Vælubíll í vitlausu stæði Guðmundur Andri Thorsson skrifar 22. september 2014 07:00 Margir hafa átt um sárt að binda af völdum Hrunsins. Fólk missti vinnu, hús, sparifé, missti tilveru sína. Og ekki eru öll kurl komin til grafar með þau áhrif sem Hrunið hafði í raun og veru á Íslendinga og sjálfsmynd þeirra. Sögurnar eru óteljandi. Fólk stígur fram á opinberan vettvang og segir farir sínar ekki sléttar, deilir því með okkur þegar það hefur verið órétti beitt og leitast við að virkja vandlætingu okkar og samlíðan sem afl til þess að ná rétti sínum eða að minnsta kosti fá stuðning í sínum raunum. Öflugt almenningsálit er mikilvæg auðlind sem margir reyna að snúa sér í vil. Og sífellt bætast við nýjar sögur – stundum úr óvæntum áttum. Þrír karlmenn hafa nú nýlega komið fram og harmað hlutinn sinn opinberlega, sagt frá því ranglæti sem þeir telja sig hafa orðið fyrir og reynt að fá okkur til að fyllast hneykslun með sér. Hér er þó ekki um að ræða menn sem eiga um sárt að binda vegna óspilunarsemi bankanna og útrásarvíkinganna. Þetta eru fyrrum lögreglumaður, sem kemur nú á ný fram með tveggja ára gömul klögumál sín um sérstakan saksóknara; húseigandi í miðbænum sem fær ekki að rífa gömul hús sem hann hefur komist yfir og svo nú síðast maður sem ekki á þess kost lengur að reka einkaskóla sem virðist hafa verið afar arðbær.Píslarvottar Lögreglumaðurinn seldi þrotabúi Milestone aðgang að því sem hann hafði komist á snoðir um sem starfsmaður sérstaks saksóknara og stefndi þar með í voða dómsmáli á hendur fyrrum eigendum þess fyrirtækis. Sérstakur saksóknari kærði manninn en hafði ekki erindi sem erfiði. Síðan hefur þessi lögreglumaður gert allt sem í hans valdi hefur staðið til að draga úr trúverðugleika saksóknara – við mikinn fögnuð þeirra sem til rannsóknar hafa verið hjá sérstökum saksóknara fyrir fjármálaumsvif sín í aðdraganda Hrunsins. Nú kann eitthvað að vera rétt í frásögn lögreglumannsins þó að ríkissaksóknari hafi á sínum tíma ekki séð ástæðu til að gera neitt sérstaklega með ásakanir hans – og vissulega á sérhver maður rétt á réttlátri og sanngjarnri málsferðferð. Þetta breytir samt engu um gjörðir þeirra sem til rannsóknar eru, og hin eiginlegu mál eiga að snúast um. Og mikilvægt er að dómstólar leiði þau mál til lykta, með sýknun eða sakfellingu, fyrir samfélagið sem varð fyrir búsifjum en ekki síður þá menn sem þurft hafa að bíða árum saman eftir því að þessi mál komi til dóms, og hver manneskja getur séð að er þungbær bið. Um svipað leyti „steig fram“ og sagði sögu sína húseigandi sem á fallegt hús á Vegamótastíg, sem margir vildu áreiðanlega eiga þess kost að fá að gera upp og koma í íbúðarhæft ástand til að eiga þar fallega tilveru í sátt við umhverfi sitt. Í viðtali í Fréttablaðinu útmálaði þessi maður það átakanlega hversu þungbært væri fyrir sig að þurfa að eiga þetta hús, sem hann fái ekki að rífa þrátt fyrir að hafa um árabil gert sitt besta til þess að láta það grotna niður, og sprakk meðal annars vatnslögn í því með tilheyrandi skemmdum. Þetta mál er hluti af þeirri grenjavæðingu miðbæjarins sem er einn ömurlegasti fylgifiskur bóluáranna, þegar aðvífandi umsvifamenn keyptu á uppsprengdu verði gömul og indæl hús á eftirsóttum stöðum í miðbæ Reykjavíkur beinlínis í því skyni að fá að rífa þau – burtséð frá verndargildi þeirra eða sögu – svo að reisa mætti ný hús í staðinn með fullri nýtingu fermetranna. Þetta er dæmi um þá ónáttúru sem getur gripið vænsta fólk þegar gróðavonin er annars vegar: okkur er flestum eiginlegt, séum við svo lánsöm að eignast húseign, að reyna að prýða hana sem best, laga, dytta að, mála, skreyta og hlusta á það sem gamla húsið hefur að segja okkur, enda þurfum við að læra að hlusta á gömul hús eins og Þórbergur kenndi okkur, því að þar ómar niður aldanna. Sé um það samfélagsleg sátt að tilteknar húseignir eigi að fá að standa, sögu sinnar vegna eða útlits, er það ekki í verkahring einstaklinga – jafnvel þótt stöndugir séu – að breyta þeim ákvörðunum.Viðkvæmar persónuupplýsingar? Síðasta dæmið er af manni sem kom á fót einkaskóla sem starfar ekki lengur, en hefur kært Katrínu Jakobsdóttur fyrir að tilteknar upplýsingar um fjárhag og rekstur skólans skuli hafa komið fyrir almennings sjónir. Í augum þessa manns er það augljóslega sambærilegt við lekamálið alræmda þegar upplýsingum og vangaveltum um rekkjunauta og faðernismál fólks var komið á framfæri við fjölmiðla til að réttlæta það að erlendum smælingja skyldi vísað úr landi. Þær upplýsingar sem skólastjóranum finnast jafngilda slúðri um viðkvæmustu einkamál vegalausra manna eru meðal annars þær, að því er fram kemur á Facebook-síðu Jóns Trausta Reynissonar fyrrum aðstoðarritstjóra DV, að ríkisendurskoðun hafi gert athugasemdir við rekstur skólans, meðal annars vegna þess að skólastjórinn hafði tekið yfir 80 milljónir í arð og skuldaði ríkinu 192 milljónir króna vegna ofgreiddra styrkja frá árunum 2003 til 2009 að mati ríkisendurskoðunar. Hann hafði líka lánað 55% af eigin fé skólans til „tengdra aðila“. Þetta eru ekki viðkvæmar trúnaðarupplýsingar heldur snúast þær um meðferð opinberra fjármuna, og eiga svo sannarlega erindi við allan almenning. Það er sjálfsagt að sýna fólki hluttekningu þegar það á við mótlæti að stríða. En lög og reglur verða samt fá að að hafa sinn gang. Og ranglætið blasir kannski ekki beinlínis við venjulegum blaðalesendum í þessum málum, og kann jafnvel að orka á suma eins og þegar gljáandi fallegum bíl er lagt í stæði fyrir fatlaða af fullfrískum einstaklingum. Slíkur bíll er af krökkunum kallaður „vælubíllinn“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa átt um sárt að binda af völdum Hrunsins. Fólk missti vinnu, hús, sparifé, missti tilveru sína. Og ekki eru öll kurl komin til grafar með þau áhrif sem Hrunið hafði í raun og veru á Íslendinga og sjálfsmynd þeirra. Sögurnar eru óteljandi. Fólk stígur fram á opinberan vettvang og segir farir sínar ekki sléttar, deilir því með okkur þegar það hefur verið órétti beitt og leitast við að virkja vandlætingu okkar og samlíðan sem afl til þess að ná rétti sínum eða að minnsta kosti fá stuðning í sínum raunum. Öflugt almenningsálit er mikilvæg auðlind sem margir reyna að snúa sér í vil. Og sífellt bætast við nýjar sögur – stundum úr óvæntum áttum. Þrír karlmenn hafa nú nýlega komið fram og harmað hlutinn sinn opinberlega, sagt frá því ranglæti sem þeir telja sig hafa orðið fyrir og reynt að fá okkur til að fyllast hneykslun með sér. Hér er þó ekki um að ræða menn sem eiga um sárt að binda vegna óspilunarsemi bankanna og útrásarvíkinganna. Þetta eru fyrrum lögreglumaður, sem kemur nú á ný fram með tveggja ára gömul klögumál sín um sérstakan saksóknara; húseigandi í miðbænum sem fær ekki að rífa gömul hús sem hann hefur komist yfir og svo nú síðast maður sem ekki á þess kost lengur að reka einkaskóla sem virðist hafa verið afar arðbær.Píslarvottar Lögreglumaðurinn seldi þrotabúi Milestone aðgang að því sem hann hafði komist á snoðir um sem starfsmaður sérstaks saksóknara og stefndi þar með í voða dómsmáli á hendur fyrrum eigendum þess fyrirtækis. Sérstakur saksóknari kærði manninn en hafði ekki erindi sem erfiði. Síðan hefur þessi lögreglumaður gert allt sem í hans valdi hefur staðið til að draga úr trúverðugleika saksóknara – við mikinn fögnuð þeirra sem til rannsóknar hafa verið hjá sérstökum saksóknara fyrir fjármálaumsvif sín í aðdraganda Hrunsins. Nú kann eitthvað að vera rétt í frásögn lögreglumannsins þó að ríkissaksóknari hafi á sínum tíma ekki séð ástæðu til að gera neitt sérstaklega með ásakanir hans – og vissulega á sérhver maður rétt á réttlátri og sanngjarnri málsferðferð. Þetta breytir samt engu um gjörðir þeirra sem til rannsóknar eru, og hin eiginlegu mál eiga að snúast um. Og mikilvægt er að dómstólar leiði þau mál til lykta, með sýknun eða sakfellingu, fyrir samfélagið sem varð fyrir búsifjum en ekki síður þá menn sem þurft hafa að bíða árum saman eftir því að þessi mál komi til dóms, og hver manneskja getur séð að er þungbær bið. Um svipað leyti „steig fram“ og sagði sögu sína húseigandi sem á fallegt hús á Vegamótastíg, sem margir vildu áreiðanlega eiga þess kost að fá að gera upp og koma í íbúðarhæft ástand til að eiga þar fallega tilveru í sátt við umhverfi sitt. Í viðtali í Fréttablaðinu útmálaði þessi maður það átakanlega hversu þungbært væri fyrir sig að þurfa að eiga þetta hús, sem hann fái ekki að rífa þrátt fyrir að hafa um árabil gert sitt besta til þess að láta það grotna niður, og sprakk meðal annars vatnslögn í því með tilheyrandi skemmdum. Þetta mál er hluti af þeirri grenjavæðingu miðbæjarins sem er einn ömurlegasti fylgifiskur bóluáranna, þegar aðvífandi umsvifamenn keyptu á uppsprengdu verði gömul og indæl hús á eftirsóttum stöðum í miðbæ Reykjavíkur beinlínis í því skyni að fá að rífa þau – burtséð frá verndargildi þeirra eða sögu – svo að reisa mætti ný hús í staðinn með fullri nýtingu fermetranna. Þetta er dæmi um þá ónáttúru sem getur gripið vænsta fólk þegar gróðavonin er annars vegar: okkur er flestum eiginlegt, séum við svo lánsöm að eignast húseign, að reyna að prýða hana sem best, laga, dytta að, mála, skreyta og hlusta á það sem gamla húsið hefur að segja okkur, enda þurfum við að læra að hlusta á gömul hús eins og Þórbergur kenndi okkur, því að þar ómar niður aldanna. Sé um það samfélagsleg sátt að tilteknar húseignir eigi að fá að standa, sögu sinnar vegna eða útlits, er það ekki í verkahring einstaklinga – jafnvel þótt stöndugir séu – að breyta þeim ákvörðunum.Viðkvæmar persónuupplýsingar? Síðasta dæmið er af manni sem kom á fót einkaskóla sem starfar ekki lengur, en hefur kært Katrínu Jakobsdóttur fyrir að tilteknar upplýsingar um fjárhag og rekstur skólans skuli hafa komið fyrir almennings sjónir. Í augum þessa manns er það augljóslega sambærilegt við lekamálið alræmda þegar upplýsingum og vangaveltum um rekkjunauta og faðernismál fólks var komið á framfæri við fjölmiðla til að réttlæta það að erlendum smælingja skyldi vísað úr landi. Þær upplýsingar sem skólastjóranum finnast jafngilda slúðri um viðkvæmustu einkamál vegalausra manna eru meðal annars þær, að því er fram kemur á Facebook-síðu Jóns Trausta Reynissonar fyrrum aðstoðarritstjóra DV, að ríkisendurskoðun hafi gert athugasemdir við rekstur skólans, meðal annars vegna þess að skólastjórinn hafði tekið yfir 80 milljónir í arð og skuldaði ríkinu 192 milljónir króna vegna ofgreiddra styrkja frá árunum 2003 til 2009 að mati ríkisendurskoðunar. Hann hafði líka lánað 55% af eigin fé skólans til „tengdra aðila“. Þetta eru ekki viðkvæmar trúnaðarupplýsingar heldur snúast þær um meðferð opinberra fjármuna, og eiga svo sannarlega erindi við allan almenning. Það er sjálfsagt að sýna fólki hluttekningu þegar það á við mótlæti að stríða. En lög og reglur verða samt fá að að hafa sinn gang. Og ranglætið blasir kannski ekki beinlínis við venjulegum blaðalesendum í þessum málum, og kann jafnvel að orka á suma eins og þegar gljáandi fallegum bíl er lagt í stæði fyrir fatlaða af fullfrískum einstaklingum. Slíkur bíll er af krökkunum kallaður „vælubíllinn“.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun