„Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara“ ingvar haraldsson skrifar 15. september 2014 06:00 „Mér þykir afar ósennilegt að nokkur dómari láti svona frá sér fara, ég held að það sé nánast útilokað,“ segir Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, um þau ummæli sem Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara, lét falla í helgarblaði Fréttablaðsins. Jón Óttar fullyrti að dómari hefði sagt „náið svo þessum andskotum,“ þegar Jón Óttar sótti heimild til hlerunar á meðan hann vann fyrir embætti sérstaks saksóknara. „Það er einfaldlega þannig að dómurum ber að leysa úr sínum málum á algerlega faglegum grundvelli eftir að sönnunargögn hafa verið færð fyrir þá. Þeir verða að horfa til allra þeirra þátta sem skipta máli við úrlausn málsins. Athugasemd sem þessi gengur algerlega gegn starfsskyldum dómara. Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara,“ segir Símon.Símon SigvaldasonBýst ekki við að dómstólaráð bregðist viðAðspurður hvort hann búist við því að dómstólaráð bregðist við ummælunum segir Símon: „Ef hann ber ákveðinn dómara þeim sökum að hafa viðhaft þessi ummæli verður hann að nafngreina dómarann og dómarinn verður þá að svara fyrir sig. Fyrr en málið er komið á það stig er ekkert sem við getum gert í málinu.“ Jón Óttar sagðist einnig hafa farið heim til dómara til að sækja heimild til hlerunar. Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur einnig verið sakaður um að afhenda úrskurð um hleranir á heimili sínu þegar hann gegndi starfi héraðsdómara. Símon býst ekki við að dómstólaráð grípi til sérstakra ráðstafana vegna þessa enda séu dómarar sjálfir ábyrgir fyrir sínum störfum. „Ég get ekki sagt að við séum að skoða hvað dómarar eru að gera frá degi til dags heima hjá sér. Það er náttúrulega þannig í störfum dómara að þeir semja ekki allar dómsniðurstöður á skrifstofunni í dómhúsinu, heldur geta þeir verið að semja dóma heima hjá sér,“ segir Símon.Ríkissaksóknari hyggst svara í dagJón Óttar segist nokkrum sinnum hafi orðið vitni að því að símtöl lögmanna og verjenda þeirra hafi verið hleruð og spiluð í hátalara á skrifstofu sérstaks saksóknara. Hann hafi sent Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara greinargerð árið 2012 þar sem þetta kom fram en ekkert hafi verið aðhafst í málinu. Sigríður Friðjónsdóttir hyggst svara ásökunum Jóns Óttars í dag. Tengdar fréttir Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00 Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
„Mér þykir afar ósennilegt að nokkur dómari láti svona frá sér fara, ég held að það sé nánast útilokað,“ segir Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, um þau ummæli sem Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara, lét falla í helgarblaði Fréttablaðsins. Jón Óttar fullyrti að dómari hefði sagt „náið svo þessum andskotum,“ þegar Jón Óttar sótti heimild til hlerunar á meðan hann vann fyrir embætti sérstaks saksóknara. „Það er einfaldlega þannig að dómurum ber að leysa úr sínum málum á algerlega faglegum grundvelli eftir að sönnunargögn hafa verið færð fyrir þá. Þeir verða að horfa til allra þeirra þátta sem skipta máli við úrlausn málsins. Athugasemd sem þessi gengur algerlega gegn starfsskyldum dómara. Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara,“ segir Símon.Símon SigvaldasonBýst ekki við að dómstólaráð bregðist viðAðspurður hvort hann búist við því að dómstólaráð bregðist við ummælunum segir Símon: „Ef hann ber ákveðinn dómara þeim sökum að hafa viðhaft þessi ummæli verður hann að nafngreina dómarann og dómarinn verður þá að svara fyrir sig. Fyrr en málið er komið á það stig er ekkert sem við getum gert í málinu.“ Jón Óttar sagðist einnig hafa farið heim til dómara til að sækja heimild til hlerunar. Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur einnig verið sakaður um að afhenda úrskurð um hleranir á heimili sínu þegar hann gegndi starfi héraðsdómara. Símon býst ekki við að dómstólaráð grípi til sérstakra ráðstafana vegna þessa enda séu dómarar sjálfir ábyrgir fyrir sínum störfum. „Ég get ekki sagt að við séum að skoða hvað dómarar eru að gera frá degi til dags heima hjá sér. Það er náttúrulega þannig í störfum dómara að þeir semja ekki allar dómsniðurstöður á skrifstofunni í dómhúsinu, heldur geta þeir verið að semja dóma heima hjá sér,“ segir Símon.Ríkissaksóknari hyggst svara í dagJón Óttar segist nokkrum sinnum hafi orðið vitni að því að símtöl lögmanna og verjenda þeirra hafi verið hleruð og spiluð í hátalara á skrifstofu sérstaks saksóknara. Hann hafi sent Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara greinargerð árið 2012 þar sem þetta kom fram en ekkert hafi verið aðhafst í málinu. Sigríður Friðjónsdóttir hyggst svara ásökunum Jóns Óttars í dag.
Tengdar fréttir Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00 Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00
Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02