200 læknanemar og sérnámslæknar snúa að óbreyttu ekki heim Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 27. september 2014 09:00 Hátt í 200 sérnámslæknar sem eru í námi erlendis og læknanemar á Íslandi ætla ekki að ráða sig til starfa hér á landi næsta sumar nema samið verði við lækna. Vísir/Getty Læknar hafa verið samningslausir í átta mánuði og nú er þolinmæði þeirra á þrotum. Hátt í 200 læknanemar og sérnámslæknar í útlöndum segjast ekki ætla að starfa á Íslandi næsta sumar verði ekki skrifað undir nýjan kjarasamning við þá á næstunni. Þeir segja að fáar stéttir háskólamenntaðra manna séu með jafn léleg laun og þeir. Grunnlaun kandídats að loknu sex ára námi eru nú 343 þúsund krónur á mánuði. „Það eru margir sem halda að almennir læknar séu hálaunafólk en svo er ekki. Þeir almennu læknar sem starfa á vöktum fá vaktaálag og það hækkar launin talsvert en það eru ekkert allir sem vilja vinna á vöktum eða geta unnið á vöktum. Þess vegna förum við fram á verulega hækkun grunnlauna,“ segir Ragnhildur Hauksdóttir, formaður Félags læknanema. Hún segir að aðstæður sem aðstoðarlæknar búi við séu ekki sérlega góðar. „Vinnuálag og sú ábyrgð sem þeir bera er mikil,“ segir Ragnhildur. „Aðstæðurnar eru ekkert sérlega góðar eins og á Landspítalanum. Það er þó búið að bæta margt á einu ári eins og á lyflækningasviðinu þar sem ástandið var afleitt. Það er þó margt sem má bæta á spítalanum en það verður ekki ekki gert á einni nóttu,“ segir hún og bætir við að það séu launin fyrst og fremst sem læknakandídatar séu óánægðir með.Arna Reynisdóttir42 verðandi læknakandídatar á lokaári hafa tilkynnt að þeir ætli ekki að sækja um eða ráða sig í stöðu aðstoðarlæknis eða aðra sambærilega stöðu á Íslandi frá og með 1. júní 2015 hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Auk þeirra hafa læknanemar sem eru komnir jafn langt í námi í Ungverjalandi, Slóvakíu og á Norðurlöndunum og víðar lýst því sama yfir. Þessa dagana er verið að safna undirskriftum frá nemum á fjórða og fimmta ári um að þeir komi að óbreyttu ekki til starfa næsta sumar í heilbrigðiskerfinu. Til þessa hafa fjórða og fimmta árs læknanemar fengið tímabundið læknaleyfi til að starfa á sumrin. Arna Reynisdóttir er formaður Félags læknanema í Ungverjalandi. Hún segir að þótt flesta læknanema dreymi um að koma heim sjái fæstir það sem raunhæfan kost. „Margir fara heim til Íslands og taka kandídatsnámið þar, í því felst gífurleg reynsla. En fólk hefur ekki hug á að starfa á Íslandi til lengri tíma,“ segir Arna.Ragnhildur HauksdóttirHún segir að læknanemar séu óánægðir með þau launakjör sem bjóðast. „Sú staðreynd að læknastéttin á Íslandi er lægst launaða háskólastéttin er alls ekki uppörvandi. Sorglegast þykir okkur þó að bág kjör og niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er vandamál sem hefur viðgengist í fjöldamörg ár og ekkert virðist ætla að breytast. Okkur er ekki gefin nein von um að ástandið muni fara batnandi,“ segir Arna. Sérnámslæknar erlendis eru sömuleiðis afar óánægðir með kjör sín. Um eitt hundrað þeirra hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að snúa aftur til Íslands úr sérnámi eða séu að íhuga að skipta um starfsvettvang ef ekki verður gerð meiriháttar leiðrétting á kjörum strax. Í yfirlýsingu til heilbrigðisráðherra minna þeir á að uppsagnarfrestur hjá almennum læknum sé einn mánuður og því sé mikilvægt að bregðast hratt við. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Læknar hafa verið samningslausir í átta mánuði og nú er þolinmæði þeirra á þrotum. Hátt í 200 læknanemar og sérnámslæknar í útlöndum segjast ekki ætla að starfa á Íslandi næsta sumar verði ekki skrifað undir nýjan kjarasamning við þá á næstunni. Þeir segja að fáar stéttir háskólamenntaðra manna séu með jafn léleg laun og þeir. Grunnlaun kandídats að loknu sex ára námi eru nú 343 þúsund krónur á mánuði. „Það eru margir sem halda að almennir læknar séu hálaunafólk en svo er ekki. Þeir almennu læknar sem starfa á vöktum fá vaktaálag og það hækkar launin talsvert en það eru ekkert allir sem vilja vinna á vöktum eða geta unnið á vöktum. Þess vegna förum við fram á verulega hækkun grunnlauna,“ segir Ragnhildur Hauksdóttir, formaður Félags læknanema. Hún segir að aðstæður sem aðstoðarlæknar búi við séu ekki sérlega góðar. „Vinnuálag og sú ábyrgð sem þeir bera er mikil,“ segir Ragnhildur. „Aðstæðurnar eru ekkert sérlega góðar eins og á Landspítalanum. Það er þó búið að bæta margt á einu ári eins og á lyflækningasviðinu þar sem ástandið var afleitt. Það er þó margt sem má bæta á spítalanum en það verður ekki ekki gert á einni nóttu,“ segir hún og bætir við að það séu launin fyrst og fremst sem læknakandídatar séu óánægðir með.Arna Reynisdóttir42 verðandi læknakandídatar á lokaári hafa tilkynnt að þeir ætli ekki að sækja um eða ráða sig í stöðu aðstoðarlæknis eða aðra sambærilega stöðu á Íslandi frá og með 1. júní 2015 hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Auk þeirra hafa læknanemar sem eru komnir jafn langt í námi í Ungverjalandi, Slóvakíu og á Norðurlöndunum og víðar lýst því sama yfir. Þessa dagana er verið að safna undirskriftum frá nemum á fjórða og fimmta ári um að þeir komi að óbreyttu ekki til starfa næsta sumar í heilbrigðiskerfinu. Til þessa hafa fjórða og fimmta árs læknanemar fengið tímabundið læknaleyfi til að starfa á sumrin. Arna Reynisdóttir er formaður Félags læknanema í Ungverjalandi. Hún segir að þótt flesta læknanema dreymi um að koma heim sjái fæstir það sem raunhæfan kost. „Margir fara heim til Íslands og taka kandídatsnámið þar, í því felst gífurleg reynsla. En fólk hefur ekki hug á að starfa á Íslandi til lengri tíma,“ segir Arna.Ragnhildur HauksdóttirHún segir að læknanemar séu óánægðir með þau launakjör sem bjóðast. „Sú staðreynd að læknastéttin á Íslandi er lægst launaða háskólastéttin er alls ekki uppörvandi. Sorglegast þykir okkur þó að bág kjör og niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er vandamál sem hefur viðgengist í fjöldamörg ár og ekkert virðist ætla að breytast. Okkur er ekki gefin nein von um að ástandið muni fara batnandi,“ segir Arna. Sérnámslæknar erlendis eru sömuleiðis afar óánægðir með kjör sín. Um eitt hundrað þeirra hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að snúa aftur til Íslands úr sérnámi eða séu að íhuga að skipta um starfsvettvang ef ekki verður gerð meiriháttar leiðrétting á kjörum strax. Í yfirlýsingu til heilbrigðisráðherra minna þeir á að uppsagnarfrestur hjá almennum læknum sé einn mánuður og því sé mikilvægt að bregðast hratt við.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira