Vildi vera á beinu brautinni Viktoría Hermannsdóttir skrifar 27. september 2014 00:01 Ásta, amma Ástríðar, og Helena, móðir hennar, segja sögu Ástríðar til þess að vekja athygli á því úrræðaleysi sem blasir við fíklum og aðstandendum þeirra. Fréttablaðið/Ernir Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja hér frá baráttu Ástríðar, glímunni við kerfið og það úrræðaleysi sem blasir við fíklinum sjálfum og aðstandendum þeirra. Eldri karlmenn nýti sér neyð þessara kvenna og ekki bara menn sem tengjast undirheimunum, líkt og var í tilfelli Ástríðar, þegar hún féll heima hjá einum slíkum manni. Síðustu dagar hafa verið erfiðir hjá ástvinum Ástríðar Ránar. Alls konar tilfinningar hafa farið í gegnum huga þeirra líkt og líklega flestra sem missa nána ástvini. Brostnar vonir og þrár um að Ástríður myndi ná sér aftur á strik, komast á beinu brautina og verða móðir sonar síns á ný. „Ég er hrygg og sorgmædd. Ef ég hefði ekki farið í þá miklu vinnu sem ég hef verið í undanfarið ár þá væri ég full af sjálfsásökun í dag, en ég er það ekki. Mér finnst leiðinlegt að það hafi ekki verið nein almennileg úrræði,“ segir Helena Rós Sigmarsdóttir, móðir Ástríðar. Fjölskyldan hefur gengið í gegnum ýmislegt undanfarin ár í baráttu Ástríðar við fíknina. Móðir hennar, Helena Rós, og amma, Ástríður Grímsdóttir, hér kölluð Ásta, sitja á heimili Helenu og fjölskyldu hennar og rifja upp síðustu ár í lífi Ástríðar. Baráttan hefur verið löng og ströng og endaði með því að Ástríður stytti sér aldur á meðferðarstofnuninni Vogi fyrir tveimur vikum. Þó að stutt sé liðið frá því að Ástríður féll frá þá vilja móðir hennar og amma segja sögu hennar til að vekja athygli á því úrræðaleysi sem blasir við ungum fíklum og hættunum sem leynast í þeim heimi sem þeir lifa í. Ástríður var aðeins 22 ára gömul þegar hún lést. Breyttist á einni nóttu Ástríður var ósköp venjulegt barn sem ólst upp hjá móður sinni, fósturföður og bræðrum í Hafnafirði. Hún æfði fótbolta og var duglegur námsmaður. Það breyttist skyndilega þegar hún var á fjórtánda ári, ný stelpa sem var í slæmum félagsskap kom í bekkinn hennar. „Á einni nóttu breyttist hún úr venjulegri stelpu sem var nýbúin að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni í að vera bara eins og hún væri andsetin. Við stóðum uppi úrræðalaus,“ segir móðir hennar. Ástríður hafði prófað rítalín hjá vini skólasysturinnar og það varð ekki aftur snúið. Hún kynntist eldra fólki í neyslu og var heilluð af undirheimunum. Við tók erfiður tími, fjölskyldan horfði á eftir dóttur sinni inn í heim sem þau þekktu ekki og höfðu engin tök á að ná henni til baka. Ástríður hvarf oft og erfitt var að eiga við hana. Foreldrarnir vildu koma henni út úr því umhverfi sem hún var í og úr varð að hún var send á meðferðarheimilið Árbót í Aðaldal. Þar gekk henni vel en þegar hún kom í leyfi í bæinn lét hún sig hverfa. „Okkar markmið fyrst og fremst með því að kippa henni út úr samfélaginu var að hún myndi ekki skaða sig með fíkniefnaneyslu, myndi ekki steikja á sér heilann strax á unglingsárum þannig að það yrði óbætanlegt. Og það vildum við gera með öllum ráðum, hvort sem henni líkaði það betur eða verr,“ segir Helena. Reyndi að byggja líf sitt upp Ástríður var á Árbót þar til hún var 15 ára. Þá kom hún í bæinn, var í nokkrar vikur hjá fósturfjölskyldu úti á landi en entist ekki lengi þar og kom í bæinn. Næstu árin tóku við nokkrar meðferðir og föll inn á milli. Þó hélt Ástríður sig að mestu á beinu brautinni frá því hún var 17-19 ára. Á því tímabili eignaðist hún son sinn, vann mikið og reyndi að byggja líf sitt upp. „Hún gerði allt 120 prósent. Hún var til dæmis harðdugleg í vinnu, var búin að vinna sig fljótt upp í vaktstjórn og hún ætlaði sér stóra hluti inn á milli,“ segir móðir hennar. „Við vorum búin að gera allt sem við gátum til að aðstoða hana við að stofna heimili, það leit allt vel út og við héldum að þessum kafla í lífi hennar væri bara lokið og hún væri komin á beinu brautina.“ Það reyndist því miður ekki vera raunin, fíknin sótti hart að henni. Leiðir hennar og barnsföður hennar skildi og þegar sonur hennar var um ársgamall fór að halla undan fæti á ný. Sumarið og haustið á eftir var hún í neyslu og endaði í meðferð í byrjun nóvember. Hún ákvað að vera í meðferðinni fram yfir jól og áramót og kom úr meðferðinni 1. janúar. Hér er Ástríður með syni sínum. Þegar hún var edrú var hún syni sínum góð móðir og vildi standa sig í móðurhlutverkinu. Eldri menn sem sækja í stelpur í neyslu „Þarna var hún á þeim stað að hún ætlaði að standa sig. Hún ætlaði að vera edrú og hafði heilmikil áform um það. Hún byrjaði í skóla því hún ætlaði sér alltaf að verða eitthvað stórt. Þegar hún var lítil sagðist hún alltaf ætla að verða forseti en þegar hún var orðin eldri talaði hún oft um að hún vildi verða lögfræðingur,“ segir Helena en bæði hún og Ásta, amma Ástríðar, eru lögfræðingar. „Síðan koma svona menn eins og þessi og setja allt úr skorðum,“ segir amma hennar og bendir á blað með útprentuðu samtali Ástríðar og þjóðþekkts manns á miðjum aldri. Maðurinn setti sig í samband við Ástríði á Facebook og byrjaði að tala við hana. „Það er vitað mál að það eru oft eldri menn sem eru með þessar stelpur sem hálfgerðar ambáttir en þetta sýnir að það eru ekki bara menn sem sjálfir eru í neyslu. Þarna er bara maður í fínni stöðu, miklu eldri sem fór að sýna henni áhuga,“ segir amma hennar. Féll heima hjá manninum „Þarna var hún búin að standa sig í einn og hálfan mánuð þegar þessi maður byrjar að pota í hana. Hún sagði mér strax af þessu og hló að því að þessi „gamli maður“ væri að tala við hana,“ segir amma Ástríðar. Þegar hún frétti af samskiptum mannsins við barnabarn sitt talaði hún við hann. „Ég sagði honum að láta barnið vera,“ segir hún alvarleg. Þá vissu þær ekki hvað samskiptin voru mikil. Á samskiptum þeirra á síðunni má sjá að þau ná yfir ellefu daga áður en hún fer að hitta hann. „Maður sér að hún er fyrst alltaf með undanbrögð af hverju hún komist ekki; hún segist vera að fara í skólann, á fund eða samkomu, þurfi að hvíla sig, sé með barnið sitt. Í nánast öllum þessum samskiptum á hann upptökin að samtalinu. Þegar ég les þetta yfir aftur þá þá spyr maður sig: Af hverju hættir ekki helvítis maðurinn? Af hverju djöflast hann áfram. Þessi fjöldi