Lífið

Smutty djammar með pönkgoðsögnum

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Smutty Smiff.
Smutty Smiff. GVA
Rokkarinn geðþekki Smutty Smiff var staddur í New York á dögunum í allsherjar pönkveislu á Ace-hótelinu í New York. Það var plötusnúðurinn og gamli rokkhundurinn Howie Pyro sem þeytti skífum til heiðurs þeim Bob Gruen, Mick Rock og Legs McNeil.

Allir þrír eru þekkt nöfn í gömlu pönksenunni en Bob Gruen og Mick Rock tóku ljósmyndir af mörgum frægustu rokkurum allra tíma en Legs McNeil er einn stofnandi Punk Magazine, tímaritsins sem sagt er hafa fundið nafnið á stefnuna. McNeil skrifaði líka vinsælustu bók allra tíma um pönkið - Please Kill Me.

Smutty var í hljómsveitinni The Rockats, einni af þeim hljómsveitum sem endurvakti rokkabillí-stefnuna á sjöunda áratugnum.

Í lok veislunnar svöruðu þeir Smutty, Howie, Bob og Mick spurningum gesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×