Lífið

Björk ekki á frumsýningu

Freyr Bjarnason skrifar
Björk flýgur ekki til London.
Björk flýgur ekki til London. Nordicphotos/Getty
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir verður ekki viðstödd Bretlandsfrumsýningu heimildarmyndarinnar Biophilia Live á Kvikmyndahátíðinni í London sem hefst í þessari viku.

Á opinberri Facebook-síðu Bjarkar er beðist afsökunar á því að hún komist því miður ekki á sýninguna vegna þess að hún er önnum kafin við gerð sinnar nýjustu plötu, sem er væntanleg á næsta ári.

Biophilia Live var frumsýnd hér á landi fyrir mánuði við góðar undirtektir. Myndin fangar tónleikaferðina sem söngkonan fór til að kynna áttundu hljóðversplötu sína, Biophilia.


Tengdar fréttir

Hittast vegna Biophilia-verkefnis

Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári. Í því felst m.a. að leiða ýmis norræn samvinnuverkefni og er Biophilia-kennsluverkefnið eitt af þeim.

Gaf Íslandi veggmynd

Oliver Luckett er staddur hér á landi til þess að halda upp á fertugsafmælið sitt en hann hefur gríðarlegan áhuga á landinu og listasenunni í Reykjavík.

Björk bindur slaufu á Biophilia

Björk Guðmundsdóttir lýkur þriggja ára Biophilia-verkefni sínu með nýrri heimildarmynd þar sem tónleikaferð hennar er fönguð. Fram undan er vinnsla nýrrar plötu sem kemur út á næsta ári. Henni líður vel svo lengi sem hún býr nálægt Vesturbæjarlauginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×