Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa Hanna Ruth Ólafsdóttir skrifar 13. september 2014 09:00 Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda, vill láta rífa húsið sem hann segir skapa slysahættu. Vísir/Stefán „Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. Húsið, sem Stefán segir ónýtt eftir að hitaveiturör sprakk í því fyrir fjórum árum, hefur staðið autt til margra ára og er eitt af þeim húsum sem eru á lista lögreglunnar og slökkviliðs Reykjavíkur yfir yfirgefin hús og dópgreni í borginni. Stefán furðar sig á því að á meðan slökkviliðið sé markvisst að vinna að fækkun þessara húsa, fáist ekki leyfi frá borginni til að rífa það niður. Að sögn Stefáns hefur fjölskyldan ítrekað óskað eftir leyfi til að fá að rífa húsið en án árangurs. Stefán segir misræmi vera í fyrirmælum slökkviliðs og lögreglu annars vegar og borgarinnar hins vegar. „Eftir lekann fór slökkviliðið fram á að við myndum byrgja alla glugga og loka húsinu. Nokkru síðar fengum við bréf frá borginni þar sem við vorum beðin um að mála húsið og laga gler í gluggum sem við gerðum. Nú vill slökkviliðið aftur láta byrgja gluggana og maður veit bara ekkert hverjum maður á að taka mark á.“ Stefán gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang og segir vanta kjark og þor til að taka á málinu. Á meðan sé húsið slysagildra. „Í fyrstu var ástæðan sú að húsið var talið friðað en Minjastofnun Íslands hefur nú staðfest að húsið sé ónýtt og aflétt friðuninni. Við ítrekuðum því beiðni okkar um niðurrif, en þrátt fyrir að þetta liggi fyrir virðist borgin ekki geta tekið þessa ákvörðun. Ábyrgðin er því algjörlega hennar. Þetta er stórhættulegt og bara tímaspursmál hvenær einhver slasar sig þarna.“ Björn Stefán Halldórsson, byggingarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að borgin vilji láta gera annað mat á húsinu áður en endanleg ákvörðun verður tekin um niðurrif þess. „Húsið hefur þótt vera fulltrúi þessarar gerðar húsa frá þessum tíma á þessum stað og hefur þótt gott hús til þessa. Við viljum fyrst og fremst vera viss um ástand hússins en ef það reynist vera ónýtt gæti reynst nauðsynlegt að rífa það. Við erum í rauninni að láta athuga hvað réttast sé að gera,“ segir byggingarfulltrúi. Tengdar fréttir Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút Formaður Umhverfis- og skipulagssviðs vill láta gera nýtt deiliskipulag í samvinnu við eigendur Veghúsastígs 1. Borgin mun fá hlutlausan aðila til að meta húsið. Húsið og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp. 18. september 2014 10:45 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
„Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. Húsið, sem Stefán segir ónýtt eftir að hitaveiturör sprakk í því fyrir fjórum árum, hefur staðið autt til margra ára og er eitt af þeim húsum sem eru á lista lögreglunnar og slökkviliðs Reykjavíkur yfir yfirgefin hús og dópgreni í borginni. Stefán furðar sig á því að á meðan slökkviliðið sé markvisst að vinna að fækkun þessara húsa, fáist ekki leyfi frá borginni til að rífa það niður. Að sögn Stefáns hefur fjölskyldan ítrekað óskað eftir leyfi til að fá að rífa húsið en án árangurs. Stefán segir misræmi vera í fyrirmælum slökkviliðs og lögreglu annars vegar og borgarinnar hins vegar. „Eftir lekann fór slökkviliðið fram á að við myndum byrgja alla glugga og loka húsinu. Nokkru síðar fengum við bréf frá borginni þar sem við vorum beðin um að mála húsið og laga gler í gluggum sem við gerðum. Nú vill slökkviliðið aftur láta byrgja gluggana og maður veit bara ekkert hverjum maður á að taka mark á.“ Stefán gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang og segir vanta kjark og þor til að taka á málinu. Á meðan sé húsið slysagildra. „Í fyrstu var ástæðan sú að húsið var talið friðað en Minjastofnun Íslands hefur nú staðfest að húsið sé ónýtt og aflétt friðuninni. Við ítrekuðum því beiðni okkar um niðurrif, en þrátt fyrir að þetta liggi fyrir virðist borgin ekki geta tekið þessa ákvörðun. Ábyrgðin er því algjörlega hennar. Þetta er stórhættulegt og bara tímaspursmál hvenær einhver slasar sig þarna.“ Björn Stefán Halldórsson, byggingarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að borgin vilji láta gera annað mat á húsinu áður en endanleg ákvörðun verður tekin um niðurrif þess. „Húsið hefur þótt vera fulltrúi þessarar gerðar húsa frá þessum tíma á þessum stað og hefur þótt gott hús til þessa. Við viljum fyrst og fremst vera viss um ástand hússins en ef það reynist vera ónýtt gæti reynst nauðsynlegt að rífa það. Við erum í rauninni að láta athuga hvað réttast sé að gera,“ segir byggingarfulltrúi.
Tengdar fréttir Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút Formaður Umhverfis- og skipulagssviðs vill láta gera nýtt deiliskipulag í samvinnu við eigendur Veghúsastígs 1. Borgin mun fá hlutlausan aðila til að meta húsið. Húsið og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp. 18. september 2014 10:45 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút Formaður Umhverfis- og skipulagssviðs vill láta gera nýtt deiliskipulag í samvinnu við eigendur Veghúsastígs 1. Borgin mun fá hlutlausan aðila til að meta húsið. Húsið og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp. 18. september 2014 10:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent