Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði 1. október 2014 13:00 Meistaramánuður hefst í dag en í honum skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér persónuleg markmið. Markmiðin eru af ýmsu tagi; allt frá því að huga betur að heilsunni og hreyfa sig meira yfir í að rækta betur vini og fjölskyldu, fara fyrr á fætur eða lesa fleiri bækur. Rannsóknir sýna að það taki 30 daga að koma sér upp nýjum venjum. Fjölmargir hafa skráð sig til leiks og Fréttablaðið fékk nokkra þátttakendur í mánuðinum til þess að segja frá sínum markmiðum. Þeir sem vilja skrá sig til leiks geta gert það á heimasíðu Meistaramánuðar.Berglind Pétursdóttir.Jóga eins og vindurinn „Ég ætla að fara á fætur klukkan sjö og eiga alls konar huggulegar morgunstundir,“ segir Berglind Pétursdóttir dansari. „Svo ætla ég að prófa vegan-mataræðið sem verður mesta áskorunin þar sem Steinþór ætlar að taka paleo og verður skellandi einhverjum grasfóðruðum steikum á pönnuna daginn út og inn,“ segir hún og vísar í kærasta sinn, Steinþór Helga Arnsteinsson, sem einnig tekur þátt. „Svo ætla ég að vera algjör Jógi björn og halda áfram að stunda jóga eins og vindurinn.“Ása Ottesen.Drekka meira vatn „Ég ætla að drekka meira vatn á hverjum degi, reyna að ná tveimur lítrum á dag,“ segir Ása Ottesen, markaðsfulltrúi hjá Te og kaffi. „Ég ætla líka að fara á þriggja daga djúskúr og reyna að djúsa einu sinni í viku í framhaldi af því,“ Ása ætlar líka að vera dugleg að rækta samskipti við fjölskyldu og vini. „Ég ætla að bjóða vinum og fjölskyldu oftar heim í bröns eða kvöldmat.“Aníta Eldjárn.Rækta vináttuna og lesa bók „Ég ætla að rækta vini mína. Síðan ætla ég að lesa allavega eina bók og taka tölvuna mína aldrei með upp í rúm,“ segir Aníta Eldjárn ljósmyndari. „Ég ætla líka að sleppa sykri, hreyfa mig allavega í 30 mínútur á dag og sleppa öllu áfengi.“Atli Fannar.Ólympíulyftingar og elda góðan mat „Síðustu Meistaramánuðir hafa verið svo farsælir að ég þarf ekki lengur að umturna lífsstíl mínum í október á hverju ári. Ég hreyfi mig nú þegar sex sinnum í viku, borða miklu sjaldnar pizzu en ég óska mér og er sofnaður klukkan 23 á kvöldin vegna vinnuálags,“ segir Atli Fannar Bjarkason fjölmiðlamaður. Markmiðin fyrir Meistaramánuði í ár eru því þessi: Ég ætla á námskeið í ólympískum lyftingum. Takmark mitt síðustu þrjú ár er að geta troðið í körfu og ég er búinn að segja það svo oft að engum finnst það merkilegt eða göfugt lengur. Ég hef hins vegar aldrei verið nær takmarki mínu og trúi að ólympísku lyftingarnar séu það sem þarf til að skjóta mér upp í hæðir sem ég ætti ekki að ná sökum genatískrar ólukku. Ég ætla líka að elda meira. Og reyndar kærastan mín. Við ætlum sem sagt að elda þrisvar í viku í október. Takmarkið er þó ekkert endilega að belgja okkur út á chiafræum og mysingi heldur bara að elda góðan mat, njóta stundarinnar og borða svo afganga daginn eftir. Þannig sparast milljónir sem færu annars í útþanda vasa skyndibitakónganna í Reykjavík. Og síðan ekkert nammi. Það verður drulluerfitt.“Hulda Halldóra Tryggvadóttir.Elda nýja rétti og gefa blóð „Ég ætla að einbeita mér að því að borða hollt og á réttum tíma,“ segir Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti. „Svo hef ég sett mér það takmark að fara þrisvar sinnum í ræktina í viku. Ég ætla að reyna að lesa þrjár bækur og hætta að skoða símann eftir að ég er komin inn í svefnherbergi. Einnig ætla ég að taka mig á í eldhúsinu og elda einn rétt í viku sem ég hef ekki eldað áður. Svo ætla ég að gefa blóð og muna að taka nótu fyrir öllu sem ég kaupi.“Jón Þór Sigurðsson.Út með skyndibitann „Ég ætla að reyna að vera meiri svona „hipster“, meira svona „analog“ í október. Út með skyndibitann og elda heima,“ segir Jón Þór Sigurðsson trommari. „Ég ætla að halda tölvu- og snjallsímanotkun í lágmarki (kannski lesa bók!) og fara snemma að sofa. Svo með áfengið þá verður það í hæsta máta einn og einn hipsterabjór frá Borg.“ Meistaramánuður Mest lesið Kári og Eva eru hjón Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Lífið samstarf „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Sjá meira
Meistaramánuður hefst í dag en í honum skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér persónuleg markmið. Markmiðin eru af ýmsu tagi; allt frá því að huga betur að heilsunni og hreyfa sig meira yfir í að rækta betur vini og fjölskyldu, fara fyrr á fætur eða lesa fleiri bækur. Rannsóknir sýna að það taki 30 daga að koma sér upp nýjum venjum. Fjölmargir hafa skráð sig til leiks og Fréttablaðið fékk nokkra þátttakendur í mánuðinum til þess að segja frá sínum markmiðum. Þeir sem vilja skrá sig til leiks geta gert það á heimasíðu Meistaramánuðar.Berglind Pétursdóttir.Jóga eins og vindurinn „Ég ætla að fara á fætur klukkan sjö og eiga alls konar huggulegar morgunstundir,“ segir Berglind Pétursdóttir dansari. „Svo ætla ég að prófa vegan-mataræðið sem verður mesta áskorunin þar sem Steinþór ætlar að taka paleo og verður skellandi einhverjum grasfóðruðum steikum á pönnuna daginn út og inn,“ segir hún og vísar í kærasta sinn, Steinþór Helga Arnsteinsson, sem einnig tekur þátt. „Svo ætla ég að vera algjör Jógi björn og halda áfram að stunda jóga eins og vindurinn.“Ása Ottesen.Drekka meira vatn „Ég ætla að drekka meira vatn á hverjum degi, reyna að ná tveimur lítrum á dag,“ segir Ása Ottesen, markaðsfulltrúi hjá Te og kaffi. „Ég ætla líka að fara á þriggja daga djúskúr og reyna að djúsa einu sinni í viku í framhaldi af því,“ Ása ætlar líka að vera dugleg að rækta samskipti við fjölskyldu og vini. „Ég ætla að bjóða vinum og fjölskyldu oftar heim í bröns eða kvöldmat.“Aníta Eldjárn.Rækta vináttuna og lesa bók „Ég ætla að rækta vini mína. Síðan ætla ég að lesa allavega eina bók og taka tölvuna mína aldrei með upp í rúm,“ segir Aníta Eldjárn ljósmyndari. „Ég ætla líka að sleppa sykri, hreyfa mig allavega í 30 mínútur á dag og sleppa öllu áfengi.“Atli Fannar.Ólympíulyftingar og elda góðan mat „Síðustu Meistaramánuðir hafa verið svo farsælir að ég þarf ekki lengur að umturna lífsstíl mínum í október á hverju ári. Ég hreyfi mig nú þegar sex sinnum í viku, borða miklu sjaldnar pizzu en ég óska mér og er sofnaður klukkan 23 á kvöldin vegna vinnuálags,“ segir Atli Fannar Bjarkason fjölmiðlamaður. Markmiðin fyrir Meistaramánuði í ár eru því þessi: Ég ætla á námskeið í ólympískum lyftingum. Takmark mitt síðustu þrjú ár er að geta troðið í körfu og ég er búinn að segja það svo oft að engum finnst það merkilegt eða göfugt lengur. Ég hef hins vegar aldrei verið nær takmarki mínu og trúi að ólympísku lyftingarnar séu það sem þarf til að skjóta mér upp í hæðir sem ég ætti ekki að ná sökum genatískrar ólukku. Ég ætla líka að elda meira. Og reyndar kærastan mín. Við ætlum sem sagt að elda þrisvar í viku í október. Takmarkið er þó ekkert endilega að belgja okkur út á chiafræum og mysingi heldur bara að elda góðan mat, njóta stundarinnar og borða svo afganga daginn eftir. Þannig sparast milljónir sem færu annars í útþanda vasa skyndibitakónganna í Reykjavík. Og síðan ekkert nammi. Það verður drulluerfitt.“Hulda Halldóra Tryggvadóttir.Elda nýja rétti og gefa blóð „Ég ætla að einbeita mér að því að borða hollt og á réttum tíma,“ segir Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti. „Svo hef ég sett mér það takmark að fara þrisvar sinnum í ræktina í viku. Ég ætla að reyna að lesa þrjár bækur og hætta að skoða símann eftir að ég er komin inn í svefnherbergi. Einnig ætla ég að taka mig á í eldhúsinu og elda einn rétt í viku sem ég hef ekki eldað áður. Svo ætla ég að gefa blóð og muna að taka nótu fyrir öllu sem ég kaupi.“Jón Þór Sigurðsson.Út með skyndibitann „Ég ætla að reyna að vera meiri svona „hipster“, meira svona „analog“ í október. Út með skyndibitann og elda heima,“ segir Jón Þór Sigurðsson trommari. „Ég ætla að halda tölvu- og snjallsímanotkun í lágmarki (kannski lesa bók!) og fara snemma að sofa. Svo með áfengið þá verður það í hæsta máta einn og einn hipsterabjór frá Borg.“
Meistaramánuður Mest lesið Kári og Eva eru hjón Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Lífið samstarf „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Sjá meira