Lífið

Ræddi um lífið sem piparsveinn

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Bill Murray er einn ástsælasti leikari síðustu áratuga.
Bill Murray er einn ástsælasti leikari síðustu áratuga. Nordic Photos/Getty
Leikarinn og grínistinn ástsæli Bill Murray talaði um einkalíf sitt í viðtali við Howard Stern í síðustu viku. „Mér finnst ég ekki vera einmana,“ svaraði Murray, aðspurður hvernig það væri að vera piparsveinn. „Það hefði verið ljúft að hafa einhvern til að geta farið með í giftinguna hans George Clooney, til dæmis.“

Murray segir að það sé ýmislegt sem hann þurfi að vinna í. „Eitthvað eins og að þroskast, að tengjast sjálfum mér meira. Ég á ekki erfitt með að tengjast öðru fólki. Vandamál mitt er að tengjast sjálfum mér. Ef ég helga mig því ekki til fullnustu þá er betra að ég sé ekki í sambandi.“

Aðspurður hvað sé svona erfitt við að tengjast sjálfum sér svarar Murray: „Það sem stoppar okkur öll er að við erum í rauninni ansi ljót ef við horfum nógu vel. Við erum ekki manneskjan sem við höldum að við séum, við erum ekki jafn frábær og við höldum. Það er smá sjokk, þetta er erfitt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×