Ferðamönnunum brugðið og fengu áfallahjálp Hanna Ruth Ólafsdóttir skrifar 27. september 2014 09:00 Mikill viðbúnaður Mikill viðbúnaður var á vettvangi en meðal þeirra sem komu að var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, björgunarsveitir á svæðinu auk Landhelgisgæslu.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Konan sem slasaðist við Þríhnúkagíga í gær er höfuðkúpubrotin og er haldið sofandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á Landspítalanum. Konan, sem er leiðsögumaður á fimmtugsaldri, féll sjö metra ofan í sprungu við gönguleið á milli Þríhnjúka og Bláfjalla ásamt Bandaríkjamanni á sjötugsaldri sem var staddur þar með hópi ferðamanna. Maðurinn hlaut einnig áverka á höfði en er þó ekki talinn vera alvarlega slasaður. Honum var þó haldið undir eftirliti á sjúkrahúsi í nótt. Maðurinn var í hópnum ásamt bandarískri konu sinni. Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri 3H Travel sem sá um leiðsögn hópsins, segir að unnið sé að því að skoða verkferla og athuga hvort bæta þurfi öryggi á staðnum. Enn er óljóst um tildrög slyssins. „Þegar svona gerist er að sjálfsögðu farið yfir alla okkar verkferla. Þarna virðist bara eiga sér stað hörmulegt slys og erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvað gerist, Það virðist sem leiðsögumaðurinn frá okkur hafi staðið við sprunguna og verið að segja hópnum frá einhverju á meðan hópurinn var að ganga yfir brúna. Hún hafi runnið til í bleytu og misst fótanna. Af hverju maðurinn dettur er óljóst en vitni töldu að um tvö aðskilin atvik hefði verið að ræða. Það er erfitt að segja á þessari stundu þar sem hann var ekki að fullu áttaður eftir slysið og hún meðvitundarlaus. Það er verið að skoða þetta og ræða við fólkið sem var á staðnum,“ segir Björn. Að sögn Björns voru aðstæður á svæðinu góðar þegar slysið átti sér stað. „Það er búið að rigna mikið en stígurinn er malarborinn. Aðstæður voru að öðru leyti góðar, ágætis veður, gott skyggni og allt slíkt. Að sjálfsögðu munum við skoða hvað gæti mögulega verið gert betur, en hingað til hafa aðstæður þarna verið taldar mjög góðar og mun betri en á mörgum öðrum stöðum sem ferðamenn sækja.“ Hinum ferðamönnunum í hópnum var talsvert brugðið eftir atvikið og fengu áfallahjálp. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, virðist ekki sem öryggi á svæðinu sé ábótavant en lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins. Aðgerðir á slysstað voru umfangsmiklar en hátt í 40 manns frá björgunarsveitum, Landhelgisgæslu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglu tóku þátt í þeim. Auk þess flutti þyrla frá Norðurflugi björgunarfólk og búnað á staðinn. Tengdar fréttir Haldið sofandi á gjörgæslu eftir slys í Bláfjöllum Íslensk leiðsögukona hlaut alvarlegan höfuðáverka þegar hún og bandarískur ferðamaður féllu niður um sprungu í Bláfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. 26. september 2014 20:24 Slysið við Þríhnúkagíg: Konan sem slasaðist er leiðsögumaður Framkvæmdastjóri 3H Travel segir það óljóst hvernig sjö metra fall konunnar bar að. 26. september 2014 14:26 Féllu í sprungu við Þríhnúkagíg 26. september 2014 12:08 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Konan sem slasaðist við Þríhnúkagíga í gær er höfuðkúpubrotin og er haldið sofandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á Landspítalanum. Konan, sem er leiðsögumaður á fimmtugsaldri, féll sjö metra ofan í sprungu við gönguleið á milli Þríhnjúka og Bláfjalla ásamt Bandaríkjamanni á sjötugsaldri sem var staddur þar með hópi ferðamanna. Maðurinn hlaut einnig áverka á höfði en er þó ekki talinn vera alvarlega slasaður. Honum var þó haldið undir eftirliti á sjúkrahúsi í nótt. Maðurinn var í hópnum ásamt bandarískri konu sinni. Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri 3H Travel sem sá um leiðsögn hópsins, segir að unnið sé að því að skoða verkferla og athuga hvort bæta þurfi öryggi á staðnum. Enn er óljóst um tildrög slyssins. „Þegar svona gerist er að sjálfsögðu farið yfir alla okkar verkferla. Þarna virðist bara eiga sér stað hörmulegt slys og erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvað gerist, Það virðist sem leiðsögumaðurinn frá okkur hafi staðið við sprunguna og verið að segja hópnum frá einhverju á meðan hópurinn var að ganga yfir brúna. Hún hafi runnið til í bleytu og misst fótanna. Af hverju maðurinn dettur er óljóst en vitni töldu að um tvö aðskilin atvik hefði verið að ræða. Það er erfitt að segja á þessari stundu þar sem hann var ekki að fullu áttaður eftir slysið og hún meðvitundarlaus. Það er verið að skoða þetta og ræða við fólkið sem var á staðnum,“ segir Björn. Að sögn Björns voru aðstæður á svæðinu góðar þegar slysið átti sér stað. „Það er búið að rigna mikið en stígurinn er malarborinn. Aðstæður voru að öðru leyti góðar, ágætis veður, gott skyggni og allt slíkt. Að sjálfsögðu munum við skoða hvað gæti mögulega verið gert betur, en hingað til hafa aðstæður þarna verið taldar mjög góðar og mun betri en á mörgum öðrum stöðum sem ferðamenn sækja.“ Hinum ferðamönnunum í hópnum var talsvert brugðið eftir atvikið og fengu áfallahjálp. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, virðist ekki sem öryggi á svæðinu sé ábótavant en lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins. Aðgerðir á slysstað voru umfangsmiklar en hátt í 40 manns frá björgunarsveitum, Landhelgisgæslu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglu tóku þátt í þeim. Auk þess flutti þyrla frá Norðurflugi björgunarfólk og búnað á staðinn.
Tengdar fréttir Haldið sofandi á gjörgæslu eftir slys í Bláfjöllum Íslensk leiðsögukona hlaut alvarlegan höfuðáverka þegar hún og bandarískur ferðamaður féllu niður um sprungu í Bláfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. 26. september 2014 20:24 Slysið við Þríhnúkagíg: Konan sem slasaðist er leiðsögumaður Framkvæmdastjóri 3H Travel segir það óljóst hvernig sjö metra fall konunnar bar að. 26. september 2014 14:26 Féllu í sprungu við Þríhnúkagíg 26. september 2014 12:08 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Haldið sofandi á gjörgæslu eftir slys í Bláfjöllum Íslensk leiðsögukona hlaut alvarlegan höfuðáverka þegar hún og bandarískur ferðamaður féllu niður um sprungu í Bláfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. 26. september 2014 20:24
Slysið við Þríhnúkagíg: Konan sem slasaðist er leiðsögumaður Framkvæmdastjóri 3H Travel segir það óljóst hvernig sjö metra fall konunnar bar að. 26. september 2014 14:26