Lífið

Frankenstein hrellir

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Frankenstein er ein frægasta hryllingssaga allra tíma.
Frankenstein er ein frægasta hryllingssaga allra tíma.
Danny Boyle, einn frægasti leikstjóri Breta, hefur fært sig upp á skaftið á seinustu árum og byrjað að vinna í leikhúsi. Bíó Paradís sýnir í kvöld upptökur af uppfærslu National Theatre Live London á hinni ódauðlegu hryllingssögu Frankenstein frá árinu 2011 í leikstjórn Boyle.

Boyle, sem er þekktur fyrir myndir eins og Trainspotting og 28 Days Later, tekur höndum saman á ný með stórleikaranum Johnny Lee Miller sem gerði garðinn frægan í Trainspotting á sínum tíma. Nú leikur hann vísindamanninn Frankenstein í þessari frumlegu uppfærslu á sögu Mary Shelley. Benedikt Cumberbatch leikur skrímsli Frankensteins en þess má geta að bæði Benedict og Lee Miller hafa gert það gott undanfarið við að leika spæjarann Sherlock Holmes

.

Í fyrri útgáfunni sem er sýnd í kvöld og um helgina fer Benedikt Cumberbatch með hlutverk skrímslisins og Lee Miller sem Frankenstein. Í seinni útgáfunni sem sýnd er 25., 30. október og 2. nóvember munu þeir hins vegar skipta um hlutverk. Cumberbatch tekur þá að sér hlutverk Frankensteins og Miller mun leika óskapnaðinn.

Frankenstein er ein umtalaðasta uppfærsla af Frankenstein allra tíma enda er hún í leikstjórn eins frumlegasta leikstjóra okkar daga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×