Lífið

Prjónaskapurinn skemmtilegri en námið

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
elskar slaufur Rannveig með slaufurnar sem hún prjónaði fyrir bókina.
fréttablaðið/vilhelm
elskar slaufur Rannveig með slaufurnar sem hún prjónaði fyrir bókina. fréttablaðið/vilhelm
„Mig langaði að búa til eitthvað með hlébarðamunstri og það bara endaði sem slaufa,“ segir Rannveig Hafsteinsdóttir prjónakona, en hún er að gefa út bókina Slaufur.

„Ég hef prjónað alveg frá því að ég man eftir mér. Ég byrjaði svo að prjóna slaufurnar í janúar og svo þróaðist þetta bara hjá mér og endaði í bók,“ segir Rannveig.

Hún prjónaði allar slaufurnar sjálf og tók líka myndirnar fyrir bókina. Í henni má finna uppskriftir að mismunandi slaufum í mismunandi stærðum. „Það eru engar tvær eins, en ég nota mikið prjónaspor til þess að gera munstrin í slaufurnar.Þær hafa allar mismunandi prjón og munstur. Svo er um að gera að nota hugmyndaflugið og setja slaufurnar þar sem manni sýnist,“ segir hún.

Rannveig er á þriðja ári í tölvunarfræði í Háskólanum, en hún segir prjónaskapinn mun skemmtilegri en námið. „Ég ætla í framhaldi af þessu mögulega að opna föndursíðu með alls kyns skemmtilegum fönduruppskriftum,“ segir Rannveig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×