Ekki sett fjármagn í VIRK þrátt fyrir ákvæði í lögum Sveinn Arnarsson skrifar 12. september 2014 07:00 Ríkið hefur ekki greitt í sjóðinn á móti lífeyrissjóðum og aðilum vinnumarkaðarins eins og til stóð í upphafi. Fréttablaðið/GVA Íslenska ríkið lagði ekki til fjármagn í starfsendurhæfingarsjóðinn VIRK á árinu 2014, og ekki er gert ráð fyrir fjárframlagi til sjóðsins í fjárlögum ársins 2015, þrátt fyrir að sett væru lög árið 2012 um að ríkið ætti að setja þriðjung í starfsemi sjóðsins á móti framlagi frá lífeyrissjóðum og samtökum atvinnulífsins. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra hefur skipað starfshóp allra aðila til að endurskoða lögin með það að markmiði að allir leggi sitt af mörkum til starfsendurhæfingarmála. Hún telur starfið sem sjóðurinn innir af hendi afar gott og mikilvægt fyrir atvinnulífið. „Ég tel það mikilvægt að lögunum sé breytt þannig að það endurspegli betur hversu miklu við eyðum í þetta verkefni nákvæmlega. Það er mín afstaða að þær breytingar eigi að varða alla þá aðila sem koma að fjármögnun starfsendurhæfingarinnar.“ Framlag ríkisins til VIRK samkvæmt lögum átti að vera um 300 milljónir á árinu 2013, um 850 milljónir á árinu 2014 og ríflega milljarður á árinu 2015. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 segir að „í ljósi sterkrar sjóðsstöðu VIRK var gerð breyting árið 2013 þess efnis að ríkissjóður skyldi ekki greiða framlög til sjóðsins árin 2013 og 2014 og er einnig gert ráð fyrir því í frumvarpinu að ekki komi til framlags af hálfu ríkisins til atvinnutengdra starfsendurhæfingarsjóða á árinu 2015, meðal annars af sterkri stöðu VIRK.“ Iðgjöld til VIRK hafa verið hærri en útgjöld úr sjóðnum síðustu ár og býr sjóðurinn nú yfir varasjóði sem samsvarar 12 mánaða rekstri sjóðsins. Samkvæmt spá sjóðsins mun rekstrarkostnaður ársins 2014 fara yfir tvo milljarða og iðgjöld ekki standa undir útgjöldum. Því mun fara að ganga á varasjóðinn sem hefur myndast. Stjórn VIRK hefur í ljósi aðstæðna metið það nauðsynlegt að ávallt sé til staðar varasjóður sem nemi 6-12 mánaða veltu. Þetta hefur legið skýrt fyrir hjá stjórn VIRK. Sér í lagi þar sem fjárveitingar hafa ekki komið frá hinu opinbera.Hannes G. Sigurðsson„Ef ríkið tekur ekki þátt fellur forsenda um að allir eigi rétt á þjónustu“ Hannes G. Sigurðsson, formaður stjórnar VIRK, telur ákveðins misskilnings gæta hjá stjórnvöldum. Hann telur það hafa sýnt sig að sjóðssöfnun VIRK hafi verið bráðnauðsynleg þar sem ríkið hafi ekki komið að fjármögnun sjóðsins. „Hugmyndin að þrískiptingunni í fjármögnun sjóðsins er að allir hafi rétt til starfsendurhæfingar. Allir greiði þá eitthvert iðgjald til sjóðsins. Öryrkjar hafa verið að fara í gegnum dýr úrræði hjá sjóðnum til að mynda. Ef ríkið tekur ekki þátt í fjármögnun þessarar starfsemi þá fellur þessi forsenda og markmiðið að allir eigi rétt á þjónustu VIRK. Þetta er sjálfseignarstofnun og ef fram heldur sem horfir mun starfsemin þurfa að byggjast á því að þeir einir eigi rétt á þjónustunni sem standa að fjármögnun. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Íslenska ríkið lagði ekki til fjármagn í starfsendurhæfingarsjóðinn VIRK á árinu 2014, og ekki er gert ráð fyrir fjárframlagi til sjóðsins í fjárlögum ársins 2015, þrátt fyrir að sett væru lög árið 2012 um að ríkið ætti að setja þriðjung í starfsemi sjóðsins á móti framlagi frá lífeyrissjóðum og samtökum atvinnulífsins. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra hefur skipað starfshóp allra aðila til að endurskoða lögin með það að markmiði að allir leggi sitt af mörkum til starfsendurhæfingarmála. Hún telur starfið sem sjóðurinn innir af hendi afar gott og mikilvægt fyrir atvinnulífið. „Ég tel það mikilvægt að lögunum sé breytt þannig að það endurspegli betur hversu miklu við eyðum í þetta verkefni nákvæmlega. Það er mín afstaða að þær breytingar eigi að varða alla þá aðila sem koma að fjármögnun starfsendurhæfingarinnar.“ Framlag ríkisins til VIRK samkvæmt lögum átti að vera um 300 milljónir á árinu 2013, um 850 milljónir á árinu 2014 og ríflega milljarður á árinu 2015. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 segir að „í ljósi sterkrar sjóðsstöðu VIRK var gerð breyting árið 2013 þess efnis að ríkissjóður skyldi ekki greiða framlög til sjóðsins árin 2013 og 2014 og er einnig gert ráð fyrir því í frumvarpinu að ekki komi til framlags af hálfu ríkisins til atvinnutengdra starfsendurhæfingarsjóða á árinu 2015, meðal annars af sterkri stöðu VIRK.“ Iðgjöld til VIRK hafa verið hærri en útgjöld úr sjóðnum síðustu ár og býr sjóðurinn nú yfir varasjóði sem samsvarar 12 mánaða rekstri sjóðsins. Samkvæmt spá sjóðsins mun rekstrarkostnaður ársins 2014 fara yfir tvo milljarða og iðgjöld ekki standa undir útgjöldum. Því mun fara að ganga á varasjóðinn sem hefur myndast. Stjórn VIRK hefur í ljósi aðstæðna metið það nauðsynlegt að ávallt sé til staðar varasjóður sem nemi 6-12 mánaða veltu. Þetta hefur legið skýrt fyrir hjá stjórn VIRK. Sér í lagi þar sem fjárveitingar hafa ekki komið frá hinu opinbera.Hannes G. Sigurðsson„Ef ríkið tekur ekki þátt fellur forsenda um að allir eigi rétt á þjónustu“ Hannes G. Sigurðsson, formaður stjórnar VIRK, telur ákveðins misskilnings gæta hjá stjórnvöldum. Hann telur það hafa sýnt sig að sjóðssöfnun VIRK hafi verið bráðnauðsynleg þar sem ríkið hafi ekki komið að fjármögnun sjóðsins. „Hugmyndin að þrískiptingunni í fjármögnun sjóðsins er að allir hafi rétt til starfsendurhæfingar. Allir greiði þá eitthvert iðgjald til sjóðsins. Öryrkjar hafa verið að fara í gegnum dýr úrræði hjá sjóðnum til að mynda. Ef ríkið tekur ekki þátt í fjármögnun þessarar starfsemi þá fellur þessi forsenda og markmiðið að allir eigi rétt á þjónustu VIRK. Þetta er sjálfseignarstofnun og ef fram heldur sem horfir mun starfsemin þurfa að byggjast á því að þeir einir eigi rétt á þjónustunni sem standa að fjármögnun.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira