Lífið

Dóttirin kynnti Reese fyrir Malölu

Talaði um malövu 
reese hélt erindi á góðgerðarkvöldi í los angeles.
Talaði um malövu reese hélt erindi á góðgerðarkvöldi í los angeles.
Þegar Reese Witherspoon var 14 ára var hún farin að fara í áheyrnarprufur. Þegar dóttir hennar Ava var 14 ára sýndi hún móður sinni bók Malölu Yousafzai.

Þessu sagði Reese frá á góðgerðarkvöldi Variety fyrir konur með völd á föstudaginn í Los Angeles. Reese talaði til heiðurs góðgerðarsjóði Malölu. Þar sagði hún frá því hvernig dóttir hennar hefði kynnt hana fyrir þessari hetju.

„Þegar dóttir mín var 7 eða 8 ára gömul sagði hún við mig að hún vildi ekki fara í skólann. Ég nýtti tækifærið og sagði henni frá því að til væri fullt af stelpum um allan heim sem fengju ekki að fara í skóla. Hún var mjög hissa og spurði mig af hverju,“ sagði hún meðal annars í ræðu sinni. Þessi saga virðist hafa haft áhrif á dótturina sem síðar kynnti móður sína fyrir þessari mögnuðu baráttuhetju, þegar hún var orðin 14 ára.

Reese var þakklát fyrir það og talaði hún einnig um hversu mögnuð barátta Malölu væri og hvað hún hefði gert mikið fyrir konur í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×