Tónlist

Syngur stoltur með vini sínum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Páll Óskar á í nógu að snúast í kvöld.
Páll Óskar á í nógu að snúast í kvöld. Mynd/einkasafn
„Ég lít svo mikið upp til hans og vona að guð og gæfan leyfi það að ég geti enn verið að troða upp á níræðisaldri,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson, en hann er meðal þeirra gestasöngvara sem koma fram á afmælistónleikum Ragnars Bjarnasonar í Hörpu í kvöld.

Palli og Raggi hafa sungið saman í fjölda ára og hefur í gegnum árin myndast mikil og góð vinátta þeirra á milli. „Við Raggi sungum fyrst saman árið 2001 með Milljónamæringunum og erum enn að syngja saman í dag. Þegar ég fylgdist með honum á sviðinu með Millunum hugsaði ég, mig langar að verða svona þegar ég verð stór. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hversu mikil goðsögn maðurinn er,“ segir Páll.

Ásamt því að koma fram á tvennum afmælistónleikum í Hörpu kemur Palli einnig fram á Spot síðar um kvöldið. „Ég hleyp frá Hörpu yfir á Spot en tek reyndar eitt brúðkaup á milli. Mér reiknast svo til að ef það verður uppselt á alla þessa viðburði þá er ég að fara að troða upp fyrir sirka 4.500 manns í kvöld,“ bætir Palli við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.