Lífið

Galliano fær annað tækifæri

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
John Galliano
John Galliano Vísir/getty
Fatahönnuðurinn John Galliano mun snúa aftur í janúar, en hann hefur verið ráðinn til belgíska merkisins Maison Martin Margiela. Galliano var, eins og flestir vita, rekinn frá Christian Dior árið 2011 eftir fimmtán ára samstarf.

Ástæða brottrekstursins var myndbandsupptaka sem náðist af honum, þar sem hann sagðist elska Hitler. Á þeim tíma var leikkonan Natalie Portman talskona Dior, en hún er gyðingur, og var talið að hún hefði þrýst á að hann yrði látinn fara. Fyrsta lína Galliano fyrir Margiela mun verða sýnd á tískuvikunni í París í janúar á næsta ári.

Renzo Rosso, eigandi OTP fyrirtækisins sem á og rekur Margiela, segir að þeir séu tilbúnir fyrir Galliano og hans skapandi og ævintýralegi hugur sé það sem merkið þarfnist. Hönnun Galliano fyrir Dior vakti ávallt eftirtekt, en verk hans minntu oft á búninga fyrir leikhús frekar en fatnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×