Fyrsta platan í átta ár Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. september 2014 09:00 Damien Rice kann best við sig á Íslandi af öllum stöðum í heiminum. vísir/getty Í gær var tilkynnt um útgáfu nýrrar plötu írska tónlistarmannsins Damiens Rice en eins konar hlustunarpartí fór fram á Kex Hostel í gær, þar sem blaðamenn hvaðanæva að ljáðu plötunni eyra. Platan ber titilinn My Favourite Faded Fantasy og kemur út þann 3. nóvember næstkomandi. „Af því að meirihluti plötunnar var tekinn upp og mixaður á Íslandi og platan var unnin með mikið af íslensku tónlistarfólki. Svo er Ísland sá staður sem Damien kann hvað best við sig á í heiminum,“ segir Kári Sturluson samstarfsmaður Damiens Rice, spurður út af hverju kynning plötunnar færi fram á Íslandi. Nýja platan er sú fyrsta sem Rice sendir frá sér í átta ár en hann sendi síðast frá sér plötuna 9 árið 2006 en frumburður hans, 0 kom út árið 2002. Sannkallaðar kanónur komu að vinnslu plötunnar og ber þar hæst að nefna Rick Rubin sem hefur unnið með mörgum af þekktustu listamönnum heims og hefur meðal annars unnið sjö Grammy verðlaun. Rick og Damien pródúsera sjö af átta lögum plötunnar saman og hafa þeir verið í samskiptum varðandi plötuna og unnið saman í þrjú til fjögur ár. Rick Rubin hefur unnið með nöfnum á borð við Metallica, Aerosmith, Adele, Jay Z, U2 og ótal fleiri nöfnum. Þá á Joel Shearer einnig þátt í plötunni og leikur á fjölda hljóðfæra inn á plötuna. Shearer er best þekktur fyrir störf sín með Alanis Morissette, Michael Bublé, Nelly Furtado og mörgum fleirum.Rick RubinVísir/GettyPlatan er tekin upp í Los Angeles og á Íslandi en í gærkvöldi fóru fram tónleikar í hljóðverinu Sundlauginni í Mosfellsbæ en hluti plötunnar var tekin upp þar. „Þetta voru svona tónleikar fyrir pressuna, vini og vandamenn, það var bara verið skála og fagna útgáfunni,“ bætir Kári við. Ekki liggur fyrir hvort Rice haldi tónleika hér á landi í kjölfar útgáfunnar. Rick Rubin hefur hlotið sjö Grammy-verðlaun, meðal annars fyrir upptökustjórn á plötum á borð við: Stadium Arcadium með Red Hot Chili Peppers21 með AdeleTaking The Long Way með Dixie Chicks. Hann hefur unnið með listamönnum á borð við: Lady Gaga, Kanye West, Eminem, System of a Down, Rage Against the Machine og mörgum fleirum. Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Í gær var tilkynnt um útgáfu nýrrar plötu írska tónlistarmannsins Damiens Rice en eins konar hlustunarpartí fór fram á Kex Hostel í gær, þar sem blaðamenn hvaðanæva að ljáðu plötunni eyra. Platan ber titilinn My Favourite Faded Fantasy og kemur út þann 3. nóvember næstkomandi. „Af því að meirihluti plötunnar var tekinn upp og mixaður á Íslandi og platan var unnin með mikið af íslensku tónlistarfólki. Svo er Ísland sá staður sem Damien kann hvað best við sig á í heiminum,“ segir Kári Sturluson samstarfsmaður Damiens Rice, spurður út af hverju kynning plötunnar færi fram á Íslandi. Nýja platan er sú fyrsta sem Rice sendir frá sér í átta ár en hann sendi síðast frá sér plötuna 9 árið 2006 en frumburður hans, 0 kom út árið 2002. Sannkallaðar kanónur komu að vinnslu plötunnar og ber þar hæst að nefna Rick Rubin sem hefur unnið með mörgum af þekktustu listamönnum heims og hefur meðal annars unnið sjö Grammy verðlaun. Rick og Damien pródúsera sjö af átta lögum plötunnar saman og hafa þeir verið í samskiptum varðandi plötuna og unnið saman í þrjú til fjögur ár. Rick Rubin hefur unnið með nöfnum á borð við Metallica, Aerosmith, Adele, Jay Z, U2 og ótal fleiri nöfnum. Þá á Joel Shearer einnig þátt í plötunni og leikur á fjölda hljóðfæra inn á plötuna. Shearer er best þekktur fyrir störf sín með Alanis Morissette, Michael Bublé, Nelly Furtado og mörgum fleirum.Rick RubinVísir/GettyPlatan er tekin upp í Los Angeles og á Íslandi en í gærkvöldi fóru fram tónleikar í hljóðverinu Sundlauginni í Mosfellsbæ en hluti plötunnar var tekin upp þar. „Þetta voru svona tónleikar fyrir pressuna, vini og vandamenn, það var bara verið skála og fagna útgáfunni,“ bætir Kári við. Ekki liggur fyrir hvort Rice haldi tónleika hér á landi í kjölfar útgáfunnar. Rick Rubin hefur hlotið sjö Grammy-verðlaun, meðal annars fyrir upptökustjórn á plötum á borð við: Stadium Arcadium með Red Hot Chili Peppers21 með AdeleTaking The Long Way með Dixie Chicks. Hann hefur unnið með listamönnum á borð við: Lady Gaga, Kanye West, Eminem, System of a Down, Rage Against the Machine og mörgum fleirum.
Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp