Lífið

Stofnandi Black Flag sakaður um níð

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Greg Ginn, gítarleikari og einn stofnenda Black Flag
Greg Ginn, gítarleikari og einn stofnenda Black Flag
Marina Ginn, fyrrverandi eiginkona Gregs Ginn, eins stofnenda bandarísku pönksveitarinnar Black Flag hefur ásakað hann um að misnota dætur þeirra.

Í október fór Marina með forræðismál fyrir dómstóla og krafðist fulls forræðis yfir dætrum þeirra, Isadoru, sem er 10 ára, og Karis, sem er sjö ára.

Í eiðfestri yfirlýsingu segir að Greg hafi verið „óútreiknanlegur og hrottalegur“ og að hann hafi „stefnt lífi og andlegri heilsu barnanna í hættu“. Í skjalinu segir að börnin hafi „kvartað undan því að hegðun hans yrði óútreiknanlegri með hverjum degi“ en þar segir að Greg hafi neitað að gefa þeim mat og haft í hótunum við þær. Að hann misnoti áfengi og vímuefni í viðurvist þeirra og að þær hafi orðið vitni að áflogum og líkamlegu ofbeldi í húsinu sem þær búi í.

Í skjalinu segir að Greg hafi neytt dæturnar til að taka til á heimilinu langt fram á nótt, læst þær inni í herbergi tímum saman og skvett vatni framan í þær. Þá segir að Greg hafi áreitt dætur sínar með því að blístra á þær, segja þeim að fara í megrun og segja við þær „þú ert heit“.

Black Flag var stofnuð árið 1976 og hefur verið kölluð „fyrsta harðkjarnasveit Bandaríkjanna“. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×