Frelsi til að taka eigur annarra Ágúst Guðmundsson skrifar 22. september 2014 07:00 Ég brást skjótt við þegar ég varð þess var á öndverðum sólmánuði, að kvikmynd mín, Ófeigur gengur aftur, væri komin á YouTube. Ég sendi fyrirtækinu kvörtun í tölvupósti, sagði skýrt og skorinort að réttur eigandi myndarinnar væri mótfallinn þessari birtingu. Þessu var vel tekið, og 2. júlí fékk ég tilkynningu um að myndin hefði verið fjarlægð af vefnum. Ekki hafði ég hugsað mér að gera meira í málinu, þar til ég fékk, í ágúst að áliðnum slætti, annað bréf frá YouTube. Þar sagði að sá sem upphaflega hefði sett myndina á vefinn skildi bara ekki af hverju hún væri þar ekki áfram, hún hlyti að hafa verið tekin þaðan fyrir einhvern misskilning. Í næstu málsgrein var mér uppálagt að fara í mál við manninn, væntanlega til að fá úr því skorið hvor okkar ætti réttinn á myndinni! Ég á því ekki annarra kosta völ en að lögsækja einhvern ungan mann í Njarðvíkunum, sem ég þekki ekkert til. Enn síður veit ég hvað veldur þessum mikla áhuga hans á að sýna á opinberum vettvangi kvikmynd sem hann á ekkert í. Ég veit bara að hann varði ekki tveimur árum ævi sinnar í að gera þessa kvikmynd, hann veðsetti ekki húsið sitt fyrir tíu milljónir hennar vegna og hann tók hvorki við lofi né lasti þegar myndin náði loksins upp á silfurtjaldið. Svona stendur þetta með YouTube. Í onálag hefur myndin verið sett á ólöglegar vefsíður þar sem henni hefur verið dreift af mikilli rausn ókeypis. Það byrjaði strax vikuna eftir að hún kom út á geisladiskum (DVD). Á sama tíma var hægt að leigja myndina hjá bæði Skjánum og Vodafone fyrir nokkra hundraðkalla, en samt sáu nokkur þúsund manns sér hag í að hlaða henni niður ólöglega. Nú eru við völd stjórnmálaöfl sem almennt gera eignarréttinum hátt undir höfði. Á því er þessi eina undantekning: það má stela kvikmyndum og tónlist. Er nú ekki kominn tími til að gera eitthvað í þessu? Öll viljum við frelsi til sem flestra hluta, en hingað til höfum við ekki samþykkt frelsi til lögbrota. Fjölmargir listamenn hafa kvartað undan stuldi á höfundarverkum sínum, og má þar nefna Ladda og Baltasar Kormák, að ónefndum fjölda tónlistarmanna. Samtök listamanna þurfa að stíga fram til að verja réttindi síns fólks á þessu sviði. Veitufyrirtækin geta með einföldum hætti komið í veg fyrir þessar gripdeildir. Það má hins vegar ekki heyra á það minnst að sú kvöð sé lögð þeim á herðar. Í staðinn koma athugasemdir um tjáningarfrelsi eða netfrelsi eða alls konar frelsi. Í mínum eyrum hljómar það eins og ákall um frelsi til að taka frá mér það sem ég á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Ég brást skjótt við þegar ég varð þess var á öndverðum sólmánuði, að kvikmynd mín, Ófeigur gengur aftur, væri komin á YouTube. Ég sendi fyrirtækinu kvörtun í tölvupósti, sagði skýrt og skorinort að réttur eigandi myndarinnar væri mótfallinn þessari birtingu. Þessu var vel tekið, og 2. júlí fékk ég tilkynningu um að myndin hefði verið fjarlægð af vefnum. Ekki hafði ég hugsað mér að gera meira í málinu, þar til ég fékk, í ágúst að áliðnum slætti, annað bréf frá YouTube. Þar sagði að sá sem upphaflega hefði sett myndina á vefinn skildi bara ekki af hverju hún væri þar ekki áfram, hún hlyti að hafa verið tekin þaðan fyrir einhvern misskilning. Í næstu málsgrein var mér uppálagt að fara í mál við manninn, væntanlega til að fá úr því skorið hvor okkar ætti réttinn á myndinni! Ég á því ekki annarra kosta völ en að lögsækja einhvern ungan mann í Njarðvíkunum, sem ég þekki ekkert til. Enn síður veit ég hvað veldur þessum mikla áhuga hans á að sýna á opinberum vettvangi kvikmynd sem hann á ekkert í. Ég veit bara að hann varði ekki tveimur árum ævi sinnar í að gera þessa kvikmynd, hann veðsetti ekki húsið sitt fyrir tíu milljónir hennar vegna og hann tók hvorki við lofi né lasti þegar myndin náði loksins upp á silfurtjaldið. Svona stendur þetta með YouTube. Í onálag hefur myndin verið sett á ólöglegar vefsíður þar sem henni hefur verið dreift af mikilli rausn ókeypis. Það byrjaði strax vikuna eftir að hún kom út á geisladiskum (DVD). Á sama tíma var hægt að leigja myndina hjá bæði Skjánum og Vodafone fyrir nokkra hundraðkalla, en samt sáu nokkur þúsund manns sér hag í að hlaða henni niður ólöglega. Nú eru við völd stjórnmálaöfl sem almennt gera eignarréttinum hátt undir höfði. Á því er þessi eina undantekning: það má stela kvikmyndum og tónlist. Er nú ekki kominn tími til að gera eitthvað í þessu? Öll viljum við frelsi til sem flestra hluta, en hingað til höfum við ekki samþykkt frelsi til lögbrota. Fjölmargir listamenn hafa kvartað undan stuldi á höfundarverkum sínum, og má þar nefna Ladda og Baltasar Kormák, að ónefndum fjölda tónlistarmanna. Samtök listamanna þurfa að stíga fram til að verja réttindi síns fólks á þessu sviði. Veitufyrirtækin geta með einföldum hætti komið í veg fyrir þessar gripdeildir. Það má hins vegar ekki heyra á það minnst að sú kvöð sé lögð þeim á herðar. Í staðinn koma athugasemdir um tjáningarfrelsi eða netfrelsi eða alls konar frelsi. Í mínum eyrum hljómar það eins og ákall um frelsi til að taka frá mér það sem ég á.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar