Kjarabarátta tónlistarkennara Freyja Gunnlaugsdóttir skrifar 16. október 2014 07:00 Nú á haustdögum standa tónlistarkennarar í erfiðri kjarabaráttu. Samningar hafa verið lausir um átta mánaða skeið og þau smánarlaun sem tónlistarkennarar hafa þegið fyrir vinnu sína hafa dregist langt aftur úr öðrum stéttum með sambærilega menntun. Ísland hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir frjótt og spennandi tónlistarlíf og margir íslenskir listamenn hafa getið sér gott orð á alþjóðavettvangi. Þessi gróska á rætur að rekja til þess góða starfs sem unnið hefur verið í tónlistarskólum landsins. Tónlistarmenntun hefur verið almenn á Íslandi og skólarnir hafa gegnt mikilvægu hlutverki sem mennta- og menningarstofnanir víða um land. Tónlistarmenntun er mikilvægur þáttur í grunnmenntun þjóðarinnar og það að iðka tónlist frá barnsaldri gerir fólk hæfara til þess að takast á við lífið á margvíslegan hátt. Þar læra menn góð vinnubrögð, að koma fram, gagnrýna hugsun og það að vinna í hóp auk þess að upplifa galdur tónlistarinnar sem gerir veröldina bærilegri. Ótal rannsóknir sýna fram á að tónlistarmenntun hafi jákvæð áhrif á aðra menntun, bæði í raungreinum og hugvísindum. Tónlistarkennarar eru breiður hópur fólks og flestir af okkar færustu tónlistarmönnum eru í þeirra hópi. Ein af meginástæðum þess að íslenska tónlistarskólakerfið er eins sterkt og raun ber vitni er sá mannauður sem starfar innan skólanna. Menntunarstig stéttarinnar er hátt og nemendur hafa aðgang að færustu sérfræðingum á sínu sviði. Í fáum öðrum löndum kenna leiðandi hljóðfæraleikarar þjóðarinnar á framhaldsstigi og allt niður í grunnstig. Það er gríðarlega mikilvægt að þessi hópur haldi áfram að kenna og miðla áfram dýrmætri þekkingu og reynslu. Þau eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir þá kynslóð tónlistarmanna sem er að vaxa úr grasi. Það er ekki hægt að ætlast til að sérfræðingar sinni kennslu í sjálfboðavinnu, hvorki í tónlist né öðrum greinum.Launamisrétti verði leiðrétt Ekki er síður mikilvægt starf þeirra sem hafa helgað líf sitt kennslu og hjálpa nemendum að feta sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Í tónlistarskólum landsins er unnið óeigingjarnt starf sem skilar árangri til frambúðar og lyftir menntunarstigi þjóðarinnar upp á annað plan. Tónlistarkennarar hafa farið fram á eðlilega launaleiðréttingu til jafns við þær stéttir sem vinna sambærileg störf. Tónlistarkennarar eru háskólamenntuð stétt og krefst þess að sú menntun sé metin til launa til jafns við aðrar stéttir. Tónlistarkennarar hvetja sveitarfélögin til þess að leiðrétta það launamisrétti sem skapast hefur á síðustu árum. Það er eðlilegt hlutverk sveitarfélaga að fylgjast með launaþróun og leiðrétta þá stöðu sem þeir bera sjálfir ábyrgð á. Það eru engin rök sem geta réttlætt að tónlistarkennarar þiggi mun lægri laun en aðrir kennarar og stéttir með sambærilega menntun. Við hvetjum sveitarfélögin til þess að ljúka samningum við tónlistarkennara og vinna að því að leiðrétta þann alvarlega launamun sem skapast hefur milli tónlistarkennara og annarra stétta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Nú á haustdögum standa tónlistarkennarar í erfiðri kjarabaráttu. Samningar hafa verið lausir um átta mánaða skeið og þau smánarlaun sem tónlistarkennarar hafa þegið fyrir vinnu sína hafa dregist langt aftur úr öðrum stéttum með sambærilega menntun. Ísland hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir frjótt og spennandi tónlistarlíf og margir íslenskir listamenn hafa getið sér gott orð á alþjóðavettvangi. Þessi gróska á rætur að rekja til þess góða starfs sem unnið hefur verið í tónlistarskólum landsins. Tónlistarmenntun hefur verið almenn á Íslandi og skólarnir hafa gegnt mikilvægu hlutverki sem mennta- og menningarstofnanir víða um land. Tónlistarmenntun er mikilvægur þáttur í grunnmenntun þjóðarinnar og það að iðka tónlist frá barnsaldri gerir fólk hæfara til þess að takast á við lífið á margvíslegan hátt. Þar læra menn góð vinnubrögð, að koma fram, gagnrýna hugsun og það að vinna í hóp auk þess að upplifa galdur tónlistarinnar sem gerir veröldina bærilegri. Ótal rannsóknir sýna fram á að tónlistarmenntun hafi jákvæð áhrif á aðra menntun, bæði í raungreinum og hugvísindum. Tónlistarkennarar eru breiður hópur fólks og flestir af okkar færustu tónlistarmönnum eru í þeirra hópi. Ein af meginástæðum þess að íslenska tónlistarskólakerfið er eins sterkt og raun ber vitni er sá mannauður sem starfar innan skólanna. Menntunarstig stéttarinnar er hátt og nemendur hafa aðgang að færustu sérfræðingum á sínu sviði. Í fáum öðrum löndum kenna leiðandi hljóðfæraleikarar þjóðarinnar á framhaldsstigi og allt niður í grunnstig. Það er gríðarlega mikilvægt að þessi hópur haldi áfram að kenna og miðla áfram dýrmætri þekkingu og reynslu. Þau eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir þá kynslóð tónlistarmanna sem er að vaxa úr grasi. Það er ekki hægt að ætlast til að sérfræðingar sinni kennslu í sjálfboðavinnu, hvorki í tónlist né öðrum greinum.Launamisrétti verði leiðrétt Ekki er síður mikilvægt starf þeirra sem hafa helgað líf sitt kennslu og hjálpa nemendum að feta sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Í tónlistarskólum landsins er unnið óeigingjarnt starf sem skilar árangri til frambúðar og lyftir menntunarstigi þjóðarinnar upp á annað plan. Tónlistarkennarar hafa farið fram á eðlilega launaleiðréttingu til jafns við þær stéttir sem vinna sambærileg störf. Tónlistarkennarar eru háskólamenntuð stétt og krefst þess að sú menntun sé metin til launa til jafns við aðrar stéttir. Tónlistarkennarar hvetja sveitarfélögin til þess að leiðrétta það launamisrétti sem skapast hefur á síðustu árum. Það er eðlilegt hlutverk sveitarfélaga að fylgjast með launaþróun og leiðrétta þá stöðu sem þeir bera sjálfir ábyrgð á. Það eru engin rök sem geta réttlætt að tónlistarkennarar þiggi mun lægri laun en aðrir kennarar og stéttir með sambærilega menntun. Við hvetjum sveitarfélögin til þess að ljúka samningum við tónlistarkennara og vinna að því að leiðrétta þann alvarlega launamun sem skapast hefur milli tónlistarkennara og annarra stétta.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun