Til hamingju Malala! Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 11. október 2014 00:01 Hvaða orð lýsa réttilega hugrekki Malölu Yousafzai, 17 ára pakistanskrar stúlku sem hefur frá 12 ára aldri barist fyrir réttindum stúlkna til að sækja skóla? Sú barátta leiddi til þess þegar hún var 14 ára gömul að hópur Talibana réðst á hana þar sem hún var með skólafélögum sínum og skutu hana í höfuðið. Malala lét þessa grimmilegu árás ekki stöðva sig. Hún náði góðum bata og hefur ótrauð haldið baráttu sinni áfram og með henni vakið eftirtekt og aðdáun. Malala hefur farið þess á leit við alþjóðasamfélagið að það styðji þá kröfu að mannréttindi allra stúlkna séu virt og réttindi þeirra til að sækja sér menntun verði viðurkennd. “Hvaða áhrif hefur það á samfélög að stúlkur séu menntaðar?” spyr Malala og svarar sjálf: “Það breytir ÖLLU!” Sterkar stelpur eru nefnilega lykillinn að sterkum samfélögum. Með menntun þeirra má rjúfa þann vítahring fátæktar sem fólk víða um heim býr við. Þó eru enn milljónir ungra stúlkna sem hafa ekki kost á því að ganga í skóla. Afturhaldshópar víða um heim hræðast fátt meira en menntaðar stelpur. Meðal þeirra eru Talibanar sem ógna stúlkum, fjölskyldum þeirra og kennurum í sveitum Afganistan. Það er daglegt brauð að þeir loki skólum og ráðist á skólastúlkur. Slíkir atburðir rata ekki í heimsfréttirnar. Á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins árið 2014, fögnum við því að hin unga Malala skuli hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels. En sama dag verðum við að minnast þess að 180 dagar eru liðnir frá því að öfgahópur Boko Haram, sem er mjög andsnúinn því að stúlkur hljóti menntun, rændi 276 námsstúlkum úr skóla í Nígeríu. Enn eru 219 þessara barna fangar öfgamannanna. 57 stúlkur náðu að flýja fangara sína en nígerískum yfirvöldum hefur ekki tekist að bjarga einni einustu af þessum stúlkum. Við verðum að taka saman höndum og beita öllum okkar ráðum til að hjálpa þessum og öðrum stúlkum til að losna úr þeim grimmilega veruleika sem þær búa við. Emma Watson, velgjörðarsendiherra UN Women hélt áhrifamikla ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir stuttu. Þar biðlar hún til okkar allra að einbeita okkur að því sem að sameinar okkur en ekki því sem aðskilur okkur. Stöndum saman, þvert á landfræðilega fjarlægð, kyn, aldur eða stétt. Einfaldasta leiðin til að byggja upp sterkari samfélög og betri heim er að mennta ungar stúlkur. Sterkar stelpur gera sterk samfélög. Malala Yousafai á sannarlega skilið að fá friðarverðlaun Nóbels. Hún og milljónir annarra stúlkna vilja ráða örlögum sínum sjálfar, mennta sig og búa í samfélagi þar sem líf þeirra er metið til jafns við líf drengja. Stöndum með þeim! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Hvaða orð lýsa réttilega hugrekki Malölu Yousafzai, 17 ára pakistanskrar stúlku sem hefur frá 12 ára aldri barist fyrir réttindum stúlkna til að sækja skóla? Sú barátta leiddi til þess þegar hún var 14 ára gömul að hópur Talibana réðst á hana þar sem hún var með skólafélögum sínum og skutu hana í höfuðið. Malala lét þessa grimmilegu árás ekki stöðva sig. Hún náði góðum bata og hefur ótrauð haldið baráttu sinni áfram og með henni vakið eftirtekt og aðdáun. Malala hefur farið þess á leit við alþjóðasamfélagið að það styðji þá kröfu að mannréttindi allra stúlkna séu virt og réttindi þeirra til að sækja sér menntun verði viðurkennd. “Hvaða áhrif hefur það á samfélög að stúlkur séu menntaðar?” spyr Malala og svarar sjálf: “Það breytir ÖLLU!” Sterkar stelpur eru nefnilega lykillinn að sterkum samfélögum. Með menntun þeirra má rjúfa þann vítahring fátæktar sem fólk víða um heim býr við. Þó eru enn milljónir ungra stúlkna sem hafa ekki kost á því að ganga í skóla. Afturhaldshópar víða um heim hræðast fátt meira en menntaðar stelpur. Meðal þeirra eru Talibanar sem ógna stúlkum, fjölskyldum þeirra og kennurum í sveitum Afganistan. Það er daglegt brauð að þeir loki skólum og ráðist á skólastúlkur. Slíkir atburðir rata ekki í heimsfréttirnar. Á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins árið 2014, fögnum við því að hin unga Malala skuli hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels. En sama dag verðum við að minnast þess að 180 dagar eru liðnir frá því að öfgahópur Boko Haram, sem er mjög andsnúinn því að stúlkur hljóti menntun, rændi 276 námsstúlkum úr skóla í Nígeríu. Enn eru 219 þessara barna fangar öfgamannanna. 57 stúlkur náðu að flýja fangara sína en nígerískum yfirvöldum hefur ekki tekist að bjarga einni einustu af þessum stúlkum. Við verðum að taka saman höndum og beita öllum okkar ráðum til að hjálpa þessum og öðrum stúlkum til að losna úr þeim grimmilega veruleika sem þær búa við. Emma Watson, velgjörðarsendiherra UN Women hélt áhrifamikla ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir stuttu. Þar biðlar hún til okkar allra að einbeita okkur að því sem að sameinar okkur en ekki því sem aðskilur okkur. Stöndum saman, þvert á landfræðilega fjarlægð, kyn, aldur eða stétt. Einfaldasta leiðin til að byggja upp sterkari samfélög og betri heim er að mennta ungar stúlkur. Sterkar stelpur gera sterk samfélög. Malala Yousafai á sannarlega skilið að fá friðarverðlaun Nóbels. Hún og milljónir annarra stúlkna vilja ráða örlögum sínum sjálfar, mennta sig og búa í samfélagi þar sem líf þeirra er metið til jafns við líf drengja. Stöndum með þeim!
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun