Trommusettið fer fremst á sviðið Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. september 2014 11:00 Birgir Jónsson og Kristinn Snær Agnarsson. Vísir/Ernir „Okkur Kidda datt þetta í hug í sumar, á Eistnaflugi nánar tiltekið. Við stóðum allir trommararnir saman og vorum að ræða saman um trommuleik og annað og þá kom þessi umræða upp,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu. Hann og trommuleikarinn Kristinn Snær Agnarsson standa fyrir tónleikum til heiðurs John Bonham, trommuleikara Led Zeppelin, undir nafninu Stóri hvellur, en allur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar MND félaginu. „Tenging slagverkssamfélagsins á Íslandi við MND samtökin er augljós enda var trommuleikarinn Rafn Jónsson einn af stofnendum samtakanna áður en sjúkdómurinn dró hann til dauða eftir hetjulega baráttu árið 2004,“ segir Birgir. Sonur Rafns, Egill Rafnsson sem er einn af okkar flottari rokktrommurum, kemur sérstaklega frá London, þar sem hann býr, til þess að spila á tónleikunum. Á tónleikunum verður trommusettið í forgrunni. „Við ætlum að brjóta reglurnar og stilla trommusettinu fremst og hafa það framarlega í mixinu. Það verður gaman þegar þessir trymblar fara í spor Bonhams en hann er af flestum talinn vera einn af áhrifamestu rokktrommuleikurum tónlistarsögunnar. Þetta er kvöld trommaranna,“ segir Birgir léttur í lundu.John BonhamVísir/GettyFyrir utan alla trommarana ellefu koma einnig fram aðrir frábærir hljóðfæraleikarar og söngvarar. „Það eru einhverjir sex söngvarar, sex gítarleikarar og fjórir bassaleikarar sem koma fram á tónleikunum. Allt eru þetta frábærir hljóðfæraleikarar sem eru mjög framarlega í senunni.“Tónleikarnir fara fram þann 12. október næstkomandi í Hörpu en um sömu helgi verður einnig haldin mikil trommarahátíð í hátíðarsal FÍH þegar Trommarinn 2014 fer þar fram. „Þessi helgi verður algjör veisla fyrir alla trommuleikara og trommuáhugamenn,“ bætir Birgir við.Fram koma:Arnar Geir Ómarsson (HAM)Arnar Gíslason (Dr. Spock, Mugison)Birgir Jónsson (DIMMA)Björn Stefánsson (Mínus)Egill Rafnsson (Sign, Grafík)Hallur Ingólfsson (XIII, HAM)Halldór Lárusson (Júpíters, Bubbi & MX-21)Hrafnkell Örn Guðjónsson (Agent Fresco)Kristinn Snær Agnarsson (John Grant)Kristján B. Heiðarsson (Nykur, Skurk)Jón Geir Jóhannsson (Skálmöld)nÞorvaldur Þór Þorvaldsson (Jónsi, Bloodgroup) Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Okkur Kidda datt þetta í hug í sumar, á Eistnaflugi nánar tiltekið. Við stóðum allir trommararnir saman og vorum að ræða saman um trommuleik og annað og þá kom þessi umræða upp,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu. Hann og trommuleikarinn Kristinn Snær Agnarsson standa fyrir tónleikum til heiðurs John Bonham, trommuleikara Led Zeppelin, undir nafninu Stóri hvellur, en allur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar MND félaginu. „Tenging slagverkssamfélagsins á Íslandi við MND samtökin er augljós enda var trommuleikarinn Rafn Jónsson einn af stofnendum samtakanna áður en sjúkdómurinn dró hann til dauða eftir hetjulega baráttu árið 2004,“ segir Birgir. Sonur Rafns, Egill Rafnsson sem er einn af okkar flottari rokktrommurum, kemur sérstaklega frá London, þar sem hann býr, til þess að spila á tónleikunum. Á tónleikunum verður trommusettið í forgrunni. „Við ætlum að brjóta reglurnar og stilla trommusettinu fremst og hafa það framarlega í mixinu. Það verður gaman þegar þessir trymblar fara í spor Bonhams en hann er af flestum talinn vera einn af áhrifamestu rokktrommuleikurum tónlistarsögunnar. Þetta er kvöld trommaranna,“ segir Birgir léttur í lundu.John BonhamVísir/GettyFyrir utan alla trommarana ellefu koma einnig fram aðrir frábærir hljóðfæraleikarar og söngvarar. „Það eru einhverjir sex söngvarar, sex gítarleikarar og fjórir bassaleikarar sem koma fram á tónleikunum. Allt eru þetta frábærir hljóðfæraleikarar sem eru mjög framarlega í senunni.“Tónleikarnir fara fram þann 12. október næstkomandi í Hörpu en um sömu helgi verður einnig haldin mikil trommarahátíð í hátíðarsal FÍH þegar Trommarinn 2014 fer þar fram. „Þessi helgi verður algjör veisla fyrir alla trommuleikara og trommuáhugamenn,“ bætir Birgir við.Fram koma:Arnar Geir Ómarsson (HAM)Arnar Gíslason (Dr. Spock, Mugison)Birgir Jónsson (DIMMA)Björn Stefánsson (Mínus)Egill Rafnsson (Sign, Grafík)Hallur Ingólfsson (XIII, HAM)Halldór Lárusson (Júpíters, Bubbi & MX-21)Hrafnkell Örn Guðjónsson (Agent Fresco)Kristinn Snær Agnarsson (John Grant)Kristján B. Heiðarsson (Nykur, Skurk)Jón Geir Jóhannsson (Skálmöld)nÞorvaldur Þór Þorvaldsson (Jónsi, Bloodgroup)
Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira