Lokar ákveðnum kafla Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. september 2014 09:00 Ólafur Arnalds ætlar að dvelja á Íslandi um stund. Vísir/Valli „Tónleikaferðlagið er tæknilega séð búið en við vildum taka einn lokasprett. Það verður gaman að taka þetta prógramm hér á landi, fyrir mömmu og pabba og svona,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds en hann ætlar að ljúka tónleikaferðalagi sínu um heiminn í Hörpu á fimmtudag. Hann hefur nú komið fram á yfir 130 tónleikum um heim allan. „Þetta er búið að vera stanslaust núna í eitt og hálft ár og ég ætla að hætta þessu í bili. Við höfum verið að þróa tónleikaprógrammið allt ferðalagið þannig að það verður gaman flytja prógrammið fullmótað hérna heima,“ segir Ólafur. Hann sendi frá sér plötuna For Now I Am Winter árið 2013 og var að fylgja henni eftir en platan hefur selst í yfir fimmtíu þúsund eintökum á heimsvísu, sem þykir mjög gott miðað við að þetta er ekki popptónlist. „Við eigum bara eftir að heimsækja Afríku og Suður-Ameríku en ég er þó að fara til Suður-Ameríku á næsta ári. Ég ætla lítið að túra á næsta ári.“ Með honum á sviðinu er að jafnaði strengjakvartett, Bergur Þórisson leikur á synþa og aðra hljóðgervla. Þá hefur söngvarinn Arnór Dan Arnarson komið fram á stærri giggum og á tónlistarhátíðum. „Ljósahönnuðurinn minn, Stuart Bailes kemur sérstaklega til landsins til að búa til gott sjó.“ Ólafur er þó með mörg járn í eldinum og vinnur nú við að smíða tónlist við aðra seríu sjónvarpsþáttanna Broadchurch, en hann vann einmitt BAFTA-verðlaun bresku kvikmyndaakademíunnar fyrr á þessu ári fyrir tónlistina í fyrstu seríu þáttanna. „Þetta er flókið ferli, mikil skipulagsvinna og maður er í miklum samskiptum við pródúsera og aðra aðila í tengslum við þættina. Annars sest maður bara niður og semur melódíur, maður þarf að tjúna sig í ákveðið andrúmsloft og finna grunn sem allir eru sammála um,“ segir Ólafur spurður út í ferlið. Hann vinnur tónlistina í sérhæfðu forriti þar sem hann hefur myndina á skjánum og getur því unnið í takt við myndina. „Þetta þarf allt að passa upp á sekúndubrot og getur verið erfitt,“ bætir Ólafur við. Ólafur hóf ferilinn sem trommuleikari í ýmsum þungarokkshljómsveitum en fékk svo sérlega mikinn áhuga á klassískri tónlist og kvikmyndatónlist upp úr aldamótum og langar að halda áfram á þeirri braut. „Það hefur verið nóg að gera í þessum geira og ég vil endilega halda áfram í kvikmyndaheiminum, en ég vil þó ekki eingöngur vera í því, ég vil líka semja efni fyrir sjálfan mig.“ Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasalnum í Hörpu á fimmtudagskvöld og hefjast klukkan 20.30.Á BAFTA-verðlaununum.Vísir/GettyFerðalagið mikla Ólafur Arnalds hefur komið fram á um 130 tónleikum um heim allan undanfarið ár. Fyrstu tónleikar tónleikaferðalagsins voru í London 11. mars 2013 í Barbican Hall með bresku sinfóníunni. Nú um það bil einu og hálfi ári síðar hefur Óli komið fram í helstu borgum Evrópu, Bandaríkjanna, Asíu og Ástralíu. Hann hefur gefið út þrjár breiðskífurEulogy for Evolution árið 2007…And They Have Escaped the Weight of Darkness árið 2010For Now I Am Winter árið 2013 en platan hefur selst í yfir 50.000 eintökum um heim allan. Ólafur hefur verið afkastamikill síðustu ár og ekki síst á sviði kvikmyndatónlistar. Tónlist eftir hann hefur hljómað í kvikmyndum eins og The Hunger Games og Looper og sjónvarpsþáttum eins og So You Think You Can Dance og Broadchurch en Ólafur vann til hinna virtu BAFTA-verðlauna fyrir þá síðarnefndu. Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Tónleikaferðlagið er tæknilega séð búið en við vildum taka einn lokasprett. Það verður gaman að taka þetta prógramm hér á landi, fyrir mömmu og pabba og svona,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds en hann ætlar að ljúka tónleikaferðalagi sínu um heiminn í Hörpu á fimmtudag. Hann hefur nú komið fram á yfir 130 tónleikum um heim allan. „Þetta er búið að vera stanslaust núna í eitt og hálft ár og ég ætla að hætta þessu í bili. Við höfum verið að þróa tónleikaprógrammið allt ferðalagið þannig að það verður gaman flytja prógrammið fullmótað hérna heima,“ segir Ólafur. Hann sendi frá sér plötuna For Now I Am Winter árið 2013 og var að fylgja henni eftir en platan hefur selst í yfir fimmtíu þúsund eintökum á heimsvísu, sem þykir mjög gott miðað við að þetta er ekki popptónlist. „Við eigum bara eftir að heimsækja Afríku og Suður-Ameríku en ég er þó að fara til Suður-Ameríku á næsta ári. Ég ætla lítið að túra á næsta ári.“ Með honum á sviðinu er að jafnaði strengjakvartett, Bergur Þórisson leikur á synþa og aðra hljóðgervla. Þá hefur söngvarinn Arnór Dan Arnarson komið fram á stærri giggum og á tónlistarhátíðum. „Ljósahönnuðurinn minn, Stuart Bailes kemur sérstaklega til landsins til að búa til gott sjó.“ Ólafur er þó með mörg járn í eldinum og vinnur nú við að smíða tónlist við aðra seríu sjónvarpsþáttanna Broadchurch, en hann vann einmitt BAFTA-verðlaun bresku kvikmyndaakademíunnar fyrr á þessu ári fyrir tónlistina í fyrstu seríu þáttanna. „Þetta er flókið ferli, mikil skipulagsvinna og maður er í miklum samskiptum við pródúsera og aðra aðila í tengslum við þættina. Annars sest maður bara niður og semur melódíur, maður þarf að tjúna sig í ákveðið andrúmsloft og finna grunn sem allir eru sammála um,“ segir Ólafur spurður út í ferlið. Hann vinnur tónlistina í sérhæfðu forriti þar sem hann hefur myndina á skjánum og getur því unnið í takt við myndina. „Þetta þarf allt að passa upp á sekúndubrot og getur verið erfitt,“ bætir Ólafur við. Ólafur hóf ferilinn sem trommuleikari í ýmsum þungarokkshljómsveitum en fékk svo sérlega mikinn áhuga á klassískri tónlist og kvikmyndatónlist upp úr aldamótum og langar að halda áfram á þeirri braut. „Það hefur verið nóg að gera í þessum geira og ég vil endilega halda áfram í kvikmyndaheiminum, en ég vil þó ekki eingöngur vera í því, ég vil líka semja efni fyrir sjálfan mig.“ Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasalnum í Hörpu á fimmtudagskvöld og hefjast klukkan 20.30.Á BAFTA-verðlaununum.Vísir/GettyFerðalagið mikla Ólafur Arnalds hefur komið fram á um 130 tónleikum um heim allan undanfarið ár. Fyrstu tónleikar tónleikaferðalagsins voru í London 11. mars 2013 í Barbican Hall með bresku sinfóníunni. Nú um það bil einu og hálfi ári síðar hefur Óli komið fram í helstu borgum Evrópu, Bandaríkjanna, Asíu og Ástralíu. Hann hefur gefið út þrjár breiðskífurEulogy for Evolution árið 2007…And They Have Escaped the Weight of Darkness árið 2010For Now I Am Winter árið 2013 en platan hefur selst í yfir 50.000 eintökum um heim allan. Ólafur hefur verið afkastamikill síðustu ár og ekki síst á sviði kvikmyndatónlistar. Tónlist eftir hann hefur hljómað í kvikmyndum eins og The Hunger Games og Looper og sjónvarpsþáttum eins og So You Think You Can Dance og Broadchurch en Ólafur vann til hinna virtu BAFTA-verðlauna fyrir þá síðarnefndu.
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira