„Tryggja þarf betur en kemur fram í tillögum að tengingar séu góðar milli Vogahverfis og Vogabyggðar meðal annars með því að setja Sæbraut í stokk eða sambærilega lausn,“ ítrekaði hverfisráð Laugardals fyrri bókun sína þegar ráðinu var kynnt breytingatillaga á aðalskipulagi.
Þá segir hverfisráðið að huga þurfi að formum bygginga með tilliti til hugsanlegra vindhvirfla og að gera þurfi hljóðvistarmælingar á hafnarsvæði og vegna þungaflutninga eftir Kleppsmýrarvegi.
