváðu þau að taka hugmyndina skrefi lengra, opna alvöru verslun í samstarfi við Lindex. Í dag eru fjögur ár síðan ævintýrið byrjaði og þau óraði aldrei fyrir þeim góðu móttökum sem síðar urðu raunin. Lindex var opnuð í nóvember 2011 og var stærsta opnun í sögu sænska fyrirtækisins staðreynd. Örtröð myndaðist í Smáralindinni á opnunardeginum, hleypa þurfti viðskiptavinum inn í hollum og lagerinn tæmdist. Loka þurfti búðinni í tæpa viku til að fylla á og ráða fleira fólk til starfa. Lóa Dagbjört og Albert ÞórMynd/Úr einkasafni„Við gátum ekki ímyndað okkur þetta, ekki í okkar villtustu draumum. Þetta var algerlega langt fyrir ofan okkar væntingar. Svíarnir voru orðlausir og í dag eru þeir smám saman að fatta að Íslendingar eru ekki sambærilegir við aðrar þjóðir. Við séum einstök hvað þetta varðar. Við eigum mjög gott samstarf við þau úti,“ segir Albert. Hann eyðir meiri tíma á skrifstofunni við utanumhald á meðan Lóa flakkar á milli búðanna. „Mér finnst bara rosalega gaman að vinna í búð, ég er bara búðarkona. Að vera með fötin í höndunum, fá að stilla út, hitta viðskiptavinina og leysa vandamál. Þar nýt ég mín best og fæ bestu tilfinninguna fyrir því hvað er í gangi. Ég dvel langminnst á skrifstofunni,“ segir Lóa. Fyrsta árið eftir að Lindex var opnuð var fjölskyldan búsett á Selfossi, svo það var dágóður spotti að keyra á milli. Á Þorláksmessunótt 2011 voru þau hjónin á leiðinni á Selfoss með elsta drenginn sinn í blindbyl, á tveimur bílum sem voru fullir af jólagjöfum og mat. Þeirra fyrsta jólatörn í búðinni að baki, Lóa dauðþreytt og keyrði út af á Hellisheiðinni. „Ég horfði á eftir henni með Daníel keyra út í skafl og það var vendipunkturinn fyrir okkur. Við ákváðum að þetta gengi ekki lengur, til þess að þetta gengi upp yrðum við að flytja í bæinn. Við fundum húsnæði sem var ekki tilbúið strax svo í einn mánuð í millibilsástandi bjuggum við í alvörunni á lagernum okkar í Kópavogi. Áttu að vera bara nokkrir dagar en dróst á langinn,“ rifjar Albert upp og Lóa hristir hausinn. „Það var nú meira ruglið. Ég var nýorðin ólétt af Önnu Sóleyju og ekki í mínu besta formi. Þannig að það var fljótt sem við áttuðum okkur á því að það gengi ekki upp.“ MYND/Úr einkasafniÞað sem hefur einna helst vakið athygli og ánægju meðal viðskiptavina hérlendis er lágt vöruverð, þau fá oft athugasemdir frá viðskiptavinum sem segja þetta vera eins og að koma til útlanda. „Við erum með góða samninga við Lindex úti þar sem okkar helsta markmið hefur alltaf verið að halda verðinu lágu. Það er partur af upplifuninni og því sem ég heillaðist af úti í Svíþjóð. Að geta keypt gæðaföt á fjölskylduna á lágu verði. Það hefur ekki hvarflað að okkur að hækka verðið bara af því að við getum það,“ segir Lóa og Albert kinkar kolli. Verkefnalisti hjónanna tæmist seint en næst á dagskrá er að opna fjórðu búðina, nærfataverslun Lindex í Kringlunni, eftir rúman mánuð. Einnig eru þau að taka á móti nýrri línu sem fatahönnuðurinn heimsfrægi, Jean Paul Gaultier, hannaði fyrir Lindex og kemur í verslanir hér á landi 8. október.En er ekkert frí í kortunum? „Við erum byrjuð að plana fjölskyldufrí eftir áramót. Við erum ekkert sérstaklega góð í að fara í frí og ef ég þekki okkur rétt verðum við með vinnuna bak við eyrað. Þrátt fyrir að vera miklir vinnuhestar þá eyðum við miklum tíma saman, fjölskyldan, við höfum fundið leið til að sameina vinnuna og gæðastundir með fjölskyldunni. Það var alltaf planið,“ segir Albert að lokum.Lindex á Íslandi í tölum: - 32.000 viðskiptavinir heimsóttu Lindex fyrstu 2 vikurnar á Akureyri - Við opnun í Smáralind seldi einn kassi meira en söluhæsta verslunin í Ósló - Heildarflatarmál sem Lindex á Íslandi starfar á eru um 2.600 m2 - Starfsmenn áttu upphaflega að vera 10–12 en eru nú yfir 90 - Lindex hefur séð 2.200 börnum fyrir skólagögnum í Burkina Faso skv.skýrslu UNICEF - Lindex Iceland Facebook-síðan er með tæplega 50.000 aðdáendur - Lindex á Íslandi hefur haldið óbreyttu verði frá upphafi og er hluti af neysluvísitölu Hagstofunnar - Lindex hefur stutt baráttuna gegn brjóstakrabbameini Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir hafa á fáum árum byggt upp eina farsælustu fatakeðju landsins. Hugmyndina fengu þau í bílskúr á Selfossi, grunlaus um móttökurnar, sem voru framar björtustu vonum. „Svona er hann, alltaf í símanum,“ segir Lóa Dagbjört með bros á vör og nikkar í átt til sambýlismanns síns, Alberts Þórs , er þau taka á móti blaðamanni á skrifstofu Lindex í Smáralindinni. Skrifstofan er reyndar í heimilislegri kantinum, með stóru leik- og sjónvarpsherbergi, setustofu og rúmgóðu eldhúsi. Þau viðurkenna að skrifstofan er þeirra annað heimili. Það eru rúm fjögur ár síðan þau Albert og Lóa fengu hugmyndina að því að opna útibú frá sænsku verslanakeðjunni Lindex á Íslandi. Keðjan er einn helsti samkeppnisaðili Hennes og Mauritz og vel þekkt í Skandinavíu en hún fagnar 60 ára afmæli á árinu. Ævintýrið byrjaði við eldhúsborðið heima en nú reka þau þrjár verslanir, tvær á höfuðborgarsvæðinu og svo eru þau nýkomin að norðan þar sem Akureyringar tók vel á móti þriðju búðinni. Albert og Lóa hafa verið saman í 16 ár og eiga þrjú börn, þau Daníel Victor, Magnús Val og Önnu Sóleyju. Fjölskyldan er samheldin, en með dyggri aðstoð frá móður Lóu, Önnu og föður Alberts, Magnúsi, sameina þau fjölskyldulífið og erilsama vinnudaga. Albert er frá Reykjavík en bjó nokkur ár með fjölskyldu sinni í Bandaríkjunum. „Þegar ég kom heim 12 ára fannst mér ég vera mjög amerískur og margir höfðu orð á því. Ég var smá öðru vísi,“ segir Albert sem stundaði nám í Verslunarskólanum og síðar lá leiðin í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann byrjaði ungur að vinna hjá Vífilfelli og tók þar við sinni fyrstu stjórnunarstöðu 18 ára gamall. Hann segist alltaf hafa haft gaman af því að vinna. „Þegar vinir mínir voru að fara út að skemmta sér komst ég sjaldan með, ég var alltaf að vinna. Sem var bara fínt enda fannst mér það gaman.“ Síðar stofnaði Albert byggingarfyrirtæki með föður sínum en þar fékk hann smjörþefinn af viðskiptaheiminum. Þá gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Atlantsolíu um hríð en ákvað svo skyndilega að venda kvæði sínu í kross og fara í framhaldsnám í viðskiptafræði í Svíþjóð. „Margir voru undrandi á þessari ákvörðun okkar að rífa fjölskylduna upp enda höfðum við það mjög gott hér. Okkar langaði hins vegar bæði að prófa að búa í útlöndum og ég sá það í hillingum að sitja undir tré með bók og slaka aðeins á.“ Hlutirnir æxluðust samt ekki alveg eins og búið var að plana, enda segja þau það vera rauðan þráð í lífi sínu, ævintýrin virðast öðlast sitt eigið líf. „Í fyrsta tímanum leit kennarinn yfir hópinn og sagði að hann væri mjög ánægður með breiddina í bekknum. Allir ættu heima í þessu námi nema einn nemandi, og benti á mig. Svo hélt hann áfram með tímann og ég sat eftir steinhissa og eiginlega pínu móðgaður. Eftir tímann kallaði hann á mig og ég spurði strax hvort hann gerði sér grein fyrir því að ég og fjölskyldan hefðum fórnað miklu til að vera hérna. Kennarinn fór að skellihlæja og sagði mig misskilja sig. Hann sagði að ég væri með of mikla reynslu til að vera nemandi og bauð mér kennarastöðu við háskólann,“ segir Albert hlæjandi og Lóa tekur undir. „Þetta er mjög lýsandi fyrir Albert, hann tekur allt alla leið. Alger fullkomnunarsinni og ég er meira svona slumpari. Við eigum vel saman.“Börnin eru verslunarfólk í húð og hárMynd/Úr einkasafniSjálf er Lóa sveitastelpa í húð og hár, ólst upp í Flóanum þar sem hún lærði að taka til hendinni. „Mamma og pabbi erum bæði mjög dugleg og ég man ekki eftir þeim öðru vísi en að vera að vinna. Ég var mjög ung farin að hjálpa til við húsverkin og mér fannst ég alltaf mjög mikilvæg. Þannig er ég í dag, mér finnst gaman að hafa einhver verkefni, eitthvað fyrir stafni. Á erfitt með að sitja auðum höndum og við eigum það sameiginlegt, hjónin,“ segir Lóa. Er það ekki lykillinn að velgengninni? „Jú, ætli það ekki. Við erum stöðugt að hugsa um hvað við getum gert næst.“ Hugmyndin að Lindex fæddist við eldhúsborðið í Halmstad. Lóa uppgötvaði nýjan heim þegar hún flutti til Svíþjóðar með eldri strákana tvo, í fæðingarorlofi með þann yngri. „Allt þetta vöruúrval, sérstaklega af barnafötum og á viðráðanlegu verði. Þegar ég var kynnt fyrir Lindex var ég strax alveg yfir mig hrifin og hugsaði með mér að þetta yrði ég að kynna fyrir mömmunum heima,“ segir Lóa sem stofnaði í kjölfarið barnafataverslun á Facebook undir nafninu Emil og Lína. Umgjörðin var eins lítil og hugsað getur enda hún eini starfsmaðurinn, lagerinn lítill og myndirnar af fötunum teknar inni í stofu. Viðtökurnar létu ekki sér standa. „Einn daginn þegar ég kom heim úr vinnunni blasti við mér eldhúsborð þakið innkaupapokum og pökkum, á horninu sat Lóa með fartölvuna að pikka inn pantanir á meðan hún gaf brjóst og þegar ég kom ýtti hún tölvunni frá sér og sagði: „Nei, nú vil ég ekki taka við fleiri pöntunum, þetta er of mikið.“ Þá hugsaði ég, nú verð ég að bretta upp ermar og hjálpa til,“ rifjar Albert upp. „Ég var í fæðingarorlofi og ætlaði að njóta lífsins í Svíþjóð með strákunum. Baka pönnukökur og hafa alltaf heimalagaðan mat. Ég var búin að vera í námi á Íslandi og að vinna hjá Innovit og hraðinn var mikill. Þess vegna ætluðum við að vera mjög slök í Svíþjóð og njóta okkar sem fjölskylda. Svo uppgötvuðum við þar að við erum ekki þessari týpur. Við erum alltaf á fullu og njótum okkar best þannig.“ Eftirspurnin eftir barnafatnaðinum frá litlu versluninni á Facebook var mikil og þegar þau komu heim um sumarið í frí ákvað Lóa að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heimakynningar. „Ég sendi smá lager heim og við keyrðum hringinn í kringum landið í kynningar. Það var brjálað að gera og þetta var hörkuvinna. Við fylltum skottið af fötum og slám úr Ikea sem maður þurfti að skrúfa saman,“ rifjar Lóa upp hálfhlæjandi. Þau komu síðan upp lítilli verslun í bílskúr á Selfossi og þar ákváðu þau að taka hugmyndina skrefi lengra, opna alvöru verslun í samstarfi við Lindex. Í dag eru fjögur ár síðan ævintýrið byrjaði og þau óraði aldrei fyrir þeim góðu móttökum sem síðar urðu raunin. Lindex var opnuð í nóvember 2011 og var stærsta opnun í sögu sænska fyrirtækisins staðreynd. Örtröð myndaðist í Smáralindinni á opnunardeginum, hleypa þurfti viðskiptavinum inn í hollum og lagerinn tæmdist. Loka þurfti búðinni í tæpa viku til að fylla á og ráða fleira fólk til starfa. Lóa Dagbjört og Albert ÞórMynd/Úr einkasafni„Við gátum ekki ímyndað okkur þetta, ekki í okkar villtustu draumum. Þetta var algerlega langt fyrir ofan okkar væntingar. Svíarnir voru orðlausir og í dag eru þeir smám saman að fatta að Íslendingar eru ekki sambærilegir við aðrar þjóðir. Við séum einstök hvað þetta varðar. Við eigum mjög gott samstarf við þau úti,“ segir Albert. Hann eyðir meiri tíma á skrifstofunni við utanumhald á meðan Lóa flakkar á milli búðanna. „Mér finnst bara rosalega gaman að vinna í búð, ég er bara búðarkona. Að vera með fötin í höndunum, fá að stilla út, hitta viðskiptavinina og leysa vandamál. Þar nýt ég mín best og fæ bestu tilfinninguna fyrir því hvað er í gangi. Ég dvel langminnst á skrifstofunni,“ segir Lóa. Fyrsta árið eftir að Lindex var opnuð var fjölskyldan búsett á Selfossi, svo það var dágóður spotti að keyra á milli. Á Þorláksmessunótt 2011 voru þau hjónin á leiðinni á Selfoss með elsta drenginn sinn í blindbyl, á tveimur bílum sem voru fullir af jólagjöfum og mat. Þeirra fyrsta jólatörn í búðinni að baki, Lóa dauðþreytt og keyrði út af á Hellisheiðinni. „Ég horfði á eftir henni með Daníel keyra út í skafl og það var vendipunkturinn fyrir okkur. Við ákváðum að þetta gengi ekki lengur, til þess að þetta gengi upp yrðum við að flytja í bæinn. Við fundum húsnæði sem var ekki tilbúið strax svo í einn mánuð í millibilsástandi bjuggum við í alvörunni á lagernum okkar í Kópavogi. Áttu að vera bara nokkrir dagar en dróst á langinn,“ rifjar Albert upp og Lóa hristir hausinn. „Það var nú meira ruglið. Ég var nýorðin ólétt af Önnu Sóleyju og ekki í mínu besta formi. Þannig að það var fljótt sem við áttuðum okkur á því að það gengi ekki upp.“ MYND/Úr einkasafniÞað sem hefur einna helst vakið athygli og ánægju meðal viðskiptavina hérlendis er lágt vöruverð, þau fá oft athugasemdir frá viðskiptavinum sem segja þetta vera eins og að koma til útlanda. „Við erum með góða samninga við Lindex úti þar sem okkar helsta markmið hefur alltaf verið að halda verðinu lágu. Það er partur af upplifuninni og því sem ég heillaðist af úti í Svíþjóð. Að geta keypt gæðaföt á fjölskylduna á lágu verði. Það hefur ekki hvarflað að okkur að hækka verðið bara af því að við getum það,“ segir Lóa og Albert kinkar kolli. Verkefnalisti hjónanna tæmist seint en næst á dagskrá er að opna fjórðu búðina, nærfataverslun Lindex í Kringlunni, eftir rúman mánuð. Einnig eru þau að taka á móti nýrri línu sem fatahönnuðurinn heimsfrægi, Jean Paul Gaultier, hannaði fyrir Lindex og kemur í verslanir hér á landi 8. október.En er ekkert frí í kortunum? „Við erum byrjuð að plana fjölskyldufrí eftir áramót. Við erum ekkert sérstaklega góð í að fara í frí og ef ég þekki okkur rétt verðum við með vinnuna bak við eyrað. Þrátt fyrir að vera miklir vinnuhestar þá eyðum við miklum tíma saman, fjölskyldan, við höfum fundið leið til að sameina vinnuna og gæðastundir með fjölskyldunni. Það var alltaf planið,“ segir Albert að lokum.Lindex á Íslandi í tölum: - 32.000 viðskiptavinir heimsóttu Lindex fyrstu 2 vikurnar á Akureyri - Við opnun í Smáralind seldi einn kassi meira en söluhæsta verslunin í Ósló - Heildarflatarmál sem Lindex á Íslandi starfar á eru um 2.600 m2 - Starfsmenn áttu upphaflega að vera 10–12 en eru nú yfir 90 - Lindex hefur séð 2.200 börnum fyrir skólagögnum í Burkina Faso skv.skýrslu UNICEF - Lindex Iceland Facebook-síðan er með tæplega 50.000 aðdáendur - Lindex á Íslandi hefur haldið óbreyttu verði frá upphafi og er hluti af neysluvísitölu Hagstofunnar - Lindex hefur stutt baráttuna gegn brjóstakrabbameini
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira