Dæmið er rangt, niðurstaðan rétt Sigurjón M. Egilsson skrifar 1. september 2014 10:30 Benda má á að ef kaupmenn skiluðu styrkingu krónu, þó ekki væri nema sem næmi fimm prósentum, myndi vísitala neysluverðs lækka um tvö prósentustig. Það hefði í för með sér um 34 milljarða lækkun á verðtryggðum lánum heimilanna í landinu. Þannig skrifar þingmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson í Fréttablaðið seint í síðustu viku. Margrét Kristmannsdóttir, sem er meðal bestu talsmanna verslunarinnar, sagði í útvarpsþættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gær, að í reikningsdæmi Þorsteins vantaði býsn af staðreyndum og því bæri verslunin ekki allt það sem Þorsteinn ætlar henni í reikningsdæmi sínu. Sem sagt, reikningsdæmi þingmannsins var ekki rétt, en hvað með útkomuna? Fyrst, hvað vantaði í reikning þingmannsins? Margrét nefndi erlendar verðhækkanir, launabreytingar og eitt og annað. Þorsteinn er ákveðinn í hvar ábyrgðin liggur og hann sagði í grein sinni að hann hefði leitað upplýsinga áður en hann settist við lyklaborðið og fengið þau svör að: „Ekki er gert ráð fyrir vöruverðslækkun …“ „…því reynsla undanfarinna ára og jafnvel áratuga hefur kennt mönnum að gera ekki ráð fyrir lækkun vöruverðs þegar gengi krónunnar styrkist. Veiking krónunnar skilar sér hins vegar undantekningarlaust og örfljótt inn í vöruverð á Íslandi samkvæmt sömu reynslu.“ Þessari staðhæfingu neitar Margrét Kristmannsdóttir og segir reyndar að margir, og þar á meðal Þorsteinn Sæmundsson geri verslunina að blóraböggli, kenna henni um. Niðurstaðan Þorsteins , úr kannski kolröngu reikningsdæmi, sýnir okkur hins vegar hversu galið kerfi við búum við. Það er staðreynd, sem alltof margir Íslendingar hafa reynt á eigin skinni, að minnstu sveiflur geta haft stórkostleg áhrif á afkomu okkar, eignastöðu og möguleika til svo margs. Það er ekki hægt að búa við að verðhækkanir í útlöndum, kaupmenn sem kannski taka til sín allan ávinninginn af sterkri krónu, hamfarir hér eða þar í heiminum hafi þau margfeldisáhrif á allt þetta, og margt annað, að skuldir íslenskra heimila rjúki upp úr öllu valdi. Þar sem Þorsteinn Sæmundsson hefur komist að hinni merku niðurstöðu, þó deilt sé um forsendurnar að henni, er best að treysta á að hann, sem þingmaður, leggi sitt af mörkum svo óþarfi verði að vera með bollaleggingar svipaðar og hann gerði að umtalsefni í grein sinni. Og þá þarf fleira en að afnema verðtrygginguna. Hún er afleiðing af óstöðugleika og vondri hagstjórn. Hún er birtingarmynd. Og þeir sem hafa áhyggjur af því að verslunin geti með óvönduðum aðferðum valdið 34 milljarða skuldahækkun fjölskyldna í landinu, verða að bregðast við. Og þegar saman fer að viðkomandi situr á Alþingi og hefur þessar áhyggjur, er tími ákvarðana runninn upp. Háir breytilegir vextir eru lítt skárri. Kannski er niðurstaða alls þessa sú sama, enn og aftur; betri hagstjórn, og það núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun
Benda má á að ef kaupmenn skiluðu styrkingu krónu, þó ekki væri nema sem næmi fimm prósentum, myndi vísitala neysluverðs lækka um tvö prósentustig. Það hefði í för með sér um 34 milljarða lækkun á verðtryggðum lánum heimilanna í landinu. Þannig skrifar þingmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson í Fréttablaðið seint í síðustu viku. Margrét Kristmannsdóttir, sem er meðal bestu talsmanna verslunarinnar, sagði í útvarpsþættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gær, að í reikningsdæmi Þorsteins vantaði býsn af staðreyndum og því bæri verslunin ekki allt það sem Þorsteinn ætlar henni í reikningsdæmi sínu. Sem sagt, reikningsdæmi þingmannsins var ekki rétt, en hvað með útkomuna? Fyrst, hvað vantaði í reikning þingmannsins? Margrét nefndi erlendar verðhækkanir, launabreytingar og eitt og annað. Þorsteinn er ákveðinn í hvar ábyrgðin liggur og hann sagði í grein sinni að hann hefði leitað upplýsinga áður en hann settist við lyklaborðið og fengið þau svör að: „Ekki er gert ráð fyrir vöruverðslækkun …“ „…því reynsla undanfarinna ára og jafnvel áratuga hefur kennt mönnum að gera ekki ráð fyrir lækkun vöruverðs þegar gengi krónunnar styrkist. Veiking krónunnar skilar sér hins vegar undantekningarlaust og örfljótt inn í vöruverð á Íslandi samkvæmt sömu reynslu.“ Þessari staðhæfingu neitar Margrét Kristmannsdóttir og segir reyndar að margir, og þar á meðal Þorsteinn Sæmundsson geri verslunina að blóraböggli, kenna henni um. Niðurstaðan Þorsteins , úr kannski kolröngu reikningsdæmi, sýnir okkur hins vegar hversu galið kerfi við búum við. Það er staðreynd, sem alltof margir Íslendingar hafa reynt á eigin skinni, að minnstu sveiflur geta haft stórkostleg áhrif á afkomu okkar, eignastöðu og möguleika til svo margs. Það er ekki hægt að búa við að verðhækkanir í útlöndum, kaupmenn sem kannski taka til sín allan ávinninginn af sterkri krónu, hamfarir hér eða þar í heiminum hafi þau margfeldisáhrif á allt þetta, og margt annað, að skuldir íslenskra heimila rjúki upp úr öllu valdi. Þar sem Þorsteinn Sæmundsson hefur komist að hinni merku niðurstöðu, þó deilt sé um forsendurnar að henni, er best að treysta á að hann, sem þingmaður, leggi sitt af mörkum svo óþarfi verði að vera með bollaleggingar svipaðar og hann gerði að umtalsefni í grein sinni. Og þá þarf fleira en að afnema verðtrygginguna. Hún er afleiðing af óstöðugleika og vondri hagstjórn. Hún er birtingarmynd. Og þeir sem hafa áhyggjur af því að verslunin geti með óvönduðum aðferðum valdið 34 milljarða skuldahækkun fjölskyldna í landinu, verða að bregðast við. Og þegar saman fer að viðkomandi situr á Alþingi og hefur þessar áhyggjur, er tími ákvarðana runninn upp. Háir breytilegir vextir eru lítt skárri. Kannski er niðurstaða alls þessa sú sama, enn og aftur; betri hagstjórn, og það núna.