Þrír til viðbótar í einangrun á Spáni Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. október 2014 07:00 Norskur læknir fluttur á sjúkrahús í Ósló frá Síerra Leóne, þar sem hann smitaðist af ebóluveirunni. fréttablaðið/AP Þrír menn til viðbótar hafa verið settir í einangrun á sjúkrahúsi á Spáni vegna hættu á að þeir hafi smitast af ebóluveirunni. Að auki er grannt fylgst með um fimmtíu manns. Allt eru þetta viðbrögð við veikindum hjúkrunarfræðings á Spáni, konu á fimmtugsaldri sem smitaðist þegar hún vann að hjúkrun tveggja spænskra presta. Þeir létust báðir af völdum ebóluveirunnar, en höfðu smitast í Afríku þar sem þeir unnu að aðhlynningu ebólusmitaðra. Konan smitaðist þrátt fyrir varúðarráðstafanir á sjúkrahúsinu, en þær varúðarráðstafanir virðast ekki hafa verið samkvæmt ýtrustu kröfum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Umræða hefur því vaknað á Spáni um það, hvort þær öryggisráðstafanir sem notaðar eru þar séu nægilega góðar. Konan var í tveimur hlífðarbúningum, með hanska og augnhlífar, en spænska dagblaðið El País hefur það eftir heilbrigðisstarfsfólki að hlífðarbúningarnir hafi ekki verið algerlega vatnsheldir. Ekki hafi heldur verið notaður sérstakur öndunarbúnaður, sem hefði tryggt betur að smit gæti ekki borist í konuna. Að sögn spænskra yfirvalda er hafin rannsókn á málinu. Um tuttugu heilbrigðisstarfsmenn komu hins vegar í gær saman fyrir utan sjúkrahúsið í Madrid, þar sem konan starfaði, og kröfðust þess að Ana Mato heilbrigðisráðherra segði af sér vegna málsins. Eiginmaður hjúkrunarkonunnar hefur verið lagður inn á sjúkrahús í öryggisskyni þótt engin einkenni hafi komið í ljós. Hjúkrunarkonan er sögð vera með hita en hafa engin önnur einkenni ebólusmits. Hún fór í frí eftir að hafa sinnt prestinum, sem lést, en var lögð inn á sjúkrahús á mánudag. Hjúkrunarkonan á Spáni er sú fyrsta sem smitast hefur af veirunni utan Afríku. Nærri 400 heilbrigðisstarfsmenn hafa hins vegar látist af völdum veirunnar í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne, en þessi þrjú lönd hafa farið verst út úr faraldrinum. Alls hefur faraldurinn kostað meira en 3.500 manns lífið og óttast er að útbreiðslan geti farið að ná til annarra heimshluta. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Þrír menn til viðbótar hafa verið settir í einangrun á sjúkrahúsi á Spáni vegna hættu á að þeir hafi smitast af ebóluveirunni. Að auki er grannt fylgst með um fimmtíu manns. Allt eru þetta viðbrögð við veikindum hjúkrunarfræðings á Spáni, konu á fimmtugsaldri sem smitaðist þegar hún vann að hjúkrun tveggja spænskra presta. Þeir létust báðir af völdum ebóluveirunnar, en höfðu smitast í Afríku þar sem þeir unnu að aðhlynningu ebólusmitaðra. Konan smitaðist þrátt fyrir varúðarráðstafanir á sjúkrahúsinu, en þær varúðarráðstafanir virðast ekki hafa verið samkvæmt ýtrustu kröfum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Umræða hefur því vaknað á Spáni um það, hvort þær öryggisráðstafanir sem notaðar eru þar séu nægilega góðar. Konan var í tveimur hlífðarbúningum, með hanska og augnhlífar, en spænska dagblaðið El País hefur það eftir heilbrigðisstarfsfólki að hlífðarbúningarnir hafi ekki verið algerlega vatnsheldir. Ekki hafi heldur verið notaður sérstakur öndunarbúnaður, sem hefði tryggt betur að smit gæti ekki borist í konuna. Að sögn spænskra yfirvalda er hafin rannsókn á málinu. Um tuttugu heilbrigðisstarfsmenn komu hins vegar í gær saman fyrir utan sjúkrahúsið í Madrid, þar sem konan starfaði, og kröfðust þess að Ana Mato heilbrigðisráðherra segði af sér vegna málsins. Eiginmaður hjúkrunarkonunnar hefur verið lagður inn á sjúkrahús í öryggisskyni þótt engin einkenni hafi komið í ljós. Hjúkrunarkonan er sögð vera með hita en hafa engin önnur einkenni ebólusmits. Hún fór í frí eftir að hafa sinnt prestinum, sem lést, en var lögð inn á sjúkrahús á mánudag. Hjúkrunarkonan á Spáni er sú fyrsta sem smitast hefur af veirunni utan Afríku. Nærri 400 heilbrigðisstarfsmenn hafa hins vegar látist af völdum veirunnar í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne, en þessi þrjú lönd hafa farið verst út úr faraldrinum. Alls hefur faraldurinn kostað meira en 3.500 manns lífið og óttast er að útbreiðslan geti farið að ná til annarra heimshluta.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira