„Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara“ ingvar haraldsson skrifar 15. september 2014 06:00 „Mér þykir afar ósennilegt að nokkur dómari láti svona frá sér fara, ég held að það sé nánast útilokað,“ segir Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, um þau ummæli sem Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara, lét falla í helgarblaði Fréttablaðsins. Jón Óttar fullyrti að dómari hefði sagt „náið svo þessum andskotum,“ þegar Jón Óttar sótti heimild til hlerunar á meðan hann vann fyrir embætti sérstaks saksóknara. „Það er einfaldlega þannig að dómurum ber að leysa úr sínum málum á algerlega faglegum grundvelli eftir að sönnunargögn hafa verið færð fyrir þá. Þeir verða að horfa til allra þeirra þátta sem skipta máli við úrlausn málsins. Athugasemd sem þessi gengur algerlega gegn starfsskyldum dómara. Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara,“ segir Símon.Símon SigvaldasonBýst ekki við að dómstólaráð bregðist viðAðspurður hvort hann búist við því að dómstólaráð bregðist við ummælunum segir Símon: „Ef hann ber ákveðinn dómara þeim sökum að hafa viðhaft þessi ummæli verður hann að nafngreina dómarann og dómarinn verður þá að svara fyrir sig. Fyrr en málið er komið á það stig er ekkert sem við getum gert í málinu.“ Jón Óttar sagðist einnig hafa farið heim til dómara til að sækja heimild til hlerunar. Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur einnig verið sakaður um að afhenda úrskurð um hleranir á heimili sínu þegar hann gegndi starfi héraðsdómara. Símon býst ekki við að dómstólaráð grípi til sérstakra ráðstafana vegna þessa enda séu dómarar sjálfir ábyrgir fyrir sínum störfum. „Ég get ekki sagt að við séum að skoða hvað dómarar eru að gera frá degi til dags heima hjá sér. Það er náttúrulega þannig í störfum dómara að þeir semja ekki allar dómsniðurstöður á skrifstofunni í dómhúsinu, heldur geta þeir verið að semja dóma heima hjá sér,“ segir Símon.Ríkissaksóknari hyggst svara í dagJón Óttar segist nokkrum sinnum hafi orðið vitni að því að símtöl lögmanna og verjenda þeirra hafi verið hleruð og spiluð í hátalara á skrifstofu sérstaks saksóknara. Hann hafi sent Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara greinargerð árið 2012 þar sem þetta kom fram en ekkert hafi verið aðhafst í málinu. Sigríður Friðjónsdóttir hyggst svara ásökunum Jóns Óttars í dag. Tengdar fréttir Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00 Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
„Mér þykir afar ósennilegt að nokkur dómari láti svona frá sér fara, ég held að það sé nánast útilokað,“ segir Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, um þau ummæli sem Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara, lét falla í helgarblaði Fréttablaðsins. Jón Óttar fullyrti að dómari hefði sagt „náið svo þessum andskotum,“ þegar Jón Óttar sótti heimild til hlerunar á meðan hann vann fyrir embætti sérstaks saksóknara. „Það er einfaldlega þannig að dómurum ber að leysa úr sínum málum á algerlega faglegum grundvelli eftir að sönnunargögn hafa verið færð fyrir þá. Þeir verða að horfa til allra þeirra þátta sem skipta máli við úrlausn málsins. Athugasemd sem þessi gengur algerlega gegn starfsskyldum dómara. Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara,“ segir Símon.Símon SigvaldasonBýst ekki við að dómstólaráð bregðist viðAðspurður hvort hann búist við því að dómstólaráð bregðist við ummælunum segir Símon: „Ef hann ber ákveðinn dómara þeim sökum að hafa viðhaft þessi ummæli verður hann að nafngreina dómarann og dómarinn verður þá að svara fyrir sig. Fyrr en málið er komið á það stig er ekkert sem við getum gert í málinu.“ Jón Óttar sagðist einnig hafa farið heim til dómara til að sækja heimild til hlerunar. Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur einnig verið sakaður um að afhenda úrskurð um hleranir á heimili sínu þegar hann gegndi starfi héraðsdómara. Símon býst ekki við að dómstólaráð grípi til sérstakra ráðstafana vegna þessa enda séu dómarar sjálfir ábyrgir fyrir sínum störfum. „Ég get ekki sagt að við séum að skoða hvað dómarar eru að gera frá degi til dags heima hjá sér. Það er náttúrulega þannig í störfum dómara að þeir semja ekki allar dómsniðurstöður á skrifstofunni í dómhúsinu, heldur geta þeir verið að semja dóma heima hjá sér,“ segir Símon.Ríkissaksóknari hyggst svara í dagJón Óttar segist nokkrum sinnum hafi orðið vitni að því að símtöl lögmanna og verjenda þeirra hafi verið hleruð og spiluð í hátalara á skrifstofu sérstaks saksóknara. Hann hafi sent Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara greinargerð árið 2012 þar sem þetta kom fram en ekkert hafi verið aðhafst í málinu. Sigríður Friðjónsdóttir hyggst svara ásökunum Jóns Óttars í dag.
Tengdar fréttir Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00 Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00
Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02