Klippti saman Disney og klám Baldvin Þormóðsson skrifar 1. september 2014 11:30 Sveitina skipa Kristinn Þór Óskarsson, Daníel Jón Jónsson, Jón Rúnar Ingimarsson, Haukur Jóhannesson og Eyrún Engilbertsdóttir. vísir/anton „Við erum alveg nett manískt band,“ segir Daníel Jón Jónsson, söngvari sveitarinnar Hide Your Kids, en þrátt fyrir að vera aðeins þriggja ára gömul hefur sveitin meðal annars hitað upp fyrir Of Monsters and Men. „Það koma lægðir þar sem við spilum ekkert saman en síðan á Músíktilraunum í fyrra höfum við verið að rífa okkur í gang,“ segir Daníel Jón og bætir því við að sveitin sé nokkuð heppin með gigg. Gítarleikari sveitarinnar, Kristinn Þór Óskarsson, tekur undir með Daníel en hann lýsir reynslunni að hafa deilt sviði með Of Monsters and Men sem sturlaðri. „Þetta er alveg það besta sem við höfum gert sem hljómsveit,“ segir Kristinn en áhorfendafjöldinn var í kringum tíu þúsund manns. Nýlega sendi sveitin frá sér sína aðra smáskífu en sú fyrri kom út í lok seinasta sumars. Nýja lagið ber nafnið Mia og klippti Daníel Jón saman ansi áhugavert tónlistarmyndband við smáskífuna. „Þetta átti bara að vera djók til að byrja með,“ segir Daníel Jón og hlær en hann klippti saman alls konar Disney-klippur við klippur úr klámmyndum þar sem búið er að teikna yfir hið allra heilagasta og er útkoman vægast sagt lífleg. Myndbandið við Mia má finna á Youtube en sveitin ætlar sér að taka upp efni í stúdíói í haust og er draumurinn að ná að senda frá sér fyrstu plötuna fyrir jól. „Við eigum nóg af efni, það þarf bara aðeins að fínpússa þetta.“ Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum alveg nett manískt band,“ segir Daníel Jón Jónsson, söngvari sveitarinnar Hide Your Kids, en þrátt fyrir að vera aðeins þriggja ára gömul hefur sveitin meðal annars hitað upp fyrir Of Monsters and Men. „Það koma lægðir þar sem við spilum ekkert saman en síðan á Músíktilraunum í fyrra höfum við verið að rífa okkur í gang,“ segir Daníel Jón og bætir því við að sveitin sé nokkuð heppin með gigg. Gítarleikari sveitarinnar, Kristinn Þór Óskarsson, tekur undir með Daníel en hann lýsir reynslunni að hafa deilt sviði með Of Monsters and Men sem sturlaðri. „Þetta er alveg það besta sem við höfum gert sem hljómsveit,“ segir Kristinn en áhorfendafjöldinn var í kringum tíu þúsund manns. Nýlega sendi sveitin frá sér sína aðra smáskífu en sú fyrri kom út í lok seinasta sumars. Nýja lagið ber nafnið Mia og klippti Daníel Jón saman ansi áhugavert tónlistarmyndband við smáskífuna. „Þetta átti bara að vera djók til að byrja með,“ segir Daníel Jón og hlær en hann klippti saman alls konar Disney-klippur við klippur úr klámmyndum þar sem búið er að teikna yfir hið allra heilagasta og er útkoman vægast sagt lífleg. Myndbandið við Mia má finna á Youtube en sveitin ætlar sér að taka upp efni í stúdíói í haust og er draumurinn að ná að senda frá sér fyrstu plötuna fyrir jól. „Við eigum nóg af efni, það þarf bara aðeins að fínpússa þetta.“
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira