Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. ágúst 2014 07:00 Sigurjón Jónsson varabæjarfulltrúi fékk ekki boðsmiða á Timberlake og fór þá að hugsa um hvort eðlilegt væri að bæjarfulltrúar þæðu frímiða frá Senu. Fréttablaðið/Valli Bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar var boðið á tónleika Justins Timberlakes ásamt mökum en Sena sendi frímiða á bæjarskrifstofurnar. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri sendi sjálfur tölvupóst á bæjarfulltrúana og sagði frá boðsmiðunum. Fréttablaðið óskaði í gær eftir upplýsingum um það hverjir fengu frímiðana og hversu marga frímiða hver og einn fékk til ráðastöfunar. Upplýsingafulltrúi bæjarins segir bæjarstjórann í fríi og að þessum spurningum verði því ekki svarað fyrr en eftir helgi. Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði fram fyrirspurn um sama efni á bæjarráðsfundi á miðvikudag. Hann vill vita hvaða fulltrúar og stjórnendur hjá bænum fengu ókeypis miða. „Sjálfur hafði ég mikinn áhuga á því að upplifa húsið og mæta á tónleikana þar sem ég sit í stjórn markaðsstofu Kópavogs en mér var tjáð að ekki væru miðar í boði fyrir varabæjarfulltrúa. Í framhaldi af því fór ég að hugsa út það í hvort eðlilegt væri að Sena byði bæjarfulltrúum og stjórnendum bæjarins á tónleikana þar sem þeir væru viðskiptamenn bæjarins,“ segir Sigurjón og vitnar í gildandi siðareglur bæjarins.Gríðar góð stemning var á tónleikum með Justin Timberlake í Kópavogi.Fréttablaðið/Andri„Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu,“ les Sigurjón upp úr siðareglunum, sem hann kveður ná jafnt til bæjarfulltrúa sem stjórnenda bæjarins. „Svona hlutir þurfa að vera á hreinu ef Kórinn á að vera notaður til framtíðar í þessum tilgangi,“ bætir Sigurjón við. „Það hefði verið eðlilegra að Kópavogsbær hefði keypt miða ef vilji var til að bjóða bæjarfulltrúum á Timberlake því hitt setur okkur í erfiða stöðu þegar Sena kemur að borðinu með næstu tónleika.“ Sigurjón vill einnig upplýsingar um tekjur og kostnað Kópavogsbæjar af tónleikahaldinu. „Það sem er kannski alvarlegast í þessu er ef Kórinn er leigður á einhverju undirverði og menn eru á sama tíma að þiggja gjafir.“ Björn Sigurðsson hjá Senu segir fyrirtækið ekki veita upplýsingar um boðsmiða. Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Sjá meira
Bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar var boðið á tónleika Justins Timberlakes ásamt mökum en Sena sendi frímiða á bæjarskrifstofurnar. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri sendi sjálfur tölvupóst á bæjarfulltrúana og sagði frá boðsmiðunum. Fréttablaðið óskaði í gær eftir upplýsingum um það hverjir fengu frímiðana og hversu marga frímiða hver og einn fékk til ráðastöfunar. Upplýsingafulltrúi bæjarins segir bæjarstjórann í fríi og að þessum spurningum verði því ekki svarað fyrr en eftir helgi. Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði fram fyrirspurn um sama efni á bæjarráðsfundi á miðvikudag. Hann vill vita hvaða fulltrúar og stjórnendur hjá bænum fengu ókeypis miða. „Sjálfur hafði ég mikinn áhuga á því að upplifa húsið og mæta á tónleikana þar sem ég sit í stjórn markaðsstofu Kópavogs en mér var tjáð að ekki væru miðar í boði fyrir varabæjarfulltrúa. Í framhaldi af því fór ég að hugsa út það í hvort eðlilegt væri að Sena byði bæjarfulltrúum og stjórnendum bæjarins á tónleikana þar sem þeir væru viðskiptamenn bæjarins,“ segir Sigurjón og vitnar í gildandi siðareglur bæjarins.Gríðar góð stemning var á tónleikum með Justin Timberlake í Kópavogi.Fréttablaðið/Andri„Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu,“ les Sigurjón upp úr siðareglunum, sem hann kveður ná jafnt til bæjarfulltrúa sem stjórnenda bæjarins. „Svona hlutir þurfa að vera á hreinu ef Kórinn á að vera notaður til framtíðar í þessum tilgangi,“ bætir Sigurjón við. „Það hefði verið eðlilegra að Kópavogsbær hefði keypt miða ef vilji var til að bjóða bæjarfulltrúum á Timberlake því hitt setur okkur í erfiða stöðu þegar Sena kemur að borðinu með næstu tónleika.“ Sigurjón vill einnig upplýsingar um tekjur og kostnað Kópavogsbæjar af tónleikahaldinu. „Það sem er kannski alvarlegast í þessu er ef Kórinn er leigður á einhverju undirverði og menn eru á sama tíma að þiggja gjafir.“ Björn Sigurðsson hjá Senu segir fyrirtækið ekki veita upplýsingar um boðsmiða.
Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Sjá meira