skilaboða sýnir hvað ásetningurinn er mikill, hann er að eiga við tvítuga stúlku, fimmtugur maðurinn,“ segir amma hennar. „Síðan eftir nokkurra daga þrýsting frá honum lætur hún undan. Hún fer til hans og fellur heima hjá honum. Eftir þessa heimsókn fór allt niður á við hjá henni,“ segir amma hennar. Þær taka þó fram að þær séu ekki að kenna manninum um hvernig fór fyrir Ástríði á endanum. Þær vilja samt vekja athygli á því að þetta séu ekki alltaf menn sem sjálfir eru tengdir fíkniefnaheiminum sem séu að misnota sér neyð þessara stúlkna. Þær segja að mikilvægt sé fyrir foreldra sem eiga dætur í neyslu að skoða hverjir séu að setja sig í samband við stúlkurnar á samskiptasíðum. Í þessu tilfelli hafi verið um einbeittan ásetning að ræða þar sem maðurinn hafi áunnið sér traust hennar og lokkað svo heim til sín, gefið henni áfengi og haft aðeins eitt í huga. „Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma hennar. Samskiptin virðast hafa fjarað út eftir hittinginn. Þau spjalla aðeins lítillega saman í nokkra daga á eftir en svo virðist maðurinn hafa misst áhugann á að tala við hana. Ástríður háði erfiða baráttu við vímuefnafíkn frá 14 ára aldri.Kom eiginlega aldrei til baka eftir þetta fall Eftir að Ástríður féll í þetta skiptið breyttist margt hjá henni. „Eftir þetta fall kom hún eiginlega aldrei til baka,“ segir mamma hennar. Fljótlega var hún komin í mikla neyslu og vafasaman félagsskap. Hún fór í nokkrar meðferðir í kjölfarið. Sambandið við fjölskylduna var takmarkað en þó alltaf eitthvað inn á milli. „Við vissum alltaf af henni og hún vissi að ef hún var að reyna að gera eitthvað í sínum málum þá var hún velkomin og við til staðar,“ segir móðir hennar. „Eftir þetta fundum við líka þá breytingu á henni að jafnvel þegar hún var nýkomin úr meðferð þá var hún ör og hefði þurft eitthvert utanumhald í framhaldi sem var ekki til staðar,“ segir amma hennar.Úrræðaleysið algjört Á þessum tíma bjó hún á ýmsum stöðum, leigði herbergi hjá vinkonu, vann inn á milli en fjölskyldan vissi lítið í hvaða ásigkomulagi hún var. Sonur hennar var hjá föður sínum og hitti hún hann sjaldan enda jókst neyslan mikið og hún var farin að sprauta sig. Inn á milli vildi hún komast á beinu brautina en það strandaði oft á úrræðum. „Í eitt skipti hringir hún í mig miður sín og segist vera að kveðja,“ segir amma hennar en það var ekki í fyrsta skipti sem hún kvaddi fjölskylduna. Ásta hringdi í vinkonu Ástríðar sem sagðist halda að hún væri á þeim stað að hún væri tilbúin til þess að fá hjálp. Í framhaldinu náði hún í hana og keyrði upp á bráðamóttöku geðdeildar. „Þegar ég kom var hún samt í nokkuð góðu jafnvægi, ég vissi ekki fyrr en síðar að í millitíðinni, frá því að ég talaði við hana og þangað til ég sótti hana, þá hafði hún sprautað sig,“ segir Ásta. Þegar upp á geðdeild var komið var ekki laust pláss og þær beðnar að koma í hádeginu daginn eftir sem og þær gerðu. Þá var Ástríður í miklum fráhvörfum en engu að síður send aftur út þar sem ekki var laust pláss. „Hún réð ekkert við sig, gat ekki stjórnað hreyfingum né því hvað hún sagði eða gerði,“ segir Ásta sem segist þá hafa sagt við lækninn að hann vissi að nú færi hún bara út og myndi fá sér skammt. Læknirinn sagðist vita það en það væri ekkert annað hægt að gera, það væri ekki laust pláss. „Þannig að eins erfitt og það var, þá skutlaði ég henni vestur í bæ þar sem hún var búin að tryggja sér skammt og skildi hana eftir þar. Það var sárt en ég gerði það samt. Þarna var hún í þannig ástandi að hún hefði verið til í að gera eitthvað í sínum málum hefði hún komist inn, en hún var send aftur út á götu og fór aftur í sama far,“ segir amma hennar. Þetta var því miður ekki eina dæmið þar sem þau komu að lokuðum dyrum þegar hún var tilbúin til þess að fá hjálp. Dæmin eru fjölmörg og segja þær úrræðaleysið vera algjört. „Það skiptir svo miklu að ná á þessum tíma þegar fíkillinn er á þessum stað, nokkrum dögum seinna þegar pláss losnar þá er bara búið að redda sér meira og löngunin farin,“ segja móðir hennar. Stjórnlaus neysla Síðustu mánuðir hjá Ástríði voru stjórnlausir í neyslu. „Hún fór í rauninni bara hraðbyri niður. Við heyrðum alltaf af henni en sambandið var lítið. Ég gat til dæmis ekki talað við hana í síma, það endaði alltaf í öskrum þannig ég var farin að hafa öll okkar samskipti skrifleg, þá slapp ég alla vega við öskrin,“ segir Helena. Móðir hennar leitaði sér hjálpar fyrir ári í Fjölskylduhúsi. „Ég sæti ekki hér í dag að tala um þetta ef ég hefði ekki unnið í mínum málum. Ég var sjálf orðin svo tætt og fann að það var farið að koma niður á öðrum fjölskyldumeðlimum,“ segir Helena. Í Fjölskylduhúsi fékk hún stuðning frá foreldrum annarra fíkla sem voru í sömu stöðu. „Það hefur hjálpað mér mikið að skilja þennan sjúkdóm,“ segir hún. Það var svo fyrir rúmum tveimur vikum að Ástríður kom inn í sína síðustu meðferð. Hún kom inn í meðferðina á miðvikudegi. „Hún skráði sig sjálf í meðferð og mér skilst að hún hafi verið í mjög slæmu ástandi þegar hún kom. Í vímu sem sýnir okkur að hún hafði vilja til að ná einhverjum bata,“ segir móðir hennar. Á föstudagskvöldinu komu síðan til þeirra tveir lögregluþjónar og tilkynntu fjölskyldunni um það sem þau höfðu óttast að heyra allt of lengi. Ástríður var dáin. Þær segja að ekkert hafi bent til þess að hún hafi ætlað sér að svipta sig lífi. Hún hafi ekki skilið eftir nein skilaboð eða kvatt neinn. „En það er eins og við vitum að fíkniefni leiða til geðveiki eða dauða. Ég les þetta ekki öðru vísi en að þetta hafi verið stundarbrjálæði, algjör geðveiki sem veldur því að hún tekur þessa ákvörðun í lokin. Þessi stelpa sem þú sérð á þessari mynd,“ segir móðir hennar og bendir á fallega mynd af Ástríði sem stendur á borðinu, og heldur áfram: „Þessi stelpa hefði aldrei gert þetta. Þessi ótrúlega fyndna og skemmtilega stelpa sem hún var þegar hún var ekki í neyslu,“ segir móðir hennar. Mæðgurnar eru sammála um það að úrbóta sé þörf í þeim málaflokki sem snýr að ungum fíklum. „Það þarf meira utanumhald þegar út er komið. Meðferðirnar þurfa líka að vera lengri. Það er ekki nóg að koma út og þá sé fátt sem taki við. Af því að hún var orðin fullorðin var fjölskyldan aldrei höfð með í ráðum, aldrei búið til neitt stuðningsnet í kringum hana. Þó að það séu áfangaheimili er oft erfitt að komast inn á þau. Það þarf að vera öflugri stuðningur og betri úrræði,“ segir amma hennar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja hér frá baráttu Ástríðar, glímunni við kerfið og það úrræðaleysi sem blasir við fíklinum sjálfum og aðstandendum þeirra. Eldri karlmenn nýti sér neyð þessara kvenna og ekki bara menn sem tengjast undirheimunum, líkt og var í tilfelli Ástríðar, þegar hún féll heima hjá einum slíkum manni. Síðustu dagar hafa verið erfiðir hjá ástvinum Ástríðar Ránar. Alls konar tilfinningar hafa farið í gegnum huga þeirra líkt og líklega flestra sem missa nána ástvini. Brostnar vonir og þrár um að Ástríður myndi ná sér aftur á strik, komast á beinu brautina og verða móðir sonar síns á ný. „Ég er hrygg og sorgmædd. Ef ég hefði ekki farið í þá miklu vinnu sem ég hef verið í undanfarið ár þá væri ég full af sjálfsásökun í dag, en ég er það ekki. Mér finnst leiðinlegt að það hafi ekki verið nein almennileg úrræði,“ segir Helena Rós Sigmarsdóttir, móðir Ástríðar. Fjölskyldan hefur gengið í gegnum ýmislegt undanfarin ár í baráttu Ástríðar við fíknina. Móðir hennar, Helena Rós, og amma, Ástríður Grímsdóttir, hér kölluð Ásta, sitja á heimili Helenu og fjölskyldu hennar og rifja upp síðustu ár í lífi Ástríðar. Baráttan hefur verið löng og ströng og endaði með því að Ástríður stytti sér aldur á meðferðarstofnuninni Vogi fyrir tveimur vikum. Þó að stutt sé liðið frá því að Ástríður féll frá þá vilja móðir hennar og amma segja sögu hennar til að vekja athygli á því úrræðaleysi sem blasir við ungum fíklum og hættunum sem leynast í þeim heimi sem þeir lifa í. Ástríður var aðeins 22 ára gömul þegar hún lést. Breyttist á einni nóttu Ástríður var ósköp venjulegt barn sem ólst upp hjá móður sinni, fósturföður og bræðrum í Hafnafirði. Hún æfði fótbolta og var duglegur námsmaður. Það breyttist skyndilega þegar hún var á fjórtánda ári, ný stelpa sem var í slæmum félagsskap kom í bekkinn hennar. „Á einni nóttu breyttist hún úr venjulegri stelpu sem var nýbúin að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni í að vera bara eins og hún væri andsetin. Við stóðum uppi úrræðalaus,“ segir móðir hennar. Ástríður hafði prófað rítalín hjá vini skólasysturinnar og það varð ekki aftur snúið. Hún kynntist eldra fólki í neyslu og var heilluð af undirheimunum. Við tók erfiður tími, fjölskyldan horfði á eftir dóttur sinni inn í heim sem þau þekktu ekki og höfðu engin tök á að ná henni til baka. Ástríður hvarf oft og erfitt var að eiga við hana. Foreldrarnir vildu koma henni út úr því umhverfi sem hún var í og úr varð að hún var send á meðferðarheimilið Árbót í Aðaldal. Þar gekk henni vel en þegar hún kom í leyfi í bæinn lét hún sig hverfa. „Okkar markmið fyrst og fremst með því að kippa henni út úr samfélaginu var að hún myndi ekki skaða sig með fíkniefnaneyslu, myndi ekki steikja á sér heilann strax á unglingsárum þannig að það yrði óbætanlegt. Og það vildum við gera með öllum ráðum, hvort sem henni líkaði það betur eða verr,“ segir Helena. Reyndi að byggja líf sitt upp Ástríður var á Árbót þar til hún var 15 ára. Þá kom hún í bæinn, var í nokkrar vikur hjá fósturfjölskyldu úti á landi en entist ekki lengi þar og kom í bæinn. Næstu árin tóku við nokkrar meðferðir og föll inn á milli. Þó hélt Ástríður sig að mestu á beinu brautinni frá því hún var 17-19 ára. Á því tímabili eignaðist hún son sinn, vann mikið og reyndi að byggja líf sitt upp. „Hún gerði allt 120 prósent. Hún var til dæmis harðdugleg í vinnu, var búin að vinna sig fljótt upp í vaktstjórn og hún ætlaði sér stóra hluti inn á milli,“ segir móðir hennar. „Við vorum búin að gera allt sem við gátum til að aðstoða hana við að stofna heimili, það leit allt vel út og við héldum að þessum kafla í lífi hennar væri bara lokið og hún væri komin á beinu brautina.“ Það reyndist því miður ekki vera raunin, fíknin sótti hart að henni. Leiðir hennar og barnsföður hennar skildi og þegar sonur hennar var um ársgamall fór að halla undan fæti á ný. Sumarið og haustið á eftir var hún í neyslu og endaði í meðferð í byrjun nóvember. Hún ákvað að vera í meðferðinni fram yfir jól og áramót og kom úr meðferðinni 1. janúar. Hér er Ástríður með syni sínum. Þegar hún var edrú var hún syni sínum góð móðir og vildi standa sig í móðurhlutverkinu. Eldri menn sem sækja í stelpur í neyslu „Þarna var hún á þeim stað að hún ætlaði að standa sig. Hún ætlaði að vera edrú og hafði heilmikil áform um það. Hún byrjaði í skóla því hún ætlaði sér alltaf að verða eitthvað stórt. Þegar hún var lítil sagðist hún alltaf ætla að verða forseti en þegar hún var orðin eldri talaði hún oft um að hún vildi verða lögfræðingur,“ segir Helena en bæði hún og Ásta, amma Ástríðar, eru lögfræðingar. „Síðan koma svona menn eins og þessi og setja allt úr skorðum,“ segir amma hennar og bendir á blað með útprentuðu samtali Ástríðar og þjóðþekkts manns á miðjum aldri. Maðurinn setti sig í samband við Ástríði á Facebook og byrjaði að tala við hana. „Það er vitað mál að það eru oft eldri menn sem eru með þessar stelpur sem hálfgerðar ambáttir en þetta sýnir að það eru ekki bara menn sem sjálfir eru í neyslu. Þarna er bara maður í fínni stöðu, miklu eldri sem fór að sýna henni áhuga,“ segir amma hennar. Féll heima hjá manninum „Þarna var hún búin að standa sig í einn og hálfan mánuð þegar þessi maður byrjar að pota í hana. Hún sagði mér strax af þessu og hló að því að þessi „gamli maður“ væri að tala við hana,“ segir amma Ástríðar. Þegar hún frétti af samskiptum mannsins við barnabarn sitt talaði hún við hann. „Ég sagði honum að láta barnið vera,“ segir hún alvarleg. Þá vissu þær ekki hvað samskiptin voru mikil. Á samskiptum þeirra á síðunni má sjá að þau ná yfir ellefu daga áður en hún fer að hitta hann. „Maður sér að hún er fyrst alltaf með undanbrögð af hverju hún komist ekki; hún segist vera að fara í skólann, á fund eða samkomu, þurfi að hvíla sig, sé með barnið sitt. Í nánast öllum þessum samskiptum á hann upptökin að samtalinu. Þegar ég les þetta yfir aftur þá þá spyr maður sig: Af hverju hættir ekki helvítis maðurinn? Af hverju djöflast hann áfram. Þessi fjöldi skilaboða sýnir hvað ásetningurinn er mikill, hann er að eiga við tvítuga stúlku, fimmtugur maðurinn,“ segir amma hennar. „Síðan eftir nokkurra daga þrýsting frá honum lætur hún undan. Hún fer til hans og fellur heima hjá honum. Eftir þessa heimsókn fór allt niður á við hjá henni,“ segir amma hennar. Þær taka þó fram að þær séu ekki að kenna manninum um hvernig fór fyrir Ástríði á endanum. Þær vilja samt vekja athygli á því að þetta séu ekki alltaf menn sem sjálfir eru tengdir fíkniefnaheiminum sem séu að misnota sér neyð þessara stúlkna. Þær segja að mikilvægt sé fyrir foreldra sem eiga dætur í neyslu að skoða hverjir séu að setja sig í samband við stúlkurnar á samskiptasíðum. Í þessu tilfelli hafi verið um einbeittan ásetning að ræða þar sem maðurinn hafi áunnið sér traust hennar og lokkað svo heim til sín, gefið henni áfengi og haft aðeins eitt í huga. „Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma hennar. Samskiptin virðast hafa fjarað út eftir hittinginn. Þau spjalla aðeins lítillega saman í nokkra daga á eftir en svo virðist maðurinn hafa misst áhugann á að tala við hana. Ástríður háði erfiða baráttu við vímuefnafíkn frá 14 ára aldri.Kom eiginlega aldrei til baka eftir þetta fall Eftir að Ástríður féll í þetta skiptið breyttist margt hjá henni. „Eftir þetta fall kom hún eiginlega aldrei til baka,“ segir mamma hennar. Fljótlega var hún komin í mikla neyslu og vafasaman félagsskap. Hún fór í nokkrar meðferðir í kjölfarið. Sambandið við fjölskylduna var takmarkað en þó alltaf eitthvað inn á milli. „Við vissum alltaf af henni og hún vissi að ef hún var að reyna að gera eitthvað í sínum málum þá var hún velkomin og við til staðar,“ segir móðir hennar. „Eftir þetta fundum við líka þá breytingu á henni að jafnvel þegar hún var nýkomin úr meðferð þá var hún ör og hefði þurft eitthvert utanumhald í framhaldi sem var ekki til staðar,“ segir amma hennar.Úrræðaleysið algjört Á þessum tíma bjó hún á ýmsum stöðum, leigði herbergi hjá vinkonu, vann inn á milli en fjölskyldan vissi lítið í hvaða ásigkomulagi hún var. Sonur hennar var hjá föður sínum og hitti hún hann sjaldan enda jókst neyslan mikið og hún var farin að sprauta sig. Inn á milli vildi hún komast á beinu brautina en það strandaði oft á úrræðum. „Í eitt skipti hringir hún í mig miður sín og segist vera að kveðja,“ segir amma hennar en það var ekki í fyrsta skipti sem hún kvaddi fjölskylduna. Ásta hringdi í vinkonu Ástríðar sem sagðist halda að hún væri á þeim stað að hún væri tilbúin til þess að fá hjálp. Í framhaldinu náði hún í hana og keyrði upp á bráðamóttöku geðdeildar. „Þegar ég kom var hún samt í nokkuð góðu jafnvægi, ég vissi ekki fyrr en síðar að í millitíðinni, frá því að ég talaði við hana og þangað til ég sótti hana, þá hafði hún sprautað sig,“ segir Ásta. Þegar upp á geðdeild var komið var ekki laust pláss og þær beðnar að koma í hádeginu daginn eftir sem og þær gerðu. Þá var Ástríður í miklum fráhvörfum en engu að síður send aftur út þar sem ekki var laust pláss. „Hún réð ekkert við sig, gat ekki stjórnað hreyfingum né því hvað hún sagði eða gerði,“ segir Ásta sem segist þá hafa sagt við lækninn að hann vissi að nú færi hún bara út og myndi fá sér skammt. Læknirinn sagðist vita það en það væri ekkert annað hægt að gera, það væri ekki laust pláss. „Þannig að eins erfitt og það var, þá skutlaði ég henni vestur í bæ þar sem hún var búin að tryggja sér skammt og skildi hana eftir þar. Það var sárt en ég gerði það samt. Þarna var hún í þannig ástandi að hún hefði verið til í að gera eitthvað í sínum málum hefði hún komist inn, en hún var send aftur út á götu og fór aftur í sama far,“ segir amma hennar. Þetta var því miður ekki eina dæmið þar sem þau komu að lokuðum dyrum þegar hún var tilbúin til þess að fá hjálp. Dæmin eru fjölmörg og segja þær úrræðaleysið vera algjört. „Það skiptir svo miklu að ná á þessum tíma þegar fíkillinn er á þessum stað, nokkrum dögum seinna þegar pláss losnar þá er bara búið að redda sér meira og löngunin farin,“ segja móðir hennar. Stjórnlaus neysla Síðustu mánuðir hjá Ástríði voru stjórnlausir í neyslu. „Hún fór í rauninni bara hraðbyri niður. Við heyrðum alltaf af henni en sambandið var lítið. Ég gat til dæmis ekki talað við hana í síma, það endaði alltaf í öskrum þannig ég var farin að hafa öll okkar samskipti skrifleg, þá slapp ég alla vega við öskrin,“ segir Helena. Móðir hennar leitaði sér hjálpar fyrir ári í Fjölskylduhúsi. „Ég sæti ekki hér í dag að tala um þetta ef ég hefði ekki unnið í mínum málum. Ég var sjálf orðin svo tætt og fann að það var farið að koma niður á öðrum fjölskyldumeðlimum,“ segir Helena. Í Fjölskylduhúsi fékk hún stuðning frá foreldrum annarra fíkla sem voru í sömu stöðu. „Það hefur hjálpað mér mikið að skilja þennan sjúkdóm,“ segir hún. Það var svo fyrir rúmum tveimur vikum að Ástríður kom inn í sína síðustu meðferð. Hún kom inn í meðferðina á miðvikudegi. „Hún skráði sig sjálf í meðferð og mér skilst að hún hafi verið í mjög slæmu ástandi þegar hún kom. Í vímu sem sýnir okkur að hún hafði vilja til að ná einhverjum bata,“ segir móðir hennar. Á föstudagskvöldinu komu síðan til þeirra tveir lögregluþjónar og tilkynntu fjölskyldunni um það sem þau höfðu óttast að heyra allt of lengi. Ástríður var dáin. Þær segja að ekkert hafi bent til þess að hún hafi ætlað sér að svipta sig lífi. Hún hafi ekki skilið eftir nein skilaboð eða kvatt neinn. „En það er eins og við vitum að fíkniefni leiða til geðveiki eða dauða. Ég les þetta ekki öðru vísi en að þetta hafi verið stundarbrjálæði, algjör geðveiki sem veldur því að hún tekur þessa ákvörðun í lokin. Þessi stelpa sem þú sérð á þessari mynd,“ segir móðir hennar og bendir á fallega mynd af Ástríði sem stendur á borðinu, og heldur áfram: „Þessi stelpa hefði aldrei gert þetta. Þessi ótrúlega fyndna og skemmtilega stelpa sem hún var þegar hún var ekki í neyslu,“ segir móðir hennar. Mæðgurnar eru sammála um það að úrbóta sé þörf í þeim málaflokki sem snýr að ungum fíklum. „Það þarf meira utanumhald þegar út er komið. Meðferðirnar þurfa líka að vera lengri. Það er ekki nóg að koma út og þá sé fátt sem taki við. Af því að hún var orðin fullorðin var fjölskyldan aldrei höfð með í ráðum, aldrei búið til neitt stuðningsnet í kringum hana. Þó að það séu áfangaheimili er oft erfitt að komast inn á þau. Það þarf að vera öflugri stuðningur og betri úrræði,“ segir amma hennar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira