Lífið

Hljómsveitir tíunda áratugsins tilnefndar

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Green Day - Kapparnir vöktu lukku fyrir hresst popppönk á sínum tíma
Green Day - Kapparnir vöktu lukku fyrir hresst popppönk á sínum tíma
Fólk sem ólst upp á tíunda áratugnum mun vafalaust gleðjast yfir tilnefningunum til frægðarhallar rokksins, Rock & Roll Hall of Fame í ár en hljómsveitir þurfa að hafa 25 ára upptökusögu til að standast skilmálana.

Hljómsveitir sem slógu í gegn á tíunda áratugnum eins og Green Day og Nine Inch Nails hafa því loksins verið tilnefndar.

Aðrir rokkarar sem tilnefndir eru í fyrsta skiptið eru The Smiths, Stevie Ray Vaughan og Bill Withers. Rolling Stone hefur stofnað til kosninga á heimasíðu tímaritsins þar sem kosið er um hljómsveitina sem verður innvígð í Frægðarhöllina.

Aðrir rokkarar sem hljóta tilnefningar eru The Paul Buttersfield Blues Band, Chic, Joan Jett & the Blackhearts, Kraftwerk, The Marvelettes, NWA, Lou Reed, The Spinners og War en öll þessi nöfn hafa verið tilnefnd áður. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×