Guðni leikur sjálfan sig óvart Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. september 2014 11:15 Guðni Ágústsson hefur mikla reynslu sem skemmtanastjóri og fór létt með hlutverkið í Afanum. Mynd/Skjáskot „Ég hef svolitla æfingu sem leikari eftir að hafa verið í pólitíkinni, maður þarf stundum að leika aðeins á þeim vettvangi,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, en hann er óvænt á leið á hvíta tjaldið. Um er að ræða hlutverk í kvikmyndinni Afanum sem tekin er upp að hluta á Kanaríeyjum. „Ég var staddur á Kanarí sem skemmtanastjóri fyrir ferðaskrifstofuna Vita og vissi bara af því að það væri verið að taka upp kvikmynd þarna en þegar ég fór út hafði ég ekki hugmynd um að ég væri að fara að leika í henni,“ segir Guðni, en hann sat einmitt í sömu flugvél og aðstandendur myndarinnar á leiðinni út og varð fyrst var við fólkið þá. Guðni leikur í raun sjálfan sig í myndinni. „Guðni Ágústsson er mjög sannfærandi sem Guðni Ágústsson og leikur sjálfan sig mjög vel. Hann slær líklega Jóhannesi Kristjánssyni eftirhermu við,“ segir Bjarni Haukur Þórsson, leikstjóri myndarinnar, um frammistöðu fyrrverandi ráðherrans. Guðni er skemmtanastjóri í kvikmyndinni og á stórleik þrátt fyrir að hafa ekki haft hugmynd um að hann myndi lenda á hvíta tjaldinu þegar verið var að taka upp atriðið. „Ég er bara ég sjálfur og var til dæmis ekkert sminkaður og fékk enga leikstjórn, þannig að ég bíð spenntur og á eflaust eftir að roðna þegar að ég sé myndina,“ segir Guðni glaður í bragði. Hann hefur þó ekki einungis leikið á hinu pólitíska sviði, því hann var frægur héraðsleikari á árum áður. „Í Héraðsskólanum á Laugarvatni lék ég til dæmis mæta menn á borð við Lykla-Pétur, Jón Hreggviðsson og Svart þræl í Nýársnóttinni og drap þar kónginn og fékk mikla athygli. Ég hafði alveg hugsað mér að verða leikari en ég valdi mér stjórnmálin.“ Bjarni Haukur hefur þó orð á því hve vel Guðni lítur út. „Hann var ekki bara ótrúlega skemmtilegur heldur einnig í hörku formi og var þræltanaður,“ segir Bjarni um Guðna. „Ég er í World Class, geng á fjöll og syndi, þannig að ég er orðinn léttur frá því sem var, frá því ég var í pólitíkinni. Annars fer ég ekki í ljós þannig að tanið kemur bara af útivistinni,“ bætir Guðni við. Hann fer einu sinni á ári sem skemmtanastjóri til Kanaríeyja og kann vel við sig þar. „Þar er mjög gaman að vera með þessum skemmtilegu Íslendingum, við spilum til dæmis framsóknarvist, mínígolf og bingó og hlæjum mikið,“ segir Guðni. Afinn verður frumsýndur 25. september í kvikmyndahúsum land allt. Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira
„Ég hef svolitla æfingu sem leikari eftir að hafa verið í pólitíkinni, maður þarf stundum að leika aðeins á þeim vettvangi,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, en hann er óvænt á leið á hvíta tjaldið. Um er að ræða hlutverk í kvikmyndinni Afanum sem tekin er upp að hluta á Kanaríeyjum. „Ég var staddur á Kanarí sem skemmtanastjóri fyrir ferðaskrifstofuna Vita og vissi bara af því að það væri verið að taka upp kvikmynd þarna en þegar ég fór út hafði ég ekki hugmynd um að ég væri að fara að leika í henni,“ segir Guðni, en hann sat einmitt í sömu flugvél og aðstandendur myndarinnar á leiðinni út og varð fyrst var við fólkið þá. Guðni leikur í raun sjálfan sig í myndinni. „Guðni Ágústsson er mjög sannfærandi sem Guðni Ágústsson og leikur sjálfan sig mjög vel. Hann slær líklega Jóhannesi Kristjánssyni eftirhermu við,“ segir Bjarni Haukur Þórsson, leikstjóri myndarinnar, um frammistöðu fyrrverandi ráðherrans. Guðni er skemmtanastjóri í kvikmyndinni og á stórleik þrátt fyrir að hafa ekki haft hugmynd um að hann myndi lenda á hvíta tjaldinu þegar verið var að taka upp atriðið. „Ég er bara ég sjálfur og var til dæmis ekkert sminkaður og fékk enga leikstjórn, þannig að ég bíð spenntur og á eflaust eftir að roðna þegar að ég sé myndina,“ segir Guðni glaður í bragði. Hann hefur þó ekki einungis leikið á hinu pólitíska sviði, því hann var frægur héraðsleikari á árum áður. „Í Héraðsskólanum á Laugarvatni lék ég til dæmis mæta menn á borð við Lykla-Pétur, Jón Hreggviðsson og Svart þræl í Nýársnóttinni og drap þar kónginn og fékk mikla athygli. Ég hafði alveg hugsað mér að verða leikari en ég valdi mér stjórnmálin.“ Bjarni Haukur hefur þó orð á því hve vel Guðni lítur út. „Hann var ekki bara ótrúlega skemmtilegur heldur einnig í hörku formi og var þræltanaður,“ segir Bjarni um Guðna. „Ég er í World Class, geng á fjöll og syndi, þannig að ég er orðinn léttur frá því sem var, frá því ég var í pólitíkinni. Annars fer ég ekki í ljós þannig að tanið kemur bara af útivistinni,“ bætir Guðni við. Hann fer einu sinni á ári sem skemmtanastjóri til Kanaríeyja og kann vel við sig þar. „Þar er mjög gaman að vera með þessum skemmtilegu Íslendingum, við spilum til dæmis framsóknarvist, mínígolf og bingó og hlæjum mikið,“ segir Guðni. Afinn verður frumsýndur 25. september í kvikmyndahúsum land allt.
Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira