
Angist mánaðamótanna
Áður var auðvelt að ná í mat úr gámum en útsjónarsemi verslunareigenda í að verja þá fer vaxandi. Við erum líka að tala um að eiga hvergi höfði sínu að að halla. Loks erum við að tala um að sama hvað maður gargar hátt í eymdinni, þá heyrir það enginn.
Ég þekki þessa angist á eigin skinni og ég er líka nýsest í velferðarráð Reykjavíkurborgar. Þar er gott og vinnusamt fólk sem hamast við að forgangsraða til þeirra sem minnst mega sín og þurfa mest á aðstoð að halda. Fantaduglegar manneskjur sem vinna saman þvert á flokka. Nokkrar grýlur hrista hausinn og setja okkur steininn fyrir dyrnar, fjárskortur, kerfi sem silast áfram af gömlum og innbyggðum vana og enginn skilur til hlítar, úrtöluraddir þeirra sem fjandskapast við meirihlutann – fleiri gamlar lummur. Þegar lítið er til skiptanna þarf að bregða hnífnum, ömurlegt en óhjákvæmilegt.
En samhliða þessu og því að endurbæta kerfið í sífellu þarf líka að gera tvennt. 1) Hafa öfluga neyðaraðstoð sem kemur í veg fyrir að fólk þurfi að bíða vikum saman eftir mat, húsaskjóli eða aðstoð við að komast á klósettið 2) Hugsa hlutina upp á nýtt, sem þjóð. Hvað gerum við til að hjálpa hvert öðru? Hvernig ölum við upp börnin okkar? Hvernig siðferði innrætum við þeim? Hvaða afstöðu til vinnu? Læra þau mikilvægi þess að gefa til samfélagsins? Hvernig sýnum við þunglyndum að þeir eru ekki einir í tilverunni? Skiptum við okkur af þegar einhver er einmana, á ekki fyrir mat, kemst ekki upp tröppurnar, skilur ekki íslensku?
Eigum öll að axla ábyrgð
Við erum upp til hópa gott fólk. Okkar hlutverk, ekki bara í velferðarráði heldur alls staðar í samfélaginu, er vissulega neyðaraðstoð en líka að reyna að hlúa að góðmennskunni, einfalda hlutina, gera þá gagnsærri og varast að falla í afskiptaleysisdjúp þess sem hefur það þokkalega gott og þarf ekki sjálfur á hjálp að halda. Það mun breytast einhvern daginn.
Besta leiðin til að auka velferð í landinu okkar er að tala saman, kynna sér mál og skipta sér af. Stjórnmálamenn þurfa virkt aðhald, embættismenn líka. Ein leiðin er Betri Reykjavík. Þar vantar tillögur frá Reykvíkingum í velferðarmálum. Súpervinsælu tillögurnar fara fyrir borgina svo það er til mikils að vinna. Önnur leið er að láta alltaf vita þegar staðan er slæm. Nýr sviðsstjóri velferðarsviðs, Stefán Eiríksson, hefur orðið óþyrmilega var við angist og eymd í sínum fyrrverandi störfum hjá lögreglunni. Talið við Stefán, aðra hjá velferðarsviði eða okkur í velferðarráði, þið finnið nöfnin okkar með því að gúgla velferðarráð og velferðarsvið Reykjavíkur.
Við eigum öll að axla ábyrgð eftir því sem við erum burðug til. Það er ekki í lagi að eitt barn sé útundan, ein kona þoli hungur, einn unglingspiltur fremji sjálfsmorð, ein fjölskylda eigi ekki fyrir tómstundum fyrir börnin, einn karl sé atvinnulaus og einmana, eitt par hafi ekki þak yfir höfuðið, einn aldraður fái aldrei axlanudd, einn fatlaður upplifi stöðugt að ekki er hlustað á hann. Það er bara ekki í lagi. Og við eigum að gera kröfur til okkar sjálfra og gagnrýna okkur sjálf, hvort sem við erum almenningur, þjónustunotendur, pólitíkusar, embættismenn. Stundum erum við hrædd við að tala við þá sem eru öðruvísi en við, ekki síst ef þeir eru þurfandi. Við lifum það af. Við getum látið okkur hvert annað varða, hvert með sínu nefi. Hvernig hljómar það?
Skoðun

Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með?
Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar

Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist!
Katarzyna Kubiś skrifar

Menntun fyrir öll – nema okkur
Haukur Guðmundsson skrifar

Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika
Davíð Bergmann skrifar

Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Að sækja gullið (okkar)
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Til hamingju blaðamenn!
Hjálmar Jónsson skrifar

Stormur í Þjóðleikhúsinu
Bubbi Morthens skrifar

Börn í skugga stríðs
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar

Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra?
Ævar Harðarson skrifar

Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar?
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi
Jón Páll Haraldsson skrifar

Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið
Sandra B. Franks skrifar

Auðbeldi SFS
Örn Bárður Jónsson skrifar

Skjárinn og börnin
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

„Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“
Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar

Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast?
Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar

Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Opið hús fyrir útvalda
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Af hverju hræðist fólk kynjafræði?
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið
Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar

Hópnauðganir/svartheimar!
Davíð Bergmann skrifar

Valdið og samvinnuhugsjónin
Kjartan Helgi Ólafsson skrifar

NPA breytti lífinu mínu
Sveinbjörn Eggertsson skrifar

Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni?
Alfa Jóhannsdóttir skrifar

Gildi kærleika og mannúðar
Toshiki Toma skrifar

Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar?
Jón Skafti Gestsson skrifar

Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru
Árni Stefán Árnason skrifar

Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum...
Ole Anton Bieltvedt skrifar