Lífið

Syngur með Pink Floyd

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Steven Hawking ljáir rokksveitinni Pink Floyd rödd sína.
Steven Hawking ljáir rokksveitinni Pink Floyd rödd sína. Nordicphotos/Getty
Eðlisfræðingurinn Stephen Hawking mun ljá rokksveitinni goðsagnakenndu Pink Floyd rödd sína á næstu plötu sveitarinnar, The Endless River. Platan kemur út í nóvember og er fyrsta útgáfa sveitarinnar í tvo áratugi.

Á plötunni, sem er að mestu án söngs, verður lagið Talkin' Hawkin' þar sem Hawking mun beita sinni vélrænu röddu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Hawking kemur fram með sveitinni en hann er sögumaður lagsins Keep Talkin' af plötunni The Division Bell sem kom út árið 1994.

Hawking er enginn nýgræðingur í vestrænum poppkúltur og hefur meðal annars komið fram í sjónvarpsþáttunum The Simpsons, Big Bang Theory og Star Trek.

Hér fyrir neðan má heyra lagið Keep Talkin' með Pink Floyd og Stephen Hawking.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×