Vill að ungir strákar með ADHD tjái sig í dansi 1. september 2014 09:44 Guðmundur fékk útrás í dansinum. Fréttablaðið/Andri Marinó „Ég er sjálfur lesblindur með athyglisbrest og allan pakkann. Skóli var helvíti fyrir mig. Ég faldi mig bak við her af vinum, sem voru eiginlega allir haldnir sömu vandamálum. Svo fékk ég útrás í dansinum,“ segir Guðmundur Elías Knudsen sem hefur í samvinnu við Klifið, skapandi fræðslusetur, þróað námskeiðið Hreyfismiðjan fyrir stráka á aldrinum 13-16 ára sem eru með ADHD, athyglisbrest eða ofvirkni. Guðmundur byggir námskeiðið upp á eigin reynslu. „Ég upplifði mikla reiði á unglingsárum vegna þess að ég féll ekki inn í boxið. Í menntaskóla var svo skorað á mig að mæta í ballet og ég ákvað upp á grínið að mæta. Eftir fyrsta tímann varð ekki aftur snúið,“ útskýrir Guðmundur Elías. Hann hóf svo nám við Listdansskóla Íslands, en eftir það flutti hann sig til Hollands í nám við Hogeschool voor de Kunsten í Arnhem. Guðmundur Elías leggur um þessar mundir stund á meistaranám við listkennsludeild Listaháskóla Íslands og verður Hreyfismiðjan hluti af meistaraverkefni hans. „Ef ég hefði haft eitthvað svona þegar ég var á þessum aldri hefði kannski meira orðið úr manni en fátækur listamaður,“ segir Guðmundur Elías og hlær. Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstraust og líkamsímynd strákanna sem taka þátt. Að sögn Guðmundar verður unnið með líkamsmeðvitund og beitingu dansins sem farveg fyrir tilfinningar og reiði.Uppeldi barna og unglinga með ADHD Uppeldi barna og unglinga með ADHD er oft krefjandi og reynir því töluvert á bæði foreldra og aðra, til dæmis kennara. Góð sjálfsímynd er forsenda velgengni og því er lykilatriði að stuðla að því að börnin bíði ekki stöðuga ósigra í daglegu lífi.Börn og unglingar læra ekki af skömmum og neikvæðu viðmóti. Þetta brýtur niður sjálfsmyndina og eykur hættu á kvíða og depurð.Mikilvægt er að leita eftir sterkum hliðum en ekki að einblína á veikleika. Börn og unglingar með ADHD þurfa skýra ramma í uppeldinu, fáar en einfaldar reglur og ótvíræð og einföld fyrirmæli sem fylgt er eftir.Fyrst og fremst þarf þó jákvætt viðmót, hrós og viðurkenningu fyrir það sem vel er gert. Skilningur á eðli ADHD og samvinna þeirra sem umgangast barnið eða unglinginn, hvort sem það er heima eða utan heimilis, í skóla eða leikskóla eða í tómstundastarfi, er forsenda þess að hægt sé að takast á við vandann og skapa þeim og fjölskyldum þeirra gott líf. Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
„Ég er sjálfur lesblindur með athyglisbrest og allan pakkann. Skóli var helvíti fyrir mig. Ég faldi mig bak við her af vinum, sem voru eiginlega allir haldnir sömu vandamálum. Svo fékk ég útrás í dansinum,“ segir Guðmundur Elías Knudsen sem hefur í samvinnu við Klifið, skapandi fræðslusetur, þróað námskeiðið Hreyfismiðjan fyrir stráka á aldrinum 13-16 ára sem eru með ADHD, athyglisbrest eða ofvirkni. Guðmundur byggir námskeiðið upp á eigin reynslu. „Ég upplifði mikla reiði á unglingsárum vegna þess að ég féll ekki inn í boxið. Í menntaskóla var svo skorað á mig að mæta í ballet og ég ákvað upp á grínið að mæta. Eftir fyrsta tímann varð ekki aftur snúið,“ útskýrir Guðmundur Elías. Hann hóf svo nám við Listdansskóla Íslands, en eftir það flutti hann sig til Hollands í nám við Hogeschool voor de Kunsten í Arnhem. Guðmundur Elías leggur um þessar mundir stund á meistaranám við listkennsludeild Listaháskóla Íslands og verður Hreyfismiðjan hluti af meistaraverkefni hans. „Ef ég hefði haft eitthvað svona þegar ég var á þessum aldri hefði kannski meira orðið úr manni en fátækur listamaður,“ segir Guðmundur Elías og hlær. Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstraust og líkamsímynd strákanna sem taka þátt. Að sögn Guðmundar verður unnið með líkamsmeðvitund og beitingu dansins sem farveg fyrir tilfinningar og reiði.Uppeldi barna og unglinga með ADHD Uppeldi barna og unglinga með ADHD er oft krefjandi og reynir því töluvert á bæði foreldra og aðra, til dæmis kennara. Góð sjálfsímynd er forsenda velgengni og því er lykilatriði að stuðla að því að börnin bíði ekki stöðuga ósigra í daglegu lífi.Börn og unglingar læra ekki af skömmum og neikvæðu viðmóti. Þetta brýtur niður sjálfsmyndina og eykur hættu á kvíða og depurð.Mikilvægt er að leita eftir sterkum hliðum en ekki að einblína á veikleika. Börn og unglingar með ADHD þurfa skýra ramma í uppeldinu, fáar en einfaldar reglur og ótvíræð og einföld fyrirmæli sem fylgt er eftir.Fyrst og fremst þarf þó jákvætt viðmót, hrós og viðurkenningu fyrir það sem vel er gert. Skilningur á eðli ADHD og samvinna þeirra sem umgangast barnið eða unglinginn, hvort sem það er heima eða utan heimilis, í skóla eða leikskóla eða í tómstundastarfi, er forsenda þess að hægt sé að takast á við vandann og skapa þeim og fjölskyldum þeirra gott líf.
Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira