„Ólafsson er frábær leikari með gífurlega mikla nærveru á hvíta tjaldinu“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2014 09:30 Ólafur Darri leikur á móti Liam Neeson í myndinni. „Ólafur Darri Ólafsson er uppáhaldsleikarinn minn í myndinni,“ skrifar Jane Boursaw á síðunni Reel Life With Jane um frammistöðu Ólafs Darra í myndinni A Walk Among the Tombstones. „Hamingjan góða, hann er góður. Hann þarf að fá sína eigin sjónvarpsseríu strax,“ bætir Jane við. Jane er ekki eini kvikmyndagagnrýnandinn sem hefur fallið fyrir frammistöðu Ólafs Darra í myndinni. Mark McCarver hjá Los Angeles Post-Examiner er einnig hæstánægður með íslenska leikarann. „Ólafur Darri Ólafsson er einfaldlega heillandi í mikilvægu aukahlutverki,“ skrifar hann. Ólafur leikur James Loogan, umsjónarmann kirkjugarðs, og segir Linda Cook hjá Quad-City Times að hann sé sem skapaður fyrir hlutverkið. „Ólafsson er frábær leikari með gífurlega mikla nærveru á hvíta tjaldinu.“ Ólafur Darri er hæstánægður með viðtökurnar og segist ekki hræðast að festast í hlutverki skrítna og óhugnanlega náungans. „Það eru til endalausar leiðir til að leika vonda kallinn eða bestu vinkonuna og svo framvegis. Lykillinn er að láta ekki eigin skoðanir og kannski fordóma um persónuna sem maður leikur hafa áhrif á frammistöðuna,“ segir hann. Hann er nú í Pittsburgh í Bandaríkjunum að leika í myndinni The Last Witch Hunter. „Þegar þeim tökum lýkur fer ég heim til Íslands til að vera við tökur á íslensku sjónvarpsseríunni Ófærð. Þær standa yfir fram í mars og þá býst ég við að koma aftur hingað út þar sem heilmargt er í pípunum.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ólafur Darri Ólafsson er uppáhaldsleikarinn minn í myndinni,“ skrifar Jane Boursaw á síðunni Reel Life With Jane um frammistöðu Ólafs Darra í myndinni A Walk Among the Tombstones. „Hamingjan góða, hann er góður. Hann þarf að fá sína eigin sjónvarpsseríu strax,“ bætir Jane við. Jane er ekki eini kvikmyndagagnrýnandinn sem hefur fallið fyrir frammistöðu Ólafs Darra í myndinni. Mark McCarver hjá Los Angeles Post-Examiner er einnig hæstánægður með íslenska leikarann. „Ólafur Darri Ólafsson er einfaldlega heillandi í mikilvægu aukahlutverki,“ skrifar hann. Ólafur leikur James Loogan, umsjónarmann kirkjugarðs, og segir Linda Cook hjá Quad-City Times að hann sé sem skapaður fyrir hlutverkið. „Ólafsson er frábær leikari með gífurlega mikla nærveru á hvíta tjaldinu.“ Ólafur Darri er hæstánægður með viðtökurnar og segist ekki hræðast að festast í hlutverki skrítna og óhugnanlega náungans. „Það eru til endalausar leiðir til að leika vonda kallinn eða bestu vinkonuna og svo framvegis. Lykillinn er að láta ekki eigin skoðanir og kannski fordóma um persónuna sem maður leikur hafa áhrif á frammistöðuna,“ segir hann. Hann er nú í Pittsburgh í Bandaríkjunum að leika í myndinni The Last Witch Hunter. „Þegar þeim tökum lýkur fer ég heim til Íslands til að vera við tökur á íslensku sjónvarpsseríunni Ófærð. Þær standa yfir fram í mars og þá býst ég við að koma aftur hingað út þar sem heilmargt er í pípunum.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira