Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans Hanna Ólafsdóttir skrifar 15. október 2014 09:30 Ásdís Terisita Einarsson, Francis Steinar, Denis O'Leary og April Frigge fyrir framan Kvennadeild Landspítalans. vísir/Ernir „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ segir Denis O'Leary, kaþólskur prestur við Maríukirkju í Breiðholti, sem ásamt þeim Ásdísi Terisitu Einarsson frá Filippseyjum, April Frigge frá Bandaríkjunum og Francis Steinar er mættur fyrir utan Kvennadeild Landspítalans til þess að biðja fyrir þeim fóstrum sem er eytt á degi hverjum og hugarfarsbreytingu kvenna til fóstureyðinga. Öll eiga þau það sameiginlegt að tilheyra kaþólsku kirkjunni á Íslandi og koma í hverju einasta þriðjudagshádegi saman við Kvennadeild Landspítalans og fara með bænir. Þau drúpa höfði og fara með hljóða bæn sem þau lesa af plastspjöldum sem skreytt eru myndum af fóstrum. Þau segja misjafnt hversu margir mæta á bænafundinn hverju sinni en oftast séu það tveir til átta einstaklingar. Það var kalt í veðri þegar blaðamaður ræddi við hópinn en að sögn April láta þau kulda og óveður ekki á sig fá. Til að verjast kuldanum eru April og Denis með húfur sem eru merktar félaginu Lífsvernd og búið er að sauma í slagorðið „stöðvum fóstureyðingar“. „Það mætir alltaf einhver hingað til að biðja, sama hvernig veðrið er. Á síðasta ári voru jólin og gamlársdagur á þriðjudegi og við mættum hér alveg eins og aðra þriðjudaga. Reyndar ekki í hádeginu því að þá vorum við í messu,“ segir April. Hópurinn hefur sig ekki mikið í frammi og tekur fólk ekki tali á spítalalóðinni að fyrra bragði. Að sögn Denis kemur það þó fyrir að fólk nálgist þau af forvitni og þá sé rætt við fólkið og það fái að hlýða á boðskap þeirra hafi það áhuga á því. „Okkur finnst ekki í lagi að eyða fóstri og við viljum gjarnan koma þeim skilaboðum til annarra. Þó að fóstureyðingar sé leyfðar í dag viljum við fá fólk til að hugsa og vonumst eftir því að með tímanum sjái það hversu rangar þær eru. Eins og til dæmis með þrælahald. En við hlaupum ekki á eftir fólki til þess að breiða út boðskapinn,“ segir Denis og kímir. Francis bendir á að þrátt fyrir að þau sem eru samankomin þennan þriðjudag séu kaþólikkar, séu allir velkomnir sama hverrar trúar þeir eru. „Það er öllum velkomið með að biðja með okkur. Við breytum þá bara bænunum,“ segir hann. Að sögn félagsráðgjafa við Kvennadeildina hafa konur sem þangað leita ekki orðið fyrir ónæði af fólkinu. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
„Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ segir Denis O'Leary, kaþólskur prestur við Maríukirkju í Breiðholti, sem ásamt þeim Ásdísi Terisitu Einarsson frá Filippseyjum, April Frigge frá Bandaríkjunum og Francis Steinar er mættur fyrir utan Kvennadeild Landspítalans til þess að biðja fyrir þeim fóstrum sem er eytt á degi hverjum og hugarfarsbreytingu kvenna til fóstureyðinga. Öll eiga þau það sameiginlegt að tilheyra kaþólsku kirkjunni á Íslandi og koma í hverju einasta þriðjudagshádegi saman við Kvennadeild Landspítalans og fara með bænir. Þau drúpa höfði og fara með hljóða bæn sem þau lesa af plastspjöldum sem skreytt eru myndum af fóstrum. Þau segja misjafnt hversu margir mæta á bænafundinn hverju sinni en oftast séu það tveir til átta einstaklingar. Það var kalt í veðri þegar blaðamaður ræddi við hópinn en að sögn April láta þau kulda og óveður ekki á sig fá. Til að verjast kuldanum eru April og Denis með húfur sem eru merktar félaginu Lífsvernd og búið er að sauma í slagorðið „stöðvum fóstureyðingar“. „Það mætir alltaf einhver hingað til að biðja, sama hvernig veðrið er. Á síðasta ári voru jólin og gamlársdagur á þriðjudegi og við mættum hér alveg eins og aðra þriðjudaga. Reyndar ekki í hádeginu því að þá vorum við í messu,“ segir April. Hópurinn hefur sig ekki mikið í frammi og tekur fólk ekki tali á spítalalóðinni að fyrra bragði. Að sögn Denis kemur það þó fyrir að fólk nálgist þau af forvitni og þá sé rætt við fólkið og það fái að hlýða á boðskap þeirra hafi það áhuga á því. „Okkur finnst ekki í lagi að eyða fóstri og við viljum gjarnan koma þeim skilaboðum til annarra. Þó að fóstureyðingar sé leyfðar í dag viljum við fá fólk til að hugsa og vonumst eftir því að með tímanum sjái það hversu rangar þær eru. Eins og til dæmis með þrælahald. En við hlaupum ekki á eftir fólki til þess að breiða út boðskapinn,“ segir Denis og kímir. Francis bendir á að þrátt fyrir að þau sem eru samankomin þennan þriðjudag séu kaþólikkar, séu allir velkomnir sama hverrar trúar þeir eru. „Það er öllum velkomið með að biðja með okkur. Við breytum þá bara bænunum,“ segir hann. Að sögn félagsráðgjafa við Kvennadeildina hafa konur sem þangað leita ekki orðið fyrir ónæði af fólkinu.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